Körfubolti

„Líður eins og að fé­lögin líti á þetta sem síðasta Ís­lands­mótið“

Arnar Björnsson skrifar

Fram að áramótum gaf Körfuknattleikssambandið út 84 keppnisleyfi til erlendra leikmanna, 35 í Dómínósdeild karla, 26 í 1. deild og 21 í Dómínósdeild kvenna.

Samkvæmt heimildum frá KKÍ í dag bíða 14 leyfi eftir afgreiðslu, um helmingurinn fyrir Dómínósdeild karla.  

Frá áramótum og fram til 31. janúar geta félögin bætt í leikmannahópinn. Einn bandarískur leikmaður má vera inná vellinum í einu en ótakmarkaður fjöldi evrópskra leikmanna, svonefndra Bosman-leikmanna.  

25 slíkir spila í deildinni og 13 Bandaríkjamenn. Öruggt má telja að þeim fjölgi áður en félagaskiptaglugginn lokar.

„Ég held að keppnisskapið sé að taka yfir hjá félögunum. Það á að selja sig dýrt að ná í titilinn,“ sagði Benedikt Guðmundsson, landsliðsþjálfari kvenna og þjálfari KR í Dominos-deild kvenna.

„Mér líður eins og að félögin líti á þetta sem síðasta Íslandsmótið. Það er bara nú eða ekki.“

Fá yngri íslenskir leikmenn þá færri tækifæri?

„Ég hej aldrei haft neitt á móti erlendum leikmönnum í Dominos-deildunum eða hvað sem þetta er. Mér finnst passlegt að félögin séu með tvo til þrjá erlenda leikmenn.“

„Í því systemi vorkenni ég ungu leikmönnunum ekkert því þeir þurfa bara að æfa og standa sig til þess að fá að spila.“

„Ef að þetta eru orðnir fjórir eða fimm, með erlendum bílum á íslenskum númerum þá er þetta orðið svolítið erfitt.“

Innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×