Gæti Ísland orðið að paradís fyrir fjarvinnufólk? Sarah Pike skrifar 14. ágúst 2020 13:30 Flestir þeirra ferðamanna sem heimsóttu Ísland á síðasta ári komu frá Bandaríkjunum, og skv. könnun Icelandair frá því í vor hafa Bandaríkjamenn enn áhuga á að heimsækja Ísland í framtíðinni. Ég er einn þessara Bandaríkjamanna. Mig langar hins vegar ekki lengur að vera bara ferðamaður; ég vona að einn góðan veðurdag muni ég geta búið á Íslandi til frambúðar. Ég heimsæki Ísland reglulega (u.þ.b. þrisvar eða fjórum sinnum á ári). Þegar öruggt verður að ferðast á nýjan leik verð ég aftur mætt, með fartölvuna svo ég geti unnið vinnu mína hjá bandarísku fyrirtæki í fjarvinnu og jafnframt notið íslenskrar náttúru á ný. Ég vildi aðeins óska að ég gæti dvalið þar lengur, og bind við það miklar vonir að það verði hægt einn daginn. Kveikjan að þessari nýju von var nýleg frétt af orðum Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, um að vel komi til greina að skoða það alvarlega að gera erlendum ríkisborgurum sem vinna fyrir erlend fyrirtæki kleift að búa á Íslandi og sinna þaðan vinnu sinni sem fjarvinnu. Hún stakk jafnvel upp á því að ráðstafa fé til þess að koma Íslandi á framfæri erlendis sem landi sem henti vel til fjarvinnu. Rithöfundurinn Andri Snær Magnason hefur nýlega viðrað svipaðar hugmyndir. Hann segir: „Þetta gæti orðið afar áhugaverður veruleiki og eflaust yrðu til óteljandi óvænt tengsl, sambönd og tækifæri sem væru langtum mikilvægari en að streitast við að halda í gamla módelið.“ Gæti ekki hlotist af því mikill ávinningur fyrir Ísland að hvetja útlendinga til þess að dvelja hér nógu lengi til að þeir leggi sitt af mörkum til samfélagsins? Frétt af bandaríska forstjóranum Kevin Laws, sem starfar með sprotafyrirtækjum í frumkvöðlasetri á Íslandi, veitir jafnframt innsýn í mögulega kosti þess að auðvelda erlendum ríkisborgurum sem vinna fyrir erlend fyrirtæki að sinna samstarfi og nýsköpun með íslenskum aðilum. Kevin minnist í fréttinni á það að hann geti sinnt vinnu sinni hvaðan sem er svo lengi sem hann hafi aðgang að nettengingu. Kevin er ekki sá eini í þessari stöðu. Ört vaxandi hópur einstaklinga er í sömu stöðu og hann hvað varðar vinnu sína og getur unnið hvaðan sem hægt er að tengjast netinu. Þónokkur stór tæknifyrirtæki (Twitter, Facebook, Slack o.s.frv.) hafa sagst munu leyfa starfsfólki sínu að vinna heimanfrá til lengri tíma, jafnvel þegar faraldurinn verður yfirstaðinn. Ný könnun meðal leiðtoga í tölvutækni á ýmsum sviðum atvinnulífsins leiddi í ljós að yfir tveir þriðju fyrirtækja eiga von á að notast við fjarvinnuúrræði sín til lengri tíma. Það er án efa til staðar fjölmennur hópur útlendinga sem gæti séð fyrir sér fjárhagslega með vinnu erlendis og skilað á sama tíma sínu til íslensks samfélags þannig að allir njóti góðs af. Það að koma Íslandi á framfæri sem fjarvinnulandi hefði í för með sér fjölmörg tækifæri til menningarlegs samstarfs, sem opnar ýmsar dyr á sviðum nýsköpunar og hagvaxtar. Sjálf vonast ég til þess að geta á endanum unnið fyrir bandarískan vinnuveitanda minn en haft fasta búsetu á Íslandi. Jafnframt vonast ég til þess að öðlast fullt vald á íslenskunni (ég hef verið að læra hana í tvö ár) og láta gott af mér leiða í samfélaginu með því að bjóða góðgerðarsamtökum endurgjaldslaust vinnu mína á sviði markaðssetningar (sem ég starfa við). Að faraldrinum loknum vil ég hvetja til nánari skoðunar á þessum möguleika, og þakka Þórdísi Kolbrúnu fyrir að vekja máls á þessari mögulegu tilhögun. Höfundur er Bandaríkjamaður sem býr í Salt Lake City í Bandaríkjunum en heimsækir Ísland reglulega. Þóra Ingvarsdóttir íslenskaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tækni Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Flestir þeirra ferðamanna sem heimsóttu Ísland á síðasta ári komu frá Bandaríkjunum, og skv. könnun Icelandair frá því í vor hafa Bandaríkjamenn enn áhuga á að heimsækja Ísland í framtíðinni. Ég er einn þessara Bandaríkjamanna. Mig langar hins vegar ekki lengur að vera bara ferðamaður; ég vona að einn góðan veðurdag muni ég geta búið á Íslandi til frambúðar. Ég heimsæki Ísland reglulega (u.þ.b. þrisvar eða fjórum sinnum á ári). Þegar öruggt verður að ferðast á nýjan leik verð ég aftur mætt, með fartölvuna svo ég geti unnið vinnu mína hjá bandarísku fyrirtæki í fjarvinnu og jafnframt notið íslenskrar náttúru á ný. Ég vildi aðeins óska að ég gæti dvalið þar lengur, og bind við það miklar vonir að það verði hægt einn daginn. Kveikjan að þessari nýju von var nýleg frétt af orðum Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, um að vel komi til greina að skoða það alvarlega að gera erlendum ríkisborgurum sem vinna fyrir erlend fyrirtæki kleift að búa á Íslandi og sinna þaðan vinnu sinni sem fjarvinnu. Hún stakk jafnvel upp á því að ráðstafa fé til þess að koma Íslandi á framfæri erlendis sem landi sem henti vel til fjarvinnu. Rithöfundurinn Andri Snær Magnason hefur nýlega viðrað svipaðar hugmyndir. Hann segir: „Þetta gæti orðið afar áhugaverður veruleiki og eflaust yrðu til óteljandi óvænt tengsl, sambönd og tækifæri sem væru langtum mikilvægari en að streitast við að halda í gamla módelið.“ Gæti ekki hlotist af því mikill ávinningur fyrir Ísland að hvetja útlendinga til þess að dvelja hér nógu lengi til að þeir leggi sitt af mörkum til samfélagsins? Frétt af bandaríska forstjóranum Kevin Laws, sem starfar með sprotafyrirtækjum í frumkvöðlasetri á Íslandi, veitir jafnframt innsýn í mögulega kosti þess að auðvelda erlendum ríkisborgurum sem vinna fyrir erlend fyrirtæki að sinna samstarfi og nýsköpun með íslenskum aðilum. Kevin minnist í fréttinni á það að hann geti sinnt vinnu sinni hvaðan sem er svo lengi sem hann hafi aðgang að nettengingu. Kevin er ekki sá eini í þessari stöðu. Ört vaxandi hópur einstaklinga er í sömu stöðu og hann hvað varðar vinnu sína og getur unnið hvaðan sem hægt er að tengjast netinu. Þónokkur stór tæknifyrirtæki (Twitter, Facebook, Slack o.s.frv.) hafa sagst munu leyfa starfsfólki sínu að vinna heimanfrá til lengri tíma, jafnvel þegar faraldurinn verður yfirstaðinn. Ný könnun meðal leiðtoga í tölvutækni á ýmsum sviðum atvinnulífsins leiddi í ljós að yfir tveir þriðju fyrirtækja eiga von á að notast við fjarvinnuúrræði sín til lengri tíma. Það er án efa til staðar fjölmennur hópur útlendinga sem gæti séð fyrir sér fjárhagslega með vinnu erlendis og skilað á sama tíma sínu til íslensks samfélags þannig að allir njóti góðs af. Það að koma Íslandi á framfæri sem fjarvinnulandi hefði í för með sér fjölmörg tækifæri til menningarlegs samstarfs, sem opnar ýmsar dyr á sviðum nýsköpunar og hagvaxtar. Sjálf vonast ég til þess að geta á endanum unnið fyrir bandarískan vinnuveitanda minn en haft fasta búsetu á Íslandi. Jafnframt vonast ég til þess að öðlast fullt vald á íslenskunni (ég hef verið að læra hana í tvö ár) og láta gott af mér leiða í samfélaginu með því að bjóða góðgerðarsamtökum endurgjaldslaust vinnu mína á sviði markaðssetningar (sem ég starfa við). Að faraldrinum loknum vil ég hvetja til nánari skoðunar á þessum möguleika, og þakka Þórdísi Kolbrúnu fyrir að vekja máls á þessari mögulegu tilhögun. Höfundur er Bandaríkjamaður sem býr í Salt Lake City í Bandaríkjunum en heimsækir Ísland reglulega. Þóra Ingvarsdóttir íslenskaði.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun