Handbolti

Óli Guðmunds: Portúgalir eru hættulegir úr öllum stöðum

Henry Birgir Gunnarsson í Malmö skrifar
Ólafur Andrés Guðmundsson.
Ólafur Andrés Guðmundsson.

Skyttan Ólafur Andrés Guðmundsson átti flotta innkomu í lið Íslands gegn Slóveníu. Skoraði góð mörk og stóð vaktina vel í vörninni.

„Við erum að vinna í því að hrista þetta tap af okkur. Það er alltaf slæmt að tapa og það svíður aðeins,“ segir Ólafur Andrés en fókusinn er kominn á Portúgalana sem bíða snemma dags á morgun.

„Portúgal hefur verið að sýna bæði í félagsliðabolta og landsliðinu að þeir eru góðir. Það er mikið af frábærum leikmönnum í þessu liði og þeir hafa sótt frábær úrslit með því að vinna Frakka og Svía.“

Síðustu leikir hafa verið sveiflukenndir hjá íslenska liðinu og Ólafur veit að áskorun morgundagsins er stór.

„Það er víðast hvar þar sem við þurfum að finna lausnir. Stærsta áskorunin hjá okkur verður að leysa það er þeir spila sjö á móti sex. Það sem gerir þá mjög hættulega er að þeir eru hættulegir úr öllum stöðum. Þeir útfæra þetta vel og gera fá mistök. Við þurfum að láta þá gera mistök og keyra á þá. Þeir hafa ekki klikkað þarna enn þá.“

Klippa: Óli Guðmunds er klár í Portúgalana

Tengdar fréttir

Uppgjör Henrys: Súrt tap gegn Slóvenum

Eftir að hafa flogið hátt í upphafi EM hafa strákarnir okkar misst flugið og töpuðu sínum öðrum leik í röð í kvöld. Nú gegn Slóveníu, 30-27. Ólympíudraumurinn verður því fjarlægari.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.