Handbolti

Sportpakkinn: Vængbrotnir KR-ingar unnu Grindvíkinga í framlengingu

Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar
Brynjar Þór Björnsson var stigahæstur KR-inga með 22 stig.
Brynjar Þór Björnsson var stigahæstur KR-inga með 22 stig. vísir/bára

Fimm leikir voru spilaðir í 12.umferð Dominos deildar karla í körfubolta í gær. Stórleikur umferðarinnar er í kvöld þegar Keflavík tekur á móti Tindastóli í lokaleik umferðarinnar.

Háspennuleikur varð í Grindavík þegar heimamenn tóku á móti Íslandsmeisturum KR. Gestirnir byrjuðu betur og leiddi í hálfleik 46-42. KR bætti í forystuna og komst mest í 15 stiga forystu en Grindavík tókst að laga stöðuna áður en þriðja leikhluta lauk og munurinn þá aðeins þrjú stig, 63-66. Fjórði leikhlutinn var kaflaskiptur og eftir spennandi loka mínútur var staðan 79-79 og því þurfti framlengingu til að knýja fram úrslit. KR vann að lokum þriggja stiga sigur, 91-94.

Í Garðabæ tók topplið Stjörnunnar á móti Þór Þorlákshöfn og voru það gestirnir sem leiddu í hálfleik með einu stigi, 35-34. Stjörnumenn tóku leikinn hins vegar yfir í síðari hálfleik og leiddu þegar mest lét með 22 stigum og fögnuðu að lokum 14 stiga sigri, 84-70.

Og á Akureyri tók botnlið Þórs á móti Haukum. Jafnræði var með liðunum í kaflaskiptum fyrri hálfleik en heimamenn leiddu að honum loknum 46-43. Þórsarar höfðu fín tök á leiknum í síðari hálfleik og unnu að lokum þriggja stiga sigur, 92-89, en Haukar fengu tvö tækifæri til að jafna leikinn í lokasókninni en mistókst það.

Mikilvæg stig voru í boði á Hlíðarenda þar sem Valur og Fjölnir mættust í botnslag. Valsmenn mættu tilbúnari til leiks og voru 15 stigum yfir snemma leiks, 19-4. Leikurinn varð spennandi undir lok þriðja leikhluta þegar Fjölnir jafnaði leikinn, 71-71, en þeir sáu svo ekki til sólar í fjórða leikhluta og settu aðeins niður 4 stig til viðbótar. Valur fangaði 17 stiga sigri, 92-75.

Þá vann Njarðvík sinn sjöunda leik í röð í gær þegar liðið lagði ÍR að velli. ÍR hélt í við Njarðvíkinga framan af og munurinn aðeins 3 stig að fyrsta leikhluta loknum en lengra komust ÍR-ingar ekki. Njarðvík hélt áfram og leiddi með 11 stigum í hálfleik og unnu að lokum 24 stiga sigur 88-64.

Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Sportpakkinn: KR vann í spennuleik

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×