Körfubolti

Aftur var Lillard magnaður og línurnar skýrast í Vestur­deildinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Damian Lillard.
Damian Lillard. Vísir/Getty

Damian Lillard var magnaður í nótt er hann skoraði 51 stig þegar Portland Trail Blazers vann þriggja stiga sigur á Philadelphia 76ers, 124-121.

Lillard hefur verið frábær í síðustu leikjum í Disney World, þar sem NBA-deildin klárast, en hann dró lið sitt í land í nótt og rúmlega það.

Sacramento Kings og New Orleans Pelicans misstu af tækifærinu í nótt til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Sacramento tapaði fyrir Houston og Pelicans tapaði fyrir San Antonio.

Síðasta sætið í vesturdeildinni, sem mun gefa þáttökurétt í úrslitakeppninni, mun þar af leiðandi falla í skaut Phoenix, Portland, San Antonio eða Memphis.

Úrslit næturinnar:

Washington - Oklahoma 103-121

Memphis - Toronto 99-108

San Antonio - New Orleans 122-113

Orlando - Boston 119-122

Philadephia - Portland 121-124

Houston - Sacramento 129-112

Brooklyn - LA Clippers 129-120

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.