Handbolti

Strákarnir hans Kristjáns komnir í milliriðil þar sem þeir mæta Íslendingum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Svíarnir hans Kristjáns mæta Íslendingum í milliriðli II.
Svíarnir hans Kristjáns mæta Íslendingum í milliriðli II. vísir/epa

Kristján Andrésson stýrði Svíum til sigurs á Pólverjum, 26-28, í F-riðli Evrópumótsins í kvöld.

Sænska liðið er því komið í milliriðil II þar sem það mætir m.a. Íslandi. Svíar enduðu í 2. sæti F-riðils og fara stigalausir í milliriðil.

Kim Ekdahl du Rietz, Daniel Pattersson, Andreas Nilsson og Jim Gottfridsson skoruðu fimm mörk hver fyrir Svíþjóð í leiknum í kvöld.

Noregur sigraði Portúgal, 28-34, í úrslitaleik um efsta sætið í D-riðli. Norðmenn unnu alla sína leiki í riðlinum og fara með tvö stig í milliriðil II.

Allavega þrjár Norðurlandaþjóðir verða í milliriðli II og Danir gætu bæst í þann hóp annað kvöld. Í milliriðli II verða Noregur, Ísland, Slóvenía, Portúgal, Svíþjóð og annað hvort Danmörk eða Ungverjaland.

Þá tryggðu Tékkar sér sæti í milliriðli I með sigri á Úkraínumönnum, 19-23. Tékkland endaði í 2. sæti B-riðils með fjögur stig, tveimur stigum minna en Austurríki.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.