Körfubolti

Njarðvík semur við tvo leikmenn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Montgomery í leik með Lee-háskóla.
Montgomery í leik með Lee-háskóla. Vísir/Njarðvík

Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur hefur samið við tvo erlenda leikmenn sem munu leika með liðinu í Domino´s deild karla í vetur. Þetta kemur fram á vef Njarðvíkinga.

Johannes Dolven er 24 ára gamall norskur landsliðsmaður. Hann er litlir 2.06 metrar á hæð og leikur eðli málsins samkvæmt í stöðu miðherja. Hann útskrifaðist úr Barry-háskóla í Bandaríkjunum síðasta vor. Þar var hann með 9,1 stig og 7,1 frákast að meðaltali í leik. 

Veturinn 2017 og fram á vor 2018 lék Dolven með Elvari Má Friðrikssyni í Barry-háskóla.

Ryan Montgomery er svo 22 ára gamall Bandaríkjamaður. Hann er 1.98 metrar á hæð og getur leikið báðar framherjastöðurnar. Montgomeru útskrifaðist úr Lee-háskóla í vor. Báðir skólarnir voru í sömu deild. 

Hann var með 18,1 stig að meðaltali í leik ásamt því að taka 5,9 fráköst.

Njarðvík heimsækir margfalda Íslandsmeistara KR heim í Vesturbæinn í fyrstu umferð Domino´s deildarinnar þann 10. október næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×