Enski boltinn

Kane gæti misst af EM í sumar

Anton Ingi Leifsson skrifar

Harry Kane gæti misst af Evrópumótinu næsta sumar ef marka má Jose Mourinho, stjóra Tottenham.

Kane gekkst undir aðgerð á læri á laugardaginn eftir að hafa tognað illa gegn Southampton á nýársdag.

Tottenham hafði reiknað að hann myndi byrja að æfa í apríl en Mourinho hefur verið reglulega spurður um nákvæma stöðu á enska fyrirliðanum.

„Fréttirnar eru engar um Harry og ef þið spyrjið mig í hvert skipti sem ég kem hingað þá verður svarið það sama,“ sagði Mourinho.„Við reiknum með að hann verði út þangað til, ég veit ekki, miðjan apríl, maí, næsta tímabil. Ég veit ekki.“

„Ég hef engar nýjar fréttir af Harry.“

Kane hefur verið lykilmaður enska landsliðsins og væri það högg fyrir Gareth Southgate og lærisveina hans verði hann ekki með í sumar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.