Viðskipti innlent

For­maður fé­lags mann­auðs­fólks tekur við starfi mann­auðs­stjóra RB

Atli Ísleifsson skrifar
Brynjar Már Brynjólfsson
Brynjar Már Brynjólfsson RB

Brynjar Már Brynjólfsson hefur hafið störf sem mannauðsstjóri Reiknistofu bankanna (RB).

Í tilkynningu frá RB segir að Brynjar hafi starfað hjá Origo frá árinu 2015, fyrst sem ráðgjafi á Viðskiptalausnasviði sem verkefnastjóri umbóta og svo sem mannauðsráðgjafi og staðgengill mannauðsstjóra.

„Helstu verkefni hans undanfarin ár hjá Origo hafa verið stjórnendaráðgjöf, umsjón með stefnumótun fyrirtækisins og verkefnastjórnun ýmissa verkefna þvert á svið fyrirtækisins.

Brynjar starfaði sem sérfræðingur í mannauðsmálum hjá Landsvirkjun frá 2013 - 2015 og sem sérfræðingur í fræðslumálum hjá Landsbankanum frá 2011 - 2013. Áður starfaði hann hjá Íslandsbanka, ýmist í fullu starfi eða hlutastarfi með námi árin 2001 – 2011, síðast sem lögfræðingur í Regluvörslu bankans. Þar hafði hann m.a. umsjón með aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og gjaldeyrisreglum Seðlabanka Íslands.

Brynjar lauk B.A. gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2006 og M.Sc. gráðu í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands árið 2009. Hann stundar nú MBA nám við Háskólann í Reykjavík. Brynjar hefur setið í stjórn Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi undanfarin þrjú ár og verið formaður félagsins undanfarin tvö ár,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×