London, París, Þingeyri Guðmundur Kristján Jónsson skrifar 31. júlí 2020 13:42 Íslendingar hafa verið duglegri en nokkru sinni fyrr að ferðast um Ísland í sumar. Þetta bera tölur frá hótelum og tjaldsvæðum vítt og breitt um landið glögglega vitni. Í efnahagslegu samhengi hefur fámenn þjóð á ferðalagi ekki mikið að segja í samanburði við tvær milljónir erlendra gesta en ef til vill verður ávinningurinn annar. Ferðalög færa fólki gjarnan aukna víðsýni og gildir þá einu hvort ferðast er innan- eða utanlands. Á Íslandi hefur lengi tíðkast sá hvimleiði siður að tala um landsbyggðina í eintölu líkt hún sé einsleitt mengi. Það endurspeglar vitaskuld ekki veruleikann eins og hann er. Réttara er að tala um landsbyggðirnar í fleirtölu því sveitarfélögin vítt og breitt um landið eru jafn ólík og þau eru mörg. Eftir því sem fleiri ferðast um landið má leiða að því líkur að fleiri átti sig á mismunandi einkennum og styrkleikum ólíkra byggðalaga og sjái þannig landið í skýrara ljósi. „Úti á landi“ er innihaldslaus frasi sem gerir lítið annað en að steypa stærstum hluta landsins í sama mót. Það skaut því óneitanlega skökku við þegar félags- og barnamálaráðherra fór mikinn á dögunum í umræðu um staðsetningu opinberra starfa sem hann hyggst að eigin sögn ætla að flytja í auknum mæli „út á land“. Í kjölfarið spratt upp talsverð umræða um landsbyggðina, suðvesturhornið og höfuðborgarsvæðið sem ráðherranum tókst nokkuð listilega að stýra í þann farveg að um væri að ræða andstæð öfl í baráttu um sneið af köku sem væri við það klárast. Slík umræða gagnast auðvitað engum nema þeim sem vilja slá ódýrar pólitískar keilur og sundra samheldinni þjóð. Ásamt því að vinna bug á Covid 19 farsóttinni er stærsta verkefni stjórnvalda að snúa við halla ríkissjóðs til að tryggja áframhaldandi lífsgæði um land allt. Það verður ekki gert nema með stórauknum útflutningstekjum. Tækifærin í þeim efnum má finna víðsvegar um landið, en til að virkja þau þarf raunverulegt pólitískt þor í stað handahófskenndra keilukasta. Stærsta áskorunin er að hugsa nógu og stórt. Til að sýna gott fordæmi læt ég hér fylgja eina stóra en einfalda hugmynd sem tilvalið væri að hrinda í framkvæmd. Á Þingeyri í Dýrafirði er besta flugvallarstæði á Vestfjörðum. Líkt og margir aðrir flugvellir vítt og breitt um landið hefur hann verið vanræktur af eiganda sínum en með stórauknu fiskeldi og nýjum Dýrafjarðargöngum opnast ný tækifæri fyrir flugvöllinn. Með réttri uppbyggingu og tengingum við Keflavíkurflugvöll væri hægt að lenda fraktflugvélum á Þingeyrarvelli og gera þannig Þingeyri að alþjóðlegri flutningamiðstöð fyrir ferskt sjávarfang hvaðanæva á Vestfjörðum. Yfir sláturtíðina gæti fullrekjanlegt Vestfirskt fjallalamb einnig fylgt með. Virðisaukningin yrði mikil því ferskari vara gefur hærri verð og hærri verð skapa fleiri störf ráðherrum og öðrum Íslendingum til heilla. Sambærileg tækifæri má finna um allt land ef okkur sem þjóð auðnast að fanga styrkleika hverrar sveitar og hvers fjarðar í stað þess að skilgreina öll svæði utan höfuðborgarsvæðisins sem „úti á landi“. Höfundur er skipulagsfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Skoðun Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Sjá meira
Íslendingar hafa verið duglegri en nokkru sinni fyrr að ferðast um Ísland í sumar. Þetta bera tölur frá hótelum og tjaldsvæðum vítt og breitt um landið glögglega vitni. Í efnahagslegu samhengi hefur fámenn þjóð á ferðalagi ekki mikið að segja í samanburði við tvær milljónir erlendra gesta en ef til vill verður ávinningurinn annar. Ferðalög færa fólki gjarnan aukna víðsýni og gildir þá einu hvort ferðast er innan- eða utanlands. Á Íslandi hefur lengi tíðkast sá hvimleiði siður að tala um landsbyggðina í eintölu líkt hún sé einsleitt mengi. Það endurspeglar vitaskuld ekki veruleikann eins og hann er. Réttara er að tala um landsbyggðirnar í fleirtölu því sveitarfélögin vítt og breitt um landið eru jafn ólík og þau eru mörg. Eftir því sem fleiri ferðast um landið má leiða að því líkur að fleiri átti sig á mismunandi einkennum og styrkleikum ólíkra byggðalaga og sjái þannig landið í skýrara ljósi. „Úti á landi“ er innihaldslaus frasi sem gerir lítið annað en að steypa stærstum hluta landsins í sama mót. Það skaut því óneitanlega skökku við þegar félags- og barnamálaráðherra fór mikinn á dögunum í umræðu um staðsetningu opinberra starfa sem hann hyggst að eigin sögn ætla að flytja í auknum mæli „út á land“. Í kjölfarið spratt upp talsverð umræða um landsbyggðina, suðvesturhornið og höfuðborgarsvæðið sem ráðherranum tókst nokkuð listilega að stýra í þann farveg að um væri að ræða andstæð öfl í baráttu um sneið af köku sem væri við það klárast. Slík umræða gagnast auðvitað engum nema þeim sem vilja slá ódýrar pólitískar keilur og sundra samheldinni þjóð. Ásamt því að vinna bug á Covid 19 farsóttinni er stærsta verkefni stjórnvalda að snúa við halla ríkissjóðs til að tryggja áframhaldandi lífsgæði um land allt. Það verður ekki gert nema með stórauknum útflutningstekjum. Tækifærin í þeim efnum má finna víðsvegar um landið, en til að virkja þau þarf raunverulegt pólitískt þor í stað handahófskenndra keilukasta. Stærsta áskorunin er að hugsa nógu og stórt. Til að sýna gott fordæmi læt ég hér fylgja eina stóra en einfalda hugmynd sem tilvalið væri að hrinda í framkvæmd. Á Þingeyri í Dýrafirði er besta flugvallarstæði á Vestfjörðum. Líkt og margir aðrir flugvellir vítt og breitt um landið hefur hann verið vanræktur af eiganda sínum en með stórauknu fiskeldi og nýjum Dýrafjarðargöngum opnast ný tækifæri fyrir flugvöllinn. Með réttri uppbyggingu og tengingum við Keflavíkurflugvöll væri hægt að lenda fraktflugvélum á Þingeyrarvelli og gera þannig Þingeyri að alþjóðlegri flutningamiðstöð fyrir ferskt sjávarfang hvaðanæva á Vestfjörðum. Yfir sláturtíðina gæti fullrekjanlegt Vestfirskt fjallalamb einnig fylgt með. Virðisaukningin yrði mikil því ferskari vara gefur hærri verð og hærri verð skapa fleiri störf ráðherrum og öðrum Íslendingum til heilla. Sambærileg tækifæri má finna um allt land ef okkur sem þjóð auðnast að fanga styrkleika hverrar sveitar og hvers fjarðar í stað þess að skilgreina öll svæði utan höfuðborgarsvæðisins sem „úti á landi“. Höfundur er skipulagsfræðingur.
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar