Enski boltinn

Kane missir af leikjunum gegn Liverpool og Man. City

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kane meiddist gegn Southampton á nýársdag.
Kane meiddist gegn Southampton á nýársdag. vísir/getty

Harry Kane verður frá næstu 4-6 vikurnar vegna meiðsla. Hann missir m.a. af leikjum Tottenham við Liverpool og Manchester City.

Kane meiddist aftan í læri þegar Tottenham tapaði fyrir Southampton, 1-0, í ensku úrvalsdeildinni á nýársdag.

Ljóst er að Kane missir af leikjum gegn Liverpool og Manchester City. Hann gæti einnig misst af fyrri leik Tottenham og RB Leipzig í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Kane hefur skorað 17 mörk í 25 leikjum í öllum keppnum á tímabilinu.

Tottenham vann aðeins einn leik af fjórum yfir hátíðarnar. Liðið er í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Næsti leikur Tottenham er gegn Middlesbrough í 3. umferð ensku bikarkeppninnar á sunnudaginn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×