London, París, Þingeyri Guðmundur Kristján Jónsson skrifar 31. júlí 2020 13:42 Íslendingar hafa verið duglegri en nokkru sinni fyrr að ferðast um Ísland í sumar. Þetta bera tölur frá hótelum og tjaldsvæðum vítt og breitt um landið glögglega vitni. Í efnahagslegu samhengi hefur fámenn þjóð á ferðalagi ekki mikið að segja í samanburði við tvær milljónir erlendra gesta en ef til vill verður ávinningurinn annar. Ferðalög færa fólki gjarnan aukna víðsýni og gildir þá einu hvort ferðast er innan- eða utanlands. Á Íslandi hefur lengi tíðkast sá hvimleiði siður að tala um landsbyggðina í eintölu líkt hún sé einsleitt mengi. Það endurspeglar vitaskuld ekki veruleikann eins og hann er. Réttara er að tala um landsbyggðirnar í fleirtölu því sveitarfélögin vítt og breitt um landið eru jafn ólík og þau eru mörg. Eftir því sem fleiri ferðast um landið má leiða að því líkur að fleiri átti sig á mismunandi einkennum og styrkleikum ólíkra byggðalaga og sjái þannig landið í skýrara ljósi. „Úti á landi“ er innihaldslaus frasi sem gerir lítið annað en að steypa stærstum hluta landsins í sama mót. Það skaut því óneitanlega skökku við þegar félags- og barnamálaráðherra fór mikinn á dögunum í umræðu um staðsetningu opinberra starfa sem hann hyggst að eigin sögn ætla að flytja í auknum mæli „út á land“. Í kjölfarið spratt upp talsverð umræða um landsbyggðina, suðvesturhornið og höfuðborgarsvæðið sem ráðherranum tókst nokkuð listilega að stýra í þann farveg að um væri að ræða andstæð öfl í baráttu um sneið af köku sem væri við það klárast. Slík umræða gagnast auðvitað engum nema þeim sem vilja slá ódýrar pólitískar keilur og sundra samheldinni þjóð. Ásamt því að vinna bug á Covid 19 farsóttinni er stærsta verkefni stjórnvalda að snúa við halla ríkissjóðs til að tryggja áframhaldandi lífsgæði um land allt. Það verður ekki gert nema með stórauknum útflutningstekjum. Tækifærin í þeim efnum má finna víðsvegar um landið, en til að virkja þau þarf raunverulegt pólitískt þor í stað handahófskenndra keilukasta. Stærsta áskorunin er að hugsa nógu og stórt. Til að sýna gott fordæmi læt ég hér fylgja eina stóra en einfalda hugmynd sem tilvalið væri að hrinda í framkvæmd. Á Þingeyri í Dýrafirði er besta flugvallarstæði á Vestfjörðum. Líkt og margir aðrir flugvellir vítt og breitt um landið hefur hann verið vanræktur af eiganda sínum en með stórauknu fiskeldi og nýjum Dýrafjarðargöngum opnast ný tækifæri fyrir flugvöllinn. Með réttri uppbyggingu og tengingum við Keflavíkurflugvöll væri hægt að lenda fraktflugvélum á Þingeyrarvelli og gera þannig Þingeyri að alþjóðlegri flutningamiðstöð fyrir ferskt sjávarfang hvaðanæva á Vestfjörðum. Yfir sláturtíðina gæti fullrekjanlegt Vestfirskt fjallalamb einnig fylgt með. Virðisaukningin yrði mikil því ferskari vara gefur hærri verð og hærri verð skapa fleiri störf ráðherrum og öðrum Íslendingum til heilla. Sambærileg tækifæri má finna um allt land ef okkur sem þjóð auðnast að fanga styrkleika hverrar sveitar og hvers fjarðar í stað þess að skilgreina öll svæði utan höfuðborgarsvæðisins sem „úti á landi“. Höfundur er skipulagsfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Morðæðið á Gaza - Vitfirringin má ekki eyðileggja mennskuna Jón Baldvin Hannesson Skoðun Skoðun Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar hafa verið duglegri en nokkru sinni fyrr að ferðast um Ísland í sumar. Þetta bera tölur frá hótelum og tjaldsvæðum vítt og breitt um landið glögglega vitni. Í efnahagslegu samhengi hefur fámenn þjóð á ferðalagi ekki mikið að segja í samanburði við tvær milljónir erlendra gesta en ef til vill verður ávinningurinn annar. Ferðalög færa fólki gjarnan aukna víðsýni og gildir þá einu hvort ferðast er innan- eða utanlands. Á Íslandi hefur lengi tíðkast sá hvimleiði siður að tala um landsbyggðina í eintölu líkt hún sé einsleitt mengi. Það endurspeglar vitaskuld ekki veruleikann eins og hann er. Réttara er að tala um landsbyggðirnar í fleirtölu því sveitarfélögin vítt og breitt um landið eru jafn ólík og þau eru mörg. Eftir því sem fleiri ferðast um landið má leiða að því líkur að fleiri átti sig á mismunandi einkennum og styrkleikum ólíkra byggðalaga og sjái þannig landið í skýrara ljósi. „Úti á landi“ er innihaldslaus frasi sem gerir lítið annað en að steypa stærstum hluta landsins í sama mót. Það skaut því óneitanlega skökku við þegar félags- og barnamálaráðherra fór mikinn á dögunum í umræðu um staðsetningu opinberra starfa sem hann hyggst að eigin sögn ætla að flytja í auknum mæli „út á land“. Í kjölfarið spratt upp talsverð umræða um landsbyggðina, suðvesturhornið og höfuðborgarsvæðið sem ráðherranum tókst nokkuð listilega að stýra í þann farveg að um væri að ræða andstæð öfl í baráttu um sneið af köku sem væri við það klárast. Slík umræða gagnast auðvitað engum nema þeim sem vilja slá ódýrar pólitískar keilur og sundra samheldinni þjóð. Ásamt því að vinna bug á Covid 19 farsóttinni er stærsta verkefni stjórnvalda að snúa við halla ríkissjóðs til að tryggja áframhaldandi lífsgæði um land allt. Það verður ekki gert nema með stórauknum útflutningstekjum. Tækifærin í þeim efnum má finna víðsvegar um landið, en til að virkja þau þarf raunverulegt pólitískt þor í stað handahófskenndra keilukasta. Stærsta áskorunin er að hugsa nógu og stórt. Til að sýna gott fordæmi læt ég hér fylgja eina stóra en einfalda hugmynd sem tilvalið væri að hrinda í framkvæmd. Á Þingeyri í Dýrafirði er besta flugvallarstæði á Vestfjörðum. Líkt og margir aðrir flugvellir vítt og breitt um landið hefur hann verið vanræktur af eiganda sínum en með stórauknu fiskeldi og nýjum Dýrafjarðargöngum opnast ný tækifæri fyrir flugvöllinn. Með réttri uppbyggingu og tengingum við Keflavíkurflugvöll væri hægt að lenda fraktflugvélum á Þingeyrarvelli og gera þannig Þingeyri að alþjóðlegri flutningamiðstöð fyrir ferskt sjávarfang hvaðanæva á Vestfjörðum. Yfir sláturtíðina gæti fullrekjanlegt Vestfirskt fjallalamb einnig fylgt með. Virðisaukningin yrði mikil því ferskari vara gefur hærri verð og hærri verð skapa fleiri störf ráðherrum og öðrum Íslendingum til heilla. Sambærileg tækifæri má finna um allt land ef okkur sem þjóð auðnast að fanga styrkleika hverrar sveitar og hvers fjarðar í stað þess að skilgreina öll svæði utan höfuðborgarsvæðisins sem „úti á landi“. Höfundur er skipulagsfræðingur.
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar