Reykjavík barnanna Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 15. janúar 2020 09:00 Í Reykjavík eiga öll börn að fá jöfn tækifæri til að öðlast sterka sjálfsmynd, trúa á eigin getu og ná árangri. Til þess að svo megi verða hefur staðið yfir heildarendurskoðun á allri þjónustu Reykjavíkurborgar við börn og barnafjölskyldur. Foreldrar eru lykilaðilar í lífi barns en það, að öll börn búi við öruggt heilsueflandi umhverfi er sameiginlegt verkefni okkar allra. Velferðarráð hefur lagt mikla áherslu á þjónustu við börn og barnafjölskyldur undanfarið ár með forvarnir og skjóta þjónustu að leiðarljósi. Farið hefur fram heildarendurskoðun á þeirri þjónustu sem velferðarsvið og þar með talið Barnavernd veitir börnum og fjölskyldum þeirra, í fjölþættu samráði við ýmsa aðila sem vinna að hagsmunum barna og barnafjölskyldna. Þetta hefur skilað endurbótum, breyttu verklagi og aðgerðum til að efla þjónustuna enn frekar. Verndum börn Skipulagi Barnverndar hefur verið breytt og þjónustan styrkt og nú hefur Framkvæmdaáætlun Reykjavíkurborgar í barnavernd til 2023 litið dagsins ljós. Þessi framkvæmdaáætlun ber með sér mjög miklar breytingar á barnaverndarstarfi til hins betra. Forgangsraðað er í þágu forvarna sem miða að valdeflingu barna og forsjáraðila, til að mynda með fræðslu, ráðgjöf og þjálfun barna í félagsfærni og tilfinningastjórnun. Skjótt verði brugðist við á vettvangi barnsins þegar vandi steðjar að barni, það sé gert með samræmdum aðgerðum allra aðila hjá Reykjavíkurborg og í auknu samstarfi við önnur þjónustukerfi sem starfa á sama sviði. Aukin áhersla er á að árangur sé metinn og upplýsingar verði kynntar opinberlega. Samstarf um stuðningsþjónustu „Samstarfsnetið” er einnig nýtt verkefni á Velferðarsviði sem ætlað er að halda utan um öll stuðningsverkefni tengd börnum óháð fötlun eða ástæðu stuðningsþarfar. Meðal verkefna þess er persónuleg ráðgjöf, liðveisla, unglingasmiðjur, námskeið, og stuðningsfjölskyldur. Markmiðið er að þessi mikilvæga þjónusta, sem um 1100 börn og fjölskyldur þeirra njóta árlega, verði bæði betri og öflugri og að jafnt aðgengi að úrræðum sé tryggt um alla borg. Nýtt verklag og reglur um stuðningsþjónustu fyrir börn eru að líta dagsins ljós en ætlun okkar er að greiða leið notenda að fyrstu þjónustu og veita börnum og fjölskyldum þeirra viðeigandi stuðning í framhaldi. Fjölskyldur vita oftast best hvaða stuðning eða þjónustu þau þurfa til að geta nýtt styrkleika sína og látið drauma sína rætast. Okkur langar að nýta þá þekkingu meira inn í mat á þjónustuþörf í framtíðinni sem mun skila sér markvissari þjónustu og stuðla að nýsköpun og þróun í takt við þarfir og samfélagslegar aðstæður. „Betri borg fyrir börn“ Velferðarráð og Skóla og frístundaráð samþykktu á sameiginlegum fundi í haust að setja af stað sameiginlegt 2 ára verkefni í Breiðholti sem miðar að því að bæta þjónustu við börn og ungmenni í skóla- og frístundastarfi borgarinnar. Skólaþjónustan þarf að vera heiltæka og samhæfð og veitt eins fljótt og auðið er helst í sem mestu mæli í skólaumhverfi barna og ungmenna. Með þessu styrkjum við einnig þjónustu við skóla, félagsmiðstöðvar og frístundaheimili og stuðlum um leið að auknum gæðum í starfi með börnum á leik- og grunnskólaaldri.Ef vel tekst til þá munum við innleiða breytt verklag með samhæfða skóla- og velferðarþjónustu í öllum borgarhlutum. Draumar rætast Reykjavíkurborg er að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í starfsemi sína og við ætlum að tileinka okkur barnaréttindanálgun í öllum okkar verkefnum, stefnumótun og ákvörðunum. Okkar sameiginlega markmið er að öll börn hafi jöfn tækifæri til að láta drauma sína rætast. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Barnavernd Borgarstjórn Börn og uppeldi Heiða Björg Hilmisdóttir Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Í Reykjavík eiga öll börn að fá jöfn tækifæri til að öðlast sterka sjálfsmynd, trúa á eigin getu og ná árangri. Til þess að svo megi verða hefur staðið yfir heildarendurskoðun á allri þjónustu Reykjavíkurborgar við börn og barnafjölskyldur. Foreldrar eru lykilaðilar í lífi barns en það, að öll börn búi við öruggt heilsueflandi umhverfi er sameiginlegt verkefni okkar allra. Velferðarráð hefur lagt mikla áherslu á þjónustu við börn og barnafjölskyldur undanfarið ár með forvarnir og skjóta þjónustu að leiðarljósi. Farið hefur fram heildarendurskoðun á þeirri þjónustu sem velferðarsvið og þar með talið Barnavernd veitir börnum og fjölskyldum þeirra, í fjölþættu samráði við ýmsa aðila sem vinna að hagsmunum barna og barnafjölskyldna. Þetta hefur skilað endurbótum, breyttu verklagi og aðgerðum til að efla þjónustuna enn frekar. Verndum börn Skipulagi Barnverndar hefur verið breytt og þjónustan styrkt og nú hefur Framkvæmdaáætlun Reykjavíkurborgar í barnavernd til 2023 litið dagsins ljós. Þessi framkvæmdaáætlun ber með sér mjög miklar breytingar á barnaverndarstarfi til hins betra. Forgangsraðað er í þágu forvarna sem miða að valdeflingu barna og forsjáraðila, til að mynda með fræðslu, ráðgjöf og þjálfun barna í félagsfærni og tilfinningastjórnun. Skjótt verði brugðist við á vettvangi barnsins þegar vandi steðjar að barni, það sé gert með samræmdum aðgerðum allra aðila hjá Reykjavíkurborg og í auknu samstarfi við önnur þjónustukerfi sem starfa á sama sviði. Aukin áhersla er á að árangur sé metinn og upplýsingar verði kynntar opinberlega. Samstarf um stuðningsþjónustu „Samstarfsnetið” er einnig nýtt verkefni á Velferðarsviði sem ætlað er að halda utan um öll stuðningsverkefni tengd börnum óháð fötlun eða ástæðu stuðningsþarfar. Meðal verkefna þess er persónuleg ráðgjöf, liðveisla, unglingasmiðjur, námskeið, og stuðningsfjölskyldur. Markmiðið er að þessi mikilvæga þjónusta, sem um 1100 börn og fjölskyldur þeirra njóta árlega, verði bæði betri og öflugri og að jafnt aðgengi að úrræðum sé tryggt um alla borg. Nýtt verklag og reglur um stuðningsþjónustu fyrir börn eru að líta dagsins ljós en ætlun okkar er að greiða leið notenda að fyrstu þjónustu og veita börnum og fjölskyldum þeirra viðeigandi stuðning í framhaldi. Fjölskyldur vita oftast best hvaða stuðning eða þjónustu þau þurfa til að geta nýtt styrkleika sína og látið drauma sína rætast. Okkur langar að nýta þá þekkingu meira inn í mat á þjónustuþörf í framtíðinni sem mun skila sér markvissari þjónustu og stuðla að nýsköpun og þróun í takt við þarfir og samfélagslegar aðstæður. „Betri borg fyrir börn“ Velferðarráð og Skóla og frístundaráð samþykktu á sameiginlegum fundi í haust að setja af stað sameiginlegt 2 ára verkefni í Breiðholti sem miðar að því að bæta þjónustu við börn og ungmenni í skóla- og frístundastarfi borgarinnar. Skólaþjónustan þarf að vera heiltæka og samhæfð og veitt eins fljótt og auðið er helst í sem mestu mæli í skólaumhverfi barna og ungmenna. Með þessu styrkjum við einnig þjónustu við skóla, félagsmiðstöðvar og frístundaheimili og stuðlum um leið að auknum gæðum í starfi með börnum á leik- og grunnskólaaldri.Ef vel tekst til þá munum við innleiða breytt verklag með samhæfða skóla- og velferðarþjónustu í öllum borgarhlutum. Draumar rætast Reykjavíkurborg er að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í starfsemi sína og við ætlum að tileinka okkur barnaréttindanálgun í öllum okkar verkefnum, stefnumótun og ákvörðunum. Okkar sameiginlega markmið er að öll börn hafi jöfn tækifæri til að láta drauma sína rætast. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar