Óskarsverðlaunin í ár án kynnis líkt og í fyrra Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. janúar 2020 22:19 Hátíðin fer fram 9. febrúar næstkomandi. Vísir/Getty Óskarsverðlaunahátíð ársins 2020 verður án hefðbundins kynnis, líkt og á síðasta ári. Hátíðin fer fram 9. febrúar næstkomandi. Karey Burke, forseti ABC-afþreyingarsamsteypunnar, staðfesti þetta, að því er fram kemur í fréttaflutningi Guardian. Margir höfðu þegar spáð því að enginn opinber kynnir yrði á hátíðinni, þar sem ekki væri búið að tilkynna um slíkan rúmum mánuði áður en hátíðin fer fram. Ástæður þess að enginn fastur kynnir hélt utan um hátíðina í fyrra voru þær að leikarinn Kevin Hart, sem átti upprunalega að kynna hátíðina, sagði sig frá hátíðinni eftir að gömul tíst frá honum komu upp á yfirborðið, en tístin innihéldu niðrandi ummæli í garð samkynhneigðra. Hart kaus í fyrstu að biðjast ekki afsökunar á tístunum, en viðbrögðin sem fylgdu í kjölfarið urðu til þess að hann sá sig knúinn til að stíga til hliðar. Þess í stað einvalalið leikara fengið til þess að kynna einstök verðlaun, auk þess sem hin goðsagnakennda hljómsveit Queen steig á stokk. Sú ákvörðun ABC að hafa ekki einn stakan kynni í fyrra virðist hafa borið einhvern árangur, en um 30 milljónir fylgdust með hátíðinni, eða 11 prósentum meira en árið á undan. Tilnefningar til Óskarsverðlaunanna, sem af mörgum eru talin virtustu kvikmyndaverðlaun heims, verða kynntar 13. janúar næstkomandi. Þar ætla margir að kvikmyndirnar TheIrishman, MarriageStory, Parasite og Once Upon a Time in Hollywood verði fyrirferðarmiklar. Bandaríkin Bíó og sjónvarp Óskarinn Mest lesið Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Lífið Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Lífið Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Lífið samstarf Scary Movie-stjarna látin Lífið Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Óskarsverðlaunahátíð ársins 2020 verður án hefðbundins kynnis, líkt og á síðasta ári. Hátíðin fer fram 9. febrúar næstkomandi. Karey Burke, forseti ABC-afþreyingarsamsteypunnar, staðfesti þetta, að því er fram kemur í fréttaflutningi Guardian. Margir höfðu þegar spáð því að enginn opinber kynnir yrði á hátíðinni, þar sem ekki væri búið að tilkynna um slíkan rúmum mánuði áður en hátíðin fer fram. Ástæður þess að enginn fastur kynnir hélt utan um hátíðina í fyrra voru þær að leikarinn Kevin Hart, sem átti upprunalega að kynna hátíðina, sagði sig frá hátíðinni eftir að gömul tíst frá honum komu upp á yfirborðið, en tístin innihéldu niðrandi ummæli í garð samkynhneigðra. Hart kaus í fyrstu að biðjast ekki afsökunar á tístunum, en viðbrögðin sem fylgdu í kjölfarið urðu til þess að hann sá sig knúinn til að stíga til hliðar. Þess í stað einvalalið leikara fengið til þess að kynna einstök verðlaun, auk þess sem hin goðsagnakennda hljómsveit Queen steig á stokk. Sú ákvörðun ABC að hafa ekki einn stakan kynni í fyrra virðist hafa borið einhvern árangur, en um 30 milljónir fylgdust með hátíðinni, eða 11 prósentum meira en árið á undan. Tilnefningar til Óskarsverðlaunanna, sem af mörgum eru talin virtustu kvikmyndaverðlaun heims, verða kynntar 13. janúar næstkomandi. Þar ætla margir að kvikmyndirnar TheIrishman, MarriageStory, Parasite og Once Upon a Time in Hollywood verði fyrirferðarmiklar.
Bandaríkin Bíó og sjónvarp Óskarinn Mest lesið Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Lífið Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Lífið Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Lífið samstarf Scary Movie-stjarna látin Lífið Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira