Körfubolti

Pavel náði ekki metinu en jafnaði aftur við þá Jón Kr. Gíslason og Pál Kolbeins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pavel Ermolinskij spilaði félaga sína uppi í gær.
Pavel Ermolinskij spilaði félaga sína uppi í gær. Vísir/Vilhelm

Pavel Ermolinskij var nálægt því að komast í sögubækurnar þegar hann gaf 17 stoðsendingar á félaga sína í Valsliðinu í sigri á Fjölni í Domino´s deild karla í körfubolta í gær.

Pavel var reyndar einni stoðsendingu frá því að jafna metið yfir flestar stoðsendingar í einum leik í deildarkeppni en hann jafnaði stoðsendingamet Íslendings í deildarkeppni. Það met átti hann sjálfur fyrir ásamt tveimur öðrum.

Jón Kr. Gíslason gaf 17 stoðsendingar í leik með Keflavík á móti Val 22. október 1991 og Páll Kolbeinsson gaf líka 17 stoðsendingar í leik með KR á móti Njarðvík 8. mars 1992.  Pavel var að ná því að gefa 17 stoðsendingar í annað skiptið í deildarleik. Hann gaf einnig 17 stoðsendingar í leik KR og Grindavíkur 6. nóvember 2014.

Jón Arnar Ingvarsson gaf mest 16 stoðsendingar í leik Hauka og Snæfells í Stykkishólmi 2. desember 1994, Matthías Orri Sigurðarson gaf einnig 16 stoðsendingar fyrir ÍR á móti Þór Þorl. 16. mars 2014 og Björgvin Hafþór Ríkharðsson gaf 16 stoðsendingar í leik með Skallagrím á móti Keflavík 15. nóvember 2018.

David Edwards á því enn metið yfir flestar stoðsendingar í úrvalsdeild karla. Hann gaf 18 stoðsendingar í leik KR og ÍR 8. desember 1996. Það var næstsíðasti leikur hans með KR-liðinu því hann yfirgaf félagið um áramótin.

Pavel hefur gerið 18 stoðsendingar í leik í úrslitakeppni þar sem hann deilir metinu. NateBrown gaf einnig 18 stoðsendingar í leik en Brown var með 18 stoðsendingar fyrir ÍR á móti Keflavík í undanúrslitum 9. apríl 2008.

Pavel bætti hins vegar félagsmet Valsmanna sem var áður í eigu WarrenPeebles. WarrenPeebles gaf 16 stoðsendingar í leik með Val á móti ÍA 29. janúar 1998. Nú er Pavel sá Valsmaður sem hefur gefið flestar stoðsendingar í einum leik í deildarkeppni úrvalsdeildar karla.

Valsmenn skoruðu alls 45 stig í leiknum í gær eftir stoðsendingar frá Pavel en hann átti meðal annars ellefu stoðsendingar fyrir þriggja stiga körfur félaga sinna.

17 stoðsendingar PavelErmolinskij:

6 - Austin Magnus Bracey

4 - Frank Aron Booker

2 - Philip B. Alawoya

2 - Illugi Auðunsson

2 - Illugi Steingrímsson

1 - Benedikt Blöndal

Skiluðu samtals 45 stigum




Fleiri fréttir

Sjá meira


×