Körfubolti

KR fékk á sig 66 stig í fyrri hálf­leik og tapaði fyrir norðan

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ingi Þór er þjálfari KR.
Ingi Þór er þjálfari KR. VÍSIR/BÁRA

Íslandsmeistarar KR töpuðu fyrir Þór Akureyri, 102-100, er liðin mættust fyrir norðan í margfrestuðum leik.

Það var rosalegur kraftur í heimamönnum í fyrri hálfleik. Þeir voru 30-14 yfir í fyrri hálfleik og leiddu 66-42 í fyrri hálfleik.

Ekki oft sem maður sér að Íslandsmeistarar fái á sig 66 stig í fyrri hálfleik en Ingi Þór Steinþórsson hefur messað yfir sínum mönnum í hálfleik því allt annað var að sjá þá í þeim síðari.

Þeir unnu þriðja leikhlutann 33-22 og minnkuðu muninn í sautján stig er 27 sekúndur voru eftir af leiknum.

Brynjar Þór Björnsson fékk tækifæri til að tryggja KR sigur með þriggja stiga skoti undir lok leiksins en það geigaði og tveggja stiga sigur Þórs staðreynd, 102-100.

Hansel Giovanny Atencia Suarez var stigahæstur í liði Þór með 31 stig. Jamal Marcel Palmer bætti við 21 stigi og sex fráköstum.

Brynjar Þór Björnsson skoraði 26 stig fyrir KR og Matthías Orri Sigurðarson bætti við átján stigum.

Þór er í 10. sæti deildarinnar með tíu stig eftir sigurinn en KR er í 5. sætinu með 18 átján stig.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.