Körfubolti

Emil: Við erum að verða betri og betri

Smári Jökull Jónsson í Mustad-höllinni skrifar
Emil Barja átti fínan leik fyrir Hauka í Grindavík í kvöld.
Emil Barja átti fínan leik fyrir Hauka í Grindavík í kvöld. vísir/bára

„Þetta var erfitt og ég er ekki alveg nógu sáttur með okkar leik á köflum. Við byrjuðum mjög vel og hefðum þurft að nýta stóru strákana inni í teig ennþá meira,“ sagði Emil Barja leikmaður Hauka eftir sigurinn í Grindavík í Dominos-deildinni í kvöld.Í þriðja leikhluta gerðu Grindvíkingar atlögu að Haukunum og náðu muninum mest niður í þrjú stig auk þess að fá tvö opin skot til að jafna metin undir lok leikhlutans og í upphafi fjórða leikhluta.„Við vorum of mikið að spila eins og við ætluðum að halda forystunni í stað þess að byggja meira upp. Það er það sem ég er ekki sáttur með. Við vorum með leikinn frá byrjun og svo ætluðum við bara að halda þeim í 10-15 stigum,“ sagði Emil.Haukarnir lentu í töluverðum villuvandræðum og meðal annars var Flenard Whitfield kominn með þrjár villur í fyrsta leikhluta og fjórar villur snemma í síðari hálfleik.„Það var dæmt svipað af villum báðum megin en svolítið litlar villur. Maður hefur spilað leiki þar sem er dæmt mikið og spilað þar sem er dæmt lítið. Maður verður bara að aðlagast.“Með sigrinum jöfnuðu Haukarnir KR og Njarðvík að stigum í 4.-6.sæti deildarinnar en KR-ingar hafa leikið einum leik minna.„Markmiðið er að ná í topp fjóra. Við erum að verða betri og betri, sérstaklega varnarlega og mér fannst vörnin mjög góð í leiknum. Heilt yfir var hún góð og það er það sem við höfum verið að leggja áherslu á og byggja upp.“
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.