Körfubolti

Friðrik Ingi: Þór Þorlákshöfn er ekki þekkt fyrir að leggjast niður og láta valta yfir sig

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Friðrik Ingi í leik Þórs í vetur.
Friðrik Ingi í leik Þórs í vetur. Vísir/Bára

Friðrik Ingi Rúnarsson var ekki á allt sáttur eftir 14 stiga tap sinna manna í Þór Þorlákshöfn gegn Stjörnunni í Mathús Garðabæjar höllinni í kvöld. Lokatölur 84-70 Stjörnunni í vil en á tímabili leit út fyrir að sigurinn yrði mun stærri.

„Aðeins blönduð, ég var ánægður með kraftinn og viljann að mestu leyti í leiknum. Varnarleikurinn hálfum velli var mjög góður í fyrri hálfleik en það sem skilur á milli eru fráköstin og hraðaupphlaupskörfur Stjörnunnar,“ sagði Friðrik Ingi um sín fyrstu viðbrögð eftir leik kvöldsins. 

„Mér fannst ungu leikmennirnir sem komu inn af bekknum tilbúnir að gera sitt besta og láta finna fyrir sér, sem þeir gerðu. Það er kannski ekki okkar stíll, höfum frekar verið að vandræðast með það að í vetur að þegar við höfum verið að leiða í leikjum höfum við átt í erfiðleikum,“ sagði Friðrik um baráttuhug sinna manna sem lögðu ekki árar í bát þó þeir væru lentu 20 stigum undir í fjórða leikhluta.

„Þór Þorlákshöfn er ekki þekkt fyrir það að leggjast niður og láta valta yfir sig. Það er töggur í þessum strákum og ég er ánægður með að við skyldum reyna alveg fram í lokin. Munurinn var því miður orðinn aðeins of mikill,“ sagði hann að lokum.

Stjarnan er sem fyrr á toppi Dominos deildarinnar en Þór Þorlákshöfn er í 8. sæti deildarinnar sem stendur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×