Körfubolti

Celtics fyrsta liðið til að vinna Toronto í Orlando

Ísak Hallmundarson skrifar
Celtics með góðan sigur í gær.
Celtics með góðan sigur í gær. getty/Ashley Landis-Pool

Sex leikir fóru fram í NBA í gærkvöldi og nótt. Leikið er í Disneylandi í Orlando.

Boston Celtics sigraði Toronto Raptors sannfærandi 122-100 þar sem Jaylen Brown var stigahæstur með 20 stig. Jayson Tatum skoraði 18 stig, Jaylen Brown 17 stig og Brad Wanamaker bætti við 15 stigum af bekknum fyrir Celtics. Fred VanVleet var atkvæðamestur hjá Raptors með 13 stig. 

New Orleans Pelicans sigraði Wahington Wizards 118-107. Jrue Holiday var stigahæstur með 28 stig í liði Pelíkanana. 

Þá vann Philadelphia 76ers sinn þriðja leik í röð þegar liðið mætti Orlando Magic. Tobias Harris og Joel Embiid skoruðu 23 stig hver.

Öll úrslit næturinnar:

Orlando 101-108 Philadelphia

Washington 107-118 New Orleans

Boston 122-100 Toronto

Sacramento 106-119 Brooklyn

Oklahoma City 92-121 Memphis

Utah 111-119 San Antonio

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×