Körfubolti

Dallas fatast flugið og Hard­en enn og aftur yfir 30 stigin | Mynd­bönd

Anton Ingi Leifsson skrifar
Harden smellir niður þristi í gær.
Harden smellir niður þristi í gær. vísir/getty

James Harden heldur áfram að fara á kostum í NBA-deildinni í körfubolta og Dallas tapaði öðrum leiknum í röð í nótt.

Harden spilaði lykilhlutverk er Houston stöðvaði sigurgöngu Denver á heimavelli en heimamenn unnu öruggan 26 stiga sigur, 130-104.

Harden skoraði 35 stig, tók sex fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Russel Westbrook bætti við 28 stigum fyrir Houston sem er í toppi suðvestur deildarinnar.





Dallas tapaði öðrum leiknum í röð er liðið tapaði með 101-106 fyrir Oklahoma á heimavelli.

Einu sinni sem oftar var Luka Doncic stigahæstur hjá Dallas en hann gerði sér lítið fyrir og skoraði 35 stig.

Öll úrslit næturinnar:

Philadelphia - Indiana 97-115

Boston - Charlotte 109-92

LA Clippers - Sacramento 105-87

Denver - Houston 104-130

Golden State - San Antonio 113-117 (eftir framlengingu)

Cleveland - Toronto 97-117

Dallas - Oklahoma 101-106

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×