Nýju gjafakvótagreifarnir Haraldur Eiríksson skrifar 14. janúar 2020 11:00 Verð hlutabréfa sjókvíaeldis fyrirtækisins Arnarlax hefur nærri tvöfaldast frá því viðskipti hófust með bréf fyrirtæksins í kauphöllinni í Osló um miðjan nóvember. Er félagið nú metið á 40 milljarða króna en verðmæti þessi byggir eingöngu á framleiðsluleyfum sem það hefur á hafsvæðum við Ísland. Hefur Arnarlax þó ekki þurft að greiða krónu fyrir nýtingu á þessari sameign íslensku þjóðarinnar. Frá því að sjókvíaeldisbylgjan hin þriðja fór af stað fyrir um tíu árum hér við land, hafa Íslendingar gefið framleiðslukvóta í sjókvíaeldi í lögsögu sinni án útboðs eða endurgjalds. Arnarlaxi hafa verið færðir framleiðslukvótar á laxi að andvirði 35 til 40 milljarða ef miðað er við gangverð slíkra kvóta í Noregi í dag. Þeim sem telja ekki hægt að bera saman gangverð laxaframleiðslukvóta á Íslandi og Noregi skal bent á þá staðreynd að það er styttra frá Osló til Íslands, en frá Osló til sjókvía í Norður-Noregi. Almenningur hlunnfarinn Nú rétt fyrir áramótin skráði Arnarlax sig, og um leið framleiðslukvótana sem þeir fengu gefins hérlendis, í Kauphöllina í Osló. Þar hefur verð hlutabréfanna tvöfaldast á nokkrum vikum og er nú metið á um áðurnefnda 40 milljarða króna. Þetta er nákvæmlega það sem framleiðslukvóti fyrirtækisins á Íslandi hefði kostað í Noregi. Það má því leiða líkur að því að þarna hafi almenningur á Íslandi verið hlunnfarinn því kvótinn er langstærsta eign fyrirtækisins. Þessi framleiðslukvótar eru verðmetnir nánast á við fyrirtækið Icelandair sem veitir 4.000 Íslendingum atvinnu. Hjá Arnarlaxi starfa 100 manns að mestu við laxaslátrun. Norskir aðilar eiga um og yfir 90 prósent af öllu sjókvíaeldi við Ísland. Hluti þeirra skráir eignaraðild sína í skattaskjólum til að forðast skattgreiðslur og flækja eignaraðild. Greiða ekki tekjuskatt Þess má geta að Arnarlax hefur enn ekki greitt tekjuskatt á Íslandi eftir 10 ára rekstur. Arnarlax hefur fengið afslátt af hafnargjöldum hjá sveitarfélögum á Vestfjörðum og greiða þar jafnvel minna en íslenskar útgerðir. Nýlega var íslenskum lögum um skipstjórnarréttindi breytt til að hægt væri að fá ódýrara vinnuafl á fóðurbáta fyrirtækisins - og það í andstöðu við Félag íslenskra skipstjórnarmanna. Síðasta innlegg sjávarútvegsráðherra er fráleit tillaga um að breyta gilandi reglugerð um sjókvíaeldi þannig að að fyrirtækin komist mögulega nær ósum laxveiðiám, sem myndi hafa skelfilegar afleiðingar fyrir villta laxinn. Stjórnsýsluúttekt Teitur Björn Einarsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í norðvesturkjördæmi, fór nýlega fram á að stjórnsýsluúttekt yrði gerð á Hafrannsóknastofnun, meðal annars á þeim forsendum að stofnunin væri of treg að hans mati til að auka við framleiðsluleyfi þessara norsku sjókvíaeldisfyrirtækja. Þetta er sérlega ómakleg árás á Hafró, eingöngu byggð á því að niðurstaða vísindafólksins þar hefur ekki verið varaþingmanninum þóknanleg. Hitt er svo annað mál að hugmyndin um stjórnsýsluúttekt er góð. Sú úttekt ætti hins vegar að snúast um hvernig það gat gerst að örfáum vinum ráðandi afla hér á landi voru færðir framleiðslukvótar í sjókvíaeldi upp á milljarða. Kvótar sem þeir hafa nú selt úr landi með ótrúlegum hagnaði. Höfundur er stjórnarmaður í Íslenska náttúrurverndarsjóðnum (Icelandic Wildlife Fund) og Atlantic Salmon Trust. Hann er búsettur í Bretlandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Verð hlutabréfa sjókvíaeldis fyrirtækisins Arnarlax hefur nærri tvöfaldast frá því viðskipti hófust með bréf fyrirtæksins í kauphöllinni í Osló um miðjan nóvember. Er félagið nú metið á 40 milljarða króna en verðmæti þessi byggir eingöngu á framleiðsluleyfum sem það hefur á hafsvæðum við Ísland. Hefur Arnarlax þó ekki þurft að greiða krónu fyrir nýtingu á þessari sameign íslensku þjóðarinnar. Frá því að sjókvíaeldisbylgjan hin þriðja fór af stað fyrir um tíu árum hér við land, hafa Íslendingar gefið framleiðslukvóta í sjókvíaeldi í lögsögu sinni án útboðs eða endurgjalds. Arnarlaxi hafa verið færðir framleiðslukvótar á laxi að andvirði 35 til 40 milljarða ef miðað er við gangverð slíkra kvóta í Noregi í dag. Þeim sem telja ekki hægt að bera saman gangverð laxaframleiðslukvóta á Íslandi og Noregi skal bent á þá staðreynd að það er styttra frá Osló til Íslands, en frá Osló til sjókvía í Norður-Noregi. Almenningur hlunnfarinn Nú rétt fyrir áramótin skráði Arnarlax sig, og um leið framleiðslukvótana sem þeir fengu gefins hérlendis, í Kauphöllina í Osló. Þar hefur verð hlutabréfanna tvöfaldast á nokkrum vikum og er nú metið á um áðurnefnda 40 milljarða króna. Þetta er nákvæmlega það sem framleiðslukvóti fyrirtækisins á Íslandi hefði kostað í Noregi. Það má því leiða líkur að því að þarna hafi almenningur á Íslandi verið hlunnfarinn því kvótinn er langstærsta eign fyrirtækisins. Þessi framleiðslukvótar eru verðmetnir nánast á við fyrirtækið Icelandair sem veitir 4.000 Íslendingum atvinnu. Hjá Arnarlaxi starfa 100 manns að mestu við laxaslátrun. Norskir aðilar eiga um og yfir 90 prósent af öllu sjókvíaeldi við Ísland. Hluti þeirra skráir eignaraðild sína í skattaskjólum til að forðast skattgreiðslur og flækja eignaraðild. Greiða ekki tekjuskatt Þess má geta að Arnarlax hefur enn ekki greitt tekjuskatt á Íslandi eftir 10 ára rekstur. Arnarlax hefur fengið afslátt af hafnargjöldum hjá sveitarfélögum á Vestfjörðum og greiða þar jafnvel minna en íslenskar útgerðir. Nýlega var íslenskum lögum um skipstjórnarréttindi breytt til að hægt væri að fá ódýrara vinnuafl á fóðurbáta fyrirtækisins - og það í andstöðu við Félag íslenskra skipstjórnarmanna. Síðasta innlegg sjávarútvegsráðherra er fráleit tillaga um að breyta gilandi reglugerð um sjókvíaeldi þannig að að fyrirtækin komist mögulega nær ósum laxveiðiám, sem myndi hafa skelfilegar afleiðingar fyrir villta laxinn. Stjórnsýsluúttekt Teitur Björn Einarsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í norðvesturkjördæmi, fór nýlega fram á að stjórnsýsluúttekt yrði gerð á Hafrannsóknastofnun, meðal annars á þeim forsendum að stofnunin væri of treg að hans mati til að auka við framleiðsluleyfi þessara norsku sjókvíaeldisfyrirtækja. Þetta er sérlega ómakleg árás á Hafró, eingöngu byggð á því að niðurstaða vísindafólksins þar hefur ekki verið varaþingmanninum þóknanleg. Hitt er svo annað mál að hugmyndin um stjórnsýsluúttekt er góð. Sú úttekt ætti hins vegar að snúast um hvernig það gat gerst að örfáum vinum ráðandi afla hér á landi voru færðir framleiðslukvótar í sjókvíaeldi upp á milljarða. Kvótar sem þeir hafa nú selt úr landi með ótrúlegum hagnaði. Höfundur er stjórnarmaður í Íslenska náttúrurverndarsjóðnum (Icelandic Wildlife Fund) og Atlantic Salmon Trust. Hann er búsettur í Bretlandi.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun