Viðskipti innlent

For­maður fé­lags mann­auðs­fólks tekur við starfi mann­auðs­stjóra RB

Atli Ísleifsson skrifar
Brynjar Már Brynjólfsson
Brynjar Már Brynjólfsson RB

Brynjar Már Brynjólfsson hefur hafið störf sem mannauðsstjóri Reiknistofu bankanna (RB).

Í tilkynningu frá RB segir að Brynjar hafi starfað hjá Origo frá árinu 2015, fyrst sem ráðgjafi á Viðskiptalausnasviði sem verkefnastjóri umbóta og svo sem mannauðsráðgjafi og staðgengill mannauðsstjóra.

„Helstu verkefni hans undanfarin ár hjá Origo hafa verið stjórnendaráðgjöf, umsjón með stefnumótun fyrirtækisins og verkefnastjórnun ýmissa verkefna þvert á svið fyrirtækisins.

Brynjar starfaði sem sérfræðingur í mannauðsmálum hjá Landsvirkjun frá 2013 - 2015 og sem sérfræðingur í fræðslumálum hjá Landsbankanum frá 2011 - 2013. Áður starfaði hann hjá Íslandsbanka, ýmist í fullu starfi eða hlutastarfi með námi árin 2001 – 2011, síðast sem lögfræðingur í Regluvörslu bankans. Þar hafði hann m.a. umsjón með aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og gjaldeyrisreglum Seðlabanka Íslands.

Brynjar lauk B.A. gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2006 og M.Sc. gráðu í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands árið 2009. Hann stundar nú MBA nám við Háskólann í Reykjavík. Brynjar hefur setið í stjórn Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi undanfarin þrjú ár og verið formaður félagsins undanfarin tvö ár,“ segir í tilkynningunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
2,51
21
428.353
SYN
2,38
9
90.240
HAGA
1,75
10
95.153
EIK
1,22
13
157.475
REITIR
1,17
17
254.889

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
-1,3
6
96.239
TM
-0,83
4
38.492
EIM
-0,78
9
100.273
ICESEA
-0,68
3
7.781
ICEAIR
-0,48
14
96.178
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.