London, París, Þingeyri Guðmundur Kristján Jónsson skrifar 31. júlí 2020 13:42 Íslendingar hafa verið duglegri en nokkru sinni fyrr að ferðast um Ísland í sumar. Þetta bera tölur frá hótelum og tjaldsvæðum vítt og breitt um landið glögglega vitni. Í efnahagslegu samhengi hefur fámenn þjóð á ferðalagi ekki mikið að segja í samanburði við tvær milljónir erlendra gesta en ef til vill verður ávinningurinn annar. Ferðalög færa fólki gjarnan aukna víðsýni og gildir þá einu hvort ferðast er innan- eða utanlands. Á Íslandi hefur lengi tíðkast sá hvimleiði siður að tala um landsbyggðina í eintölu líkt hún sé einsleitt mengi. Það endurspeglar vitaskuld ekki veruleikann eins og hann er. Réttara er að tala um landsbyggðirnar í fleirtölu því sveitarfélögin vítt og breitt um landið eru jafn ólík og þau eru mörg. Eftir því sem fleiri ferðast um landið má leiða að því líkur að fleiri átti sig á mismunandi einkennum og styrkleikum ólíkra byggðalaga og sjái þannig landið í skýrara ljósi. „Úti á landi“ er innihaldslaus frasi sem gerir lítið annað en að steypa stærstum hluta landsins í sama mót. Það skaut því óneitanlega skökku við þegar félags- og barnamálaráðherra fór mikinn á dögunum í umræðu um staðsetningu opinberra starfa sem hann hyggst að eigin sögn ætla að flytja í auknum mæli „út á land“. Í kjölfarið spratt upp talsverð umræða um landsbyggðina, suðvesturhornið og höfuðborgarsvæðið sem ráðherranum tókst nokkuð listilega að stýra í þann farveg að um væri að ræða andstæð öfl í baráttu um sneið af köku sem væri við það klárast. Slík umræða gagnast auðvitað engum nema þeim sem vilja slá ódýrar pólitískar keilur og sundra samheldinni þjóð. Ásamt því að vinna bug á Covid 19 farsóttinni er stærsta verkefni stjórnvalda að snúa við halla ríkissjóðs til að tryggja áframhaldandi lífsgæði um land allt. Það verður ekki gert nema með stórauknum útflutningstekjum. Tækifærin í þeim efnum má finna víðsvegar um landið, en til að virkja þau þarf raunverulegt pólitískt þor í stað handahófskenndra keilukasta. Stærsta áskorunin er að hugsa nógu og stórt. Til að sýna gott fordæmi læt ég hér fylgja eina stóra en einfalda hugmynd sem tilvalið væri að hrinda í framkvæmd. Á Þingeyri í Dýrafirði er besta flugvallarstæði á Vestfjörðum. Líkt og margir aðrir flugvellir vítt og breitt um landið hefur hann verið vanræktur af eiganda sínum en með stórauknu fiskeldi og nýjum Dýrafjarðargöngum opnast ný tækifæri fyrir flugvöllinn. Með réttri uppbyggingu og tengingum við Keflavíkurflugvöll væri hægt að lenda fraktflugvélum á Þingeyrarvelli og gera þannig Þingeyri að alþjóðlegri flutningamiðstöð fyrir ferskt sjávarfang hvaðanæva á Vestfjörðum. Yfir sláturtíðina gæti fullrekjanlegt Vestfirskt fjallalamb einnig fylgt með. Virðisaukningin yrði mikil því ferskari vara gefur hærri verð og hærri verð skapa fleiri störf ráðherrum og öðrum Íslendingum til heilla. Sambærileg tækifæri má finna um allt land ef okkur sem þjóð auðnast að fanga styrkleika hverrar sveitar og hvers fjarðar í stað þess að skilgreina öll svæði utan höfuðborgarsvæðisins sem „úti á landi“. Höfundur er skipulagsfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Sjá meira
Íslendingar hafa verið duglegri en nokkru sinni fyrr að ferðast um Ísland í sumar. Þetta bera tölur frá hótelum og tjaldsvæðum vítt og breitt um landið glögglega vitni. Í efnahagslegu samhengi hefur fámenn þjóð á ferðalagi ekki mikið að segja í samanburði við tvær milljónir erlendra gesta en ef til vill verður ávinningurinn annar. Ferðalög færa fólki gjarnan aukna víðsýni og gildir þá einu hvort ferðast er innan- eða utanlands. Á Íslandi hefur lengi tíðkast sá hvimleiði siður að tala um landsbyggðina í eintölu líkt hún sé einsleitt mengi. Það endurspeglar vitaskuld ekki veruleikann eins og hann er. Réttara er að tala um landsbyggðirnar í fleirtölu því sveitarfélögin vítt og breitt um landið eru jafn ólík og þau eru mörg. Eftir því sem fleiri ferðast um landið má leiða að því líkur að fleiri átti sig á mismunandi einkennum og styrkleikum ólíkra byggðalaga og sjái þannig landið í skýrara ljósi. „Úti á landi“ er innihaldslaus frasi sem gerir lítið annað en að steypa stærstum hluta landsins í sama mót. Það skaut því óneitanlega skökku við þegar félags- og barnamálaráðherra fór mikinn á dögunum í umræðu um staðsetningu opinberra starfa sem hann hyggst að eigin sögn ætla að flytja í auknum mæli „út á land“. Í kjölfarið spratt upp talsverð umræða um landsbyggðina, suðvesturhornið og höfuðborgarsvæðið sem ráðherranum tókst nokkuð listilega að stýra í þann farveg að um væri að ræða andstæð öfl í baráttu um sneið af köku sem væri við það klárast. Slík umræða gagnast auðvitað engum nema þeim sem vilja slá ódýrar pólitískar keilur og sundra samheldinni þjóð. Ásamt því að vinna bug á Covid 19 farsóttinni er stærsta verkefni stjórnvalda að snúa við halla ríkissjóðs til að tryggja áframhaldandi lífsgæði um land allt. Það verður ekki gert nema með stórauknum útflutningstekjum. Tækifærin í þeim efnum má finna víðsvegar um landið, en til að virkja þau þarf raunverulegt pólitískt þor í stað handahófskenndra keilukasta. Stærsta áskorunin er að hugsa nógu og stórt. Til að sýna gott fordæmi læt ég hér fylgja eina stóra en einfalda hugmynd sem tilvalið væri að hrinda í framkvæmd. Á Þingeyri í Dýrafirði er besta flugvallarstæði á Vestfjörðum. Líkt og margir aðrir flugvellir vítt og breitt um landið hefur hann verið vanræktur af eiganda sínum en með stórauknu fiskeldi og nýjum Dýrafjarðargöngum opnast ný tækifæri fyrir flugvöllinn. Með réttri uppbyggingu og tengingum við Keflavíkurflugvöll væri hægt að lenda fraktflugvélum á Þingeyrarvelli og gera þannig Þingeyri að alþjóðlegri flutningamiðstöð fyrir ferskt sjávarfang hvaðanæva á Vestfjörðum. Yfir sláturtíðina gæti fullrekjanlegt Vestfirskt fjallalamb einnig fylgt með. Virðisaukningin yrði mikil því ferskari vara gefur hærri verð og hærri verð skapa fleiri störf ráðherrum og öðrum Íslendingum til heilla. Sambærileg tækifæri má finna um allt land ef okkur sem þjóð auðnast að fanga styrkleika hverrar sveitar og hvers fjarðar í stað þess að skilgreina öll svæði utan höfuðborgarsvæðisins sem „úti á landi“. Höfundur er skipulagsfræðingur.
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun