Átta leikir fóru fram í NBA-körfuboltanum í nótt. LA Lakers tapaði öðrum leiknum í röð og Damian Lillard var í banastuði gegn Denver.
LA Lakers hafði nú þegar tryggt sér toppsæti Vesturdeildarinnar en þeir töpuðu 113-97 gegn Houston í nótt.
@JHarden13 fills the stat sheet to lead the @HoustonRockets to victory! #WholeNewGame
— NBA (@NBA) August 7, 2020
39 PTS | 8 REB | 12 AST | 3 STL | 5 3PM pic.twitter.com/sPeSDEeiG2
Ein helsta ástæðan fyrir tapinu var mögnuð frammistaða James Harden. Hann gerði 39 stig, tók átta fráköst og gaf tólf stoðsendingar.
LeBron James horfði á leikinn frá varamannabekknum en hann var hvíldur í leiknum í nótt.
Damian Lillard gerði sér lítið fyrir og skoraði 45 stig er Portland vann tíu stiga sigur á Denver, 125-115.
Damian Lillard becomes the second player in NBA history to record 10+ threes and 10+ assists in a game! #SAPStatLineOfTheNight pic.twitter.com/qcNI8a11Mz
— NBA.com/Stats (@nbastats) August 7, 2020
Öll úrslit næturinnar:
New Orleans - Sacramento 125-140
Miami - Milwaukee 116-130
Indiana - Phoenix 99-114
LA Clippers - Dallas 126-111
Portland - Denver 125-115
LA Lakers - Houston 97-113
The @Bucks clinch the best record in the East. #WholeNewGame pic.twitter.com/Io0RqqN60y
— NBA (@NBA) August 7, 2020