Ein stærsta stjarna háskólaboltans tileinkar Kobe Bryant tímabilið sitt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2020 15:00 Sabrina Ionescu er frábær körfuboltakona. Getty/Joe Scarnici Körfuboltakonan Sabrina Ionescu hefur verið að gera einstaka hluti með Oregon í bandaríska háskólaboltanum og hefur heldur betur komið skóla sínum á kortið. Sabrina Ionescu og félagar hennar Oregon þurftu að spila leik í gær skömmu eftir að þær fréttu af því að Kobe Bryant og dóttir hann hefðu dáið í þyrluslysi. Sabrina Ionescu þekkti vel Kobe Bryant og dóttur hans Giannu en feðginin voru höfðu mikinn áhuga á hennar leik enda hefur hún allt til alls að verða ein besta körfuboltakona heims. “This season’s for him.” https://t.co/6PGYg7SGXD— USA TODAY Sports (@usatodaysports) January 27, 2020 Sabrina Ionescu gaf kost á stuttu viðtali í leikslok. „Allt sem ég geri það geri ég fyrir hann. Hann var mjög náinn vinur. Þetta tímabil er fyrir hann,“ sagði Sabrina Ionescu. Þjálfari Sabrina Ionescu hjá Oregon segir að hún og Kobe hafi verið í miklu samskiptum og oft haft samskipti nokkrum sinnum í viku. Kobe Bryant og Gianna komu síðast á leik með henni á móti USC í janúar í fyrra þar sem hann talaði við liðið í klefanum eftir leik. Þrátt fyrir áfallið segir þjálfarinn, Kelly Graves, að það hafi aldrei komið til greina hjá Sabrinu að spila ekki leikinn. „Þá þekkir þú Sabrina ekki nógu vel. Hún veit líka að Kobe hefði viljað að hún hefði spilað. Hann sjálfur hefði spilað þennan leik,“ sagði Kelly Graves. Sabrina Ionescu var stigahæst í sínu liði með 19 stig og Oregon vann Oregon State 66-57 Sabrina Ionescu ákvað að spila lokaár sitt með Oregon þrátt fyrir mikinn áhuga frá liðum í WNBA-deildinni. Hún er sú körfuboltakonan sem hefur náð flestum þrennum í sögu háskólaboltans en þær eru núna orðnar 22 eftir að fjórar hafa bæst við í vetur. Sabrina Ionescu er með 15,6 stig, 9,0 fráköst og 8,8 stoðsendingar að meðaltali í leik með Oregon liðinu í vetur og hefur sett stefnuna á að vinna háskólatitilinn í fyrsta sinn í mars. Það þykir afar líklegt að hún verði valin fyrst í næsta nýliðavali WNBA. Sabrina Ionescu mourns her friend Kobe Bryant ahead of her game against Oregon State. pic.twitter.com/urdYuFSNW5— espnW (@espnW) January 26, 2020 Oregon's Sabrina Ionescu was crying before the start of Sunday's game as she mourns the loss of her friend Kobe Bryant https://t.co/D1grMFFz0i— Sports Illustrated (@SInow) January 26, 2020 Sabrina Ionescu has "Forever 24" and "24" written on her shoes. All of the Oregon players have similar writings on their shoes, showing their love for Kobe Bryant. pic.twitter.com/JcTvbbhMoQ— Ethan Wyss (@WyssEthan22) January 26, 2020 Andlát Kobe Bryant NBA Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Í beinni: Tottenham - Manchester United | Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar Fótbolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Fleiri fréttir Shaq verður með Stjörnunni Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Sjá meira
Körfuboltakonan Sabrina Ionescu hefur verið að gera einstaka hluti með Oregon í bandaríska háskólaboltanum og hefur heldur betur komið skóla sínum á kortið. Sabrina Ionescu og félagar hennar Oregon þurftu að spila leik í gær skömmu eftir að þær fréttu af því að Kobe Bryant og dóttir hann hefðu dáið í þyrluslysi. Sabrina Ionescu þekkti vel Kobe Bryant og dóttur hans Giannu en feðginin voru höfðu mikinn áhuga á hennar leik enda hefur hún allt til alls að verða ein besta körfuboltakona heims. “This season’s for him.” https://t.co/6PGYg7SGXD— USA TODAY Sports (@usatodaysports) January 27, 2020 Sabrina Ionescu gaf kost á stuttu viðtali í leikslok. „Allt sem ég geri það geri ég fyrir hann. Hann var mjög náinn vinur. Þetta tímabil er fyrir hann,“ sagði Sabrina Ionescu. Þjálfari Sabrina Ionescu hjá Oregon segir að hún og Kobe hafi verið í miklu samskiptum og oft haft samskipti nokkrum sinnum í viku. Kobe Bryant og Gianna komu síðast á leik með henni á móti USC í janúar í fyrra þar sem hann talaði við liðið í klefanum eftir leik. Þrátt fyrir áfallið segir þjálfarinn, Kelly Graves, að það hafi aldrei komið til greina hjá Sabrinu að spila ekki leikinn. „Þá þekkir þú Sabrina ekki nógu vel. Hún veit líka að Kobe hefði viljað að hún hefði spilað. Hann sjálfur hefði spilað þennan leik,“ sagði Kelly Graves. Sabrina Ionescu var stigahæst í sínu liði með 19 stig og Oregon vann Oregon State 66-57 Sabrina Ionescu ákvað að spila lokaár sitt með Oregon þrátt fyrir mikinn áhuga frá liðum í WNBA-deildinni. Hún er sú körfuboltakonan sem hefur náð flestum þrennum í sögu háskólaboltans en þær eru núna orðnar 22 eftir að fjórar hafa bæst við í vetur. Sabrina Ionescu er með 15,6 stig, 9,0 fráköst og 8,8 stoðsendingar að meðaltali í leik með Oregon liðinu í vetur og hefur sett stefnuna á að vinna háskólatitilinn í fyrsta sinn í mars. Það þykir afar líklegt að hún verði valin fyrst í næsta nýliðavali WNBA. Sabrina Ionescu mourns her friend Kobe Bryant ahead of her game against Oregon State. pic.twitter.com/urdYuFSNW5— espnW (@espnW) January 26, 2020 Oregon's Sabrina Ionescu was crying before the start of Sunday's game as she mourns the loss of her friend Kobe Bryant https://t.co/D1grMFFz0i— Sports Illustrated (@SInow) January 26, 2020 Sabrina Ionescu has "Forever 24" and "24" written on her shoes. All of the Oregon players have similar writings on their shoes, showing their love for Kobe Bryant. pic.twitter.com/JcTvbbhMoQ— Ethan Wyss (@WyssEthan22) January 26, 2020
Andlát Kobe Bryant NBA Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Í beinni: Tottenham - Manchester United | Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar Fótbolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Fleiri fréttir Shaq verður með Stjörnunni Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Sjá meira