Guðjón Valur: Aron sýnir að hann er topp þrír besti leikmaður í heimi Anton Ingi Leifsson skrifar 11. janúar 2020 19:24 Guðjón Valur í leikslok. vísir/skjáskot Hann var stoltur fyrirliðinn, Guðjón Valur Sigurðsson, er hann ræddi við blaðamann Vísis eftir eins marks sigur á Dönum, 31-30, í fyrsta leik liðsins á EM í dag. „Í augnablikinu er þetta alveg ótrúlega gaman og allt það en við hugsum aðeins út fyrir kassann. Þetta er fyrsti leikur. Þetta er einn leikur,“ sagði Guðjón Valur við Henry Birgi Gunnarsson í leikslok. „Ég væri til í fleiri stig fyrir þennan leik en þetta eru bara tvö stig. Þau verða vonandi mikilvæg. Við ætlum ekki gera sömu mistök og við höfum áður gert, að renna á rassinn eftir fyrsta leik.“ „Við vissum að við þyrftum að spila nánast okkar besta leik og vonast til þess að þeir spili ekki sinn besta leik. Það er erfitt að koma því í orð hversu góðir og hæfileikaríkir þeir eru.“ „Það sést í fyrri hálfleik Aron Pálmarsson að hann er einn topp þrír besti leikmaður í heimi. Hvað hann gerir og hvað hann gerir fyrir okkur. Jafnframt sjáum við líka að aðrir leikmenn stíga upp í síðari hálfleik og það er ómetanlegt og mikilvægt Þetta er gott fyrir okkur en vonandi erum við rétt að byrja.“ Guðjón segir að hann hafi messað yfir strákunum sínum fyrir leikinn. Þeir þyrftu að hafa trú á verkefninu. „Þetta er sem við erum búnir að tala um. Ég sagði við strákanna fyrir leikinn að okkur treyst er verkefni því þjálfararnir telur okkur bestu leikmenn sem til eru. Ef maður er frír þá er það að taka skotið. Ekki koma sér út úr aðstæðum. Ekki vera farþegi. Maður á að trúa og treysta á eigin hæfileika, síðan sjáum við hvert það fer með okkur.“ En hvert stefnir þetta lið? „Það er næsti leikur. Þannig er sportið. Við þurfum að pakka okkur inn í bómul núna og sofa vel og undirbúa okkur fyrir næsta leik. Það er allt annar handbolti spilaður þar. Markmiðið okkar verður það sama. Góður sigur en það er áfram gakk.“ Guðjón segir að stuðningurinn hafi gefið mikið í dag. „Þetta gefur ótrúlega mikið og að vera í Höllinni og hlusta á Víkingaklappið og Danina púa á Víkingaklappið. Þá vissi maður að maður væri kominn inn undir hjá þeim og þeir orðnir pirraðir. Það er gaman að því.“ Klippa: Viðtal við Guðjón Val EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Topparnir í tölfræðinni á móti Danmörku: Aron kom að tuttugu mörkum íslenska liðsins Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann frábæran sigur á Heims- og Ólympíumeisturum Dana í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu 2020 sem fer fram í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Hér má sjá hvernig strákarnir komu út í tölfræðinni. 11. janúar 2020 19:13 Leik lokið: Danmörk - Ísland 30-31 | Stórkostlegur sigur á heims- og Ólympíumeisturunum Ísland vann heims- og Ólympíumeistara Danmerkur í fyrsta leik á EM 2020. 11. janúar 2020 18:45 Twitter eftir sigurinn: „Hef ekki séð Aron betri síðan hann lék í Saffran auglýsingunum“ Íslenska landsliðið gerði sér lítið fyrir og lagði heims- og Ólympíumeistara, 31-30, í fyrsta leik liðsins á EM 2020. 11. janúar 2020 18:58 Eftirminnilegustu leikirnir við Dani á stórmótum: Sár vonbrigði, stórkostlegur Snorri og Aron stimplar sig inn Vísir rifjar upp eftirminnilegustu leiki Íslands og Danmerkur á stórmótum í handbolta. 11. janúar 2020 08:00 Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Sjá meira
Hann var stoltur fyrirliðinn, Guðjón Valur Sigurðsson, er hann ræddi við blaðamann Vísis eftir eins marks sigur á Dönum, 31-30, í fyrsta leik liðsins á EM í dag. „Í augnablikinu er þetta alveg ótrúlega gaman og allt það en við hugsum aðeins út fyrir kassann. Þetta er fyrsti leikur. Þetta er einn leikur,“ sagði Guðjón Valur við Henry Birgi Gunnarsson í leikslok. „Ég væri til í fleiri stig fyrir þennan leik en þetta eru bara tvö stig. Þau verða vonandi mikilvæg. Við ætlum ekki gera sömu mistök og við höfum áður gert, að renna á rassinn eftir fyrsta leik.“ „Við vissum að við þyrftum að spila nánast okkar besta leik og vonast til þess að þeir spili ekki sinn besta leik. Það er erfitt að koma því í orð hversu góðir og hæfileikaríkir þeir eru.“ „Það sést í fyrri hálfleik Aron Pálmarsson að hann er einn topp þrír besti leikmaður í heimi. Hvað hann gerir og hvað hann gerir fyrir okkur. Jafnframt sjáum við líka að aðrir leikmenn stíga upp í síðari hálfleik og það er ómetanlegt og mikilvægt Þetta er gott fyrir okkur en vonandi erum við rétt að byrja.“ Guðjón segir að hann hafi messað yfir strákunum sínum fyrir leikinn. Þeir þyrftu að hafa trú á verkefninu. „Þetta er sem við erum búnir að tala um. Ég sagði við strákanna fyrir leikinn að okkur treyst er verkefni því þjálfararnir telur okkur bestu leikmenn sem til eru. Ef maður er frír þá er það að taka skotið. Ekki koma sér út úr aðstæðum. Ekki vera farþegi. Maður á að trúa og treysta á eigin hæfileika, síðan sjáum við hvert það fer með okkur.“ En hvert stefnir þetta lið? „Það er næsti leikur. Þannig er sportið. Við þurfum að pakka okkur inn í bómul núna og sofa vel og undirbúa okkur fyrir næsta leik. Það er allt annar handbolti spilaður þar. Markmiðið okkar verður það sama. Góður sigur en það er áfram gakk.“ Guðjón segir að stuðningurinn hafi gefið mikið í dag. „Þetta gefur ótrúlega mikið og að vera í Höllinni og hlusta á Víkingaklappið og Danina púa á Víkingaklappið. Þá vissi maður að maður væri kominn inn undir hjá þeim og þeir orðnir pirraðir. Það er gaman að því.“ Klippa: Viðtal við Guðjón Val
EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Topparnir í tölfræðinni á móti Danmörku: Aron kom að tuttugu mörkum íslenska liðsins Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann frábæran sigur á Heims- og Ólympíumeisturum Dana í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu 2020 sem fer fram í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Hér má sjá hvernig strákarnir komu út í tölfræðinni. 11. janúar 2020 19:13 Leik lokið: Danmörk - Ísland 30-31 | Stórkostlegur sigur á heims- og Ólympíumeisturunum Ísland vann heims- og Ólympíumeistara Danmerkur í fyrsta leik á EM 2020. 11. janúar 2020 18:45 Twitter eftir sigurinn: „Hef ekki séð Aron betri síðan hann lék í Saffran auglýsingunum“ Íslenska landsliðið gerði sér lítið fyrir og lagði heims- og Ólympíumeistara, 31-30, í fyrsta leik liðsins á EM 2020. 11. janúar 2020 18:58 Eftirminnilegustu leikirnir við Dani á stórmótum: Sár vonbrigði, stórkostlegur Snorri og Aron stimplar sig inn Vísir rifjar upp eftirminnilegustu leiki Íslands og Danmerkur á stórmótum í handbolta. 11. janúar 2020 08:00 Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Sjá meira
Topparnir í tölfræðinni á móti Danmörku: Aron kom að tuttugu mörkum íslenska liðsins Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann frábæran sigur á Heims- og Ólympíumeisturum Dana í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu 2020 sem fer fram í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Hér má sjá hvernig strákarnir komu út í tölfræðinni. 11. janúar 2020 19:13
Leik lokið: Danmörk - Ísland 30-31 | Stórkostlegur sigur á heims- og Ólympíumeisturunum Ísland vann heims- og Ólympíumeistara Danmerkur í fyrsta leik á EM 2020. 11. janúar 2020 18:45
Twitter eftir sigurinn: „Hef ekki séð Aron betri síðan hann lék í Saffran auglýsingunum“ Íslenska landsliðið gerði sér lítið fyrir og lagði heims- og Ólympíumeistara, 31-30, í fyrsta leik liðsins á EM 2020. 11. janúar 2020 18:58
Eftirminnilegustu leikirnir við Dani á stórmótum: Sár vonbrigði, stórkostlegur Snorri og Aron stimplar sig inn Vísir rifjar upp eftirminnilegustu leiki Íslands og Danmerkur á stórmótum í handbolta. 11. janúar 2020 08:00