Handbolti

Leikmenn Svía vona að Danir detti út

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jim Gottfridsson er í stóru hlutverki hjá Svíum.
Jim Gottfridsson er í stóru hlutverki hjá Svíum. EPA-EFE/ADAM IHSE

Jack Thurin, leikmaður sænska landsliðsins í handbolta, er hreinskilinn. Hann vill að Danir detti út af EM í handbolta í kvöld.

Danir eru í erfiðri stöðu fyrir lokaumferðina í riðli okkar Íslendinga. Þeir þurfa að treysta á að Ísland vinni Ungverja og sjálfir þurfa þeir að vinna Rússa.

Svíar eru nú þegar komnir áfram í milliriðil með okkur Íslendingum en Jack var ekki lengi að svara þegar hann var spurður út í stöðu Dana.

„Danmörk er á pappírnum mjög sterkt lið svo það myndi bara vera gott ef þeir myndu deta út,“ sagði Jack í samtali við Aftonbladet í Svíþjóð.







Samherji Turin, Kim Ekdahl Du Rietz, er sammála Thurin en hann var spurður hvort að hann myndi frekar vilja mæta Danmörku eða Ungverjalandi.

„Ungverjum auðvitað. Því mér finnst Danmörk vera með mun betra lið. Ég vil frekar að Danmörk fylgist með frá hliðarlínunni þrátt fyrir ég óska dönskum vinum mínum góðs gengis.“

Noregur, Slóvenía, Ísland, Svíþjóð og Portúgal eru komin í milliriðil tvö og í kvöld skýrist það hvort að það verður Ungverjaland eða Danmörk sem hreppir síðasta sætið.


Tengdar fréttir

Dönsku fjölmiðlarnir sóttu fast að Guðmundi

Kaldhæðni örlaganna hefur hagað því þannig að framhaldslíf Dana á EM hangir á því að Guðmundi Guðmundssyni og strákunum okkar takist að leggja Ungverja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×