London, París, Þingeyri Guðmundur Kristján Jónsson skrifar 31. júlí 2020 13:42 Íslendingar hafa verið duglegri en nokkru sinni fyrr að ferðast um Ísland í sumar. Þetta bera tölur frá hótelum og tjaldsvæðum vítt og breitt um landið glögglega vitni. Í efnahagslegu samhengi hefur fámenn þjóð á ferðalagi ekki mikið að segja í samanburði við tvær milljónir erlendra gesta en ef til vill verður ávinningurinn annar. Ferðalög færa fólki gjarnan aukna víðsýni og gildir þá einu hvort ferðast er innan- eða utanlands. Á Íslandi hefur lengi tíðkast sá hvimleiði siður að tala um landsbyggðina í eintölu líkt hún sé einsleitt mengi. Það endurspeglar vitaskuld ekki veruleikann eins og hann er. Réttara er að tala um landsbyggðirnar í fleirtölu því sveitarfélögin vítt og breitt um landið eru jafn ólík og þau eru mörg. Eftir því sem fleiri ferðast um landið má leiða að því líkur að fleiri átti sig á mismunandi einkennum og styrkleikum ólíkra byggðalaga og sjái þannig landið í skýrara ljósi. „Úti á landi“ er innihaldslaus frasi sem gerir lítið annað en að steypa stærstum hluta landsins í sama mót. Það skaut því óneitanlega skökku við þegar félags- og barnamálaráðherra fór mikinn á dögunum í umræðu um staðsetningu opinberra starfa sem hann hyggst að eigin sögn ætla að flytja í auknum mæli „út á land“. Í kjölfarið spratt upp talsverð umræða um landsbyggðina, suðvesturhornið og höfuðborgarsvæðið sem ráðherranum tókst nokkuð listilega að stýra í þann farveg að um væri að ræða andstæð öfl í baráttu um sneið af köku sem væri við það klárast. Slík umræða gagnast auðvitað engum nema þeim sem vilja slá ódýrar pólitískar keilur og sundra samheldinni þjóð. Ásamt því að vinna bug á Covid 19 farsóttinni er stærsta verkefni stjórnvalda að snúa við halla ríkissjóðs til að tryggja áframhaldandi lífsgæði um land allt. Það verður ekki gert nema með stórauknum útflutningstekjum. Tækifærin í þeim efnum má finna víðsvegar um landið, en til að virkja þau þarf raunverulegt pólitískt þor í stað handahófskenndra keilukasta. Stærsta áskorunin er að hugsa nógu og stórt. Til að sýna gott fordæmi læt ég hér fylgja eina stóra en einfalda hugmynd sem tilvalið væri að hrinda í framkvæmd. Á Þingeyri í Dýrafirði er besta flugvallarstæði á Vestfjörðum. Líkt og margir aðrir flugvellir vítt og breitt um landið hefur hann verið vanræktur af eiganda sínum en með stórauknu fiskeldi og nýjum Dýrafjarðargöngum opnast ný tækifæri fyrir flugvöllinn. Með réttri uppbyggingu og tengingum við Keflavíkurflugvöll væri hægt að lenda fraktflugvélum á Þingeyrarvelli og gera þannig Þingeyri að alþjóðlegri flutningamiðstöð fyrir ferskt sjávarfang hvaðanæva á Vestfjörðum. Yfir sláturtíðina gæti fullrekjanlegt Vestfirskt fjallalamb einnig fylgt með. Virðisaukningin yrði mikil því ferskari vara gefur hærri verð og hærri verð skapa fleiri störf ráðherrum og öðrum Íslendingum til heilla. Sambærileg tækifæri má finna um allt land ef okkur sem þjóð auðnast að fanga styrkleika hverrar sveitar og hvers fjarðar í stað þess að skilgreina öll svæði utan höfuðborgarsvæðisins sem „úti á landi“. Höfundur er skipulagsfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Íslendingar hafa verið duglegri en nokkru sinni fyrr að ferðast um Ísland í sumar. Þetta bera tölur frá hótelum og tjaldsvæðum vítt og breitt um landið glögglega vitni. Í efnahagslegu samhengi hefur fámenn þjóð á ferðalagi ekki mikið að segja í samanburði við tvær milljónir erlendra gesta en ef til vill verður ávinningurinn annar. Ferðalög færa fólki gjarnan aukna víðsýni og gildir þá einu hvort ferðast er innan- eða utanlands. Á Íslandi hefur lengi tíðkast sá hvimleiði siður að tala um landsbyggðina í eintölu líkt hún sé einsleitt mengi. Það endurspeglar vitaskuld ekki veruleikann eins og hann er. Réttara er að tala um landsbyggðirnar í fleirtölu því sveitarfélögin vítt og breitt um landið eru jafn ólík og þau eru mörg. Eftir því sem fleiri ferðast um landið má leiða að því líkur að fleiri átti sig á mismunandi einkennum og styrkleikum ólíkra byggðalaga og sjái þannig landið í skýrara ljósi. „Úti á landi“ er innihaldslaus frasi sem gerir lítið annað en að steypa stærstum hluta landsins í sama mót. Það skaut því óneitanlega skökku við þegar félags- og barnamálaráðherra fór mikinn á dögunum í umræðu um staðsetningu opinberra starfa sem hann hyggst að eigin sögn ætla að flytja í auknum mæli „út á land“. Í kjölfarið spratt upp talsverð umræða um landsbyggðina, suðvesturhornið og höfuðborgarsvæðið sem ráðherranum tókst nokkuð listilega að stýra í þann farveg að um væri að ræða andstæð öfl í baráttu um sneið af köku sem væri við það klárast. Slík umræða gagnast auðvitað engum nema þeim sem vilja slá ódýrar pólitískar keilur og sundra samheldinni þjóð. Ásamt því að vinna bug á Covid 19 farsóttinni er stærsta verkefni stjórnvalda að snúa við halla ríkissjóðs til að tryggja áframhaldandi lífsgæði um land allt. Það verður ekki gert nema með stórauknum útflutningstekjum. Tækifærin í þeim efnum má finna víðsvegar um landið, en til að virkja þau þarf raunverulegt pólitískt þor í stað handahófskenndra keilukasta. Stærsta áskorunin er að hugsa nógu og stórt. Til að sýna gott fordæmi læt ég hér fylgja eina stóra en einfalda hugmynd sem tilvalið væri að hrinda í framkvæmd. Á Þingeyri í Dýrafirði er besta flugvallarstæði á Vestfjörðum. Líkt og margir aðrir flugvellir vítt og breitt um landið hefur hann verið vanræktur af eiganda sínum en með stórauknu fiskeldi og nýjum Dýrafjarðargöngum opnast ný tækifæri fyrir flugvöllinn. Með réttri uppbyggingu og tengingum við Keflavíkurflugvöll væri hægt að lenda fraktflugvélum á Þingeyrarvelli og gera þannig Þingeyri að alþjóðlegri flutningamiðstöð fyrir ferskt sjávarfang hvaðanæva á Vestfjörðum. Yfir sláturtíðina gæti fullrekjanlegt Vestfirskt fjallalamb einnig fylgt með. Virðisaukningin yrði mikil því ferskari vara gefur hærri verð og hærri verð skapa fleiri störf ráðherrum og öðrum Íslendingum til heilla. Sambærileg tækifæri má finna um allt land ef okkur sem þjóð auðnast að fanga styrkleika hverrar sveitar og hvers fjarðar í stað þess að skilgreina öll svæði utan höfuðborgarsvæðisins sem „úti á landi“. Höfundur er skipulagsfræðingur.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun