Handbolti

Svona var blaða­manna­fundur lands­liðsins fyrir leikinn gegn Portúgal

Anton Ingi Leifsson skrifar

HSÍ var með blaðamannafund í hádeginu fyrir leik íslenska landsliðsins í handbolta gegn Portúgal á morgun.

Leikurinn er annar leikur Íslands í milliriðlinum en liðið tapaði fyrir Slóveníu í gær.

Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari og þeir Aron Pálmarsson, Viktor Gísli Hallgrímsson og Ólafur Guðmundsson sátu fyrir svörum á fundinum.

Guðmundur sagði að leikurinn í gær hafi verið erfiður og byrjunin tekið sinn toll. Hann hrósaði þó karakternum í leik sinna manna.

Hann segir að jákvæð teikn hafi verið á lofti og segir að andstæðingurinn hafi einfaldlega verið feikilega sterkur.

Viðbrögð Guðmundar við leiknum á morgun sem og leikmannanna þriggja má sjá í spilaranum hér að ofan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.