Handbolti

Svona var blaða­manna­fundur lands­liðsins fyrir leikinn gegn Portúgal

Anton Ingi Leifsson skrifar

HSÍ var með blaðamannafund í hádeginu fyrir leik íslenska landsliðsins í handbolta gegn Portúgal á morgun.

Leikurinn er annar leikur Íslands í milliriðlinum en liðið tapaði fyrir Slóveníu í gær.

Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari og þeir Aron Pálmarsson, Viktor Gísli Hallgrímsson og Ólafur Guðmundsson sátu fyrir svörum á fundinum.

Guðmundur sagði að leikurinn í gær hafi verið erfiður og byrjunin tekið sinn toll. Hann hrósaði þó karakternum í leik sinna manna.

Hann segir að jákvæð teikn hafi verið á lofti og segir að andstæðingurinn hafi einfaldlega verið feikilega sterkur.

Viðbrögð Guðmundar við leiknum á morgun sem og leikmannanna þriggja má sjá í spilaranum hér að ofan.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.