Handbolti

Gísli Þorgeir á leið frá Kiel

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gísli Þorgeir Kristjánsson
Gísli Þorgeir Kristjánsson vísir/getty

Gísli Þorgeir Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, hefur fengið leyfi til að fara frítt frá þýska úrvalsdeildarfélaginu THW Kiel nú í janúar. Þetta staðfesti Kristján Arason, faðir Gísla, í samtali við Vísi í dag.

Sögusagnir hafa verið á kreiki um samningi Gísla Þorgeirs hafi verið rift en Kristján staðfesti að svo væri ekki. Gísli væri enn samningsbundinn THW Kiel. Hann vildi þó ekki tjá sig um önnur efnisatriði þessa máls vegna trúnaðar við félagið.

Gísli er nú staddur hér á landi til að jafna sig á meiðslum sem hann varð fyrir í leik með Kiel í byrjun nóvember. Þá meiddist hann á vinstri öxl en hann var áður lengi meiddur á hægri öxl.

Hann heldur utan til Þýskalands síðar í mánuðinum til að fá frekari meðhöndlun vegna meiðslanna. Kristján segir að umboðsmaður Gísla Þorgeirs er með hans mál í vinnslu og að áhugi sé meðal félaga í Evrópu á hans starfskröftum.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.