London, París, Þingeyri Guðmundur Kristján Jónsson skrifar 31. júlí 2020 13:42 Íslendingar hafa verið duglegri en nokkru sinni fyrr að ferðast um Ísland í sumar. Þetta bera tölur frá hótelum og tjaldsvæðum vítt og breitt um landið glögglega vitni. Í efnahagslegu samhengi hefur fámenn þjóð á ferðalagi ekki mikið að segja í samanburði við tvær milljónir erlendra gesta en ef til vill verður ávinningurinn annar. Ferðalög færa fólki gjarnan aukna víðsýni og gildir þá einu hvort ferðast er innan- eða utanlands. Á Íslandi hefur lengi tíðkast sá hvimleiði siður að tala um landsbyggðina í eintölu líkt hún sé einsleitt mengi. Það endurspeglar vitaskuld ekki veruleikann eins og hann er. Réttara er að tala um landsbyggðirnar í fleirtölu því sveitarfélögin vítt og breitt um landið eru jafn ólík og þau eru mörg. Eftir því sem fleiri ferðast um landið má leiða að því líkur að fleiri átti sig á mismunandi einkennum og styrkleikum ólíkra byggðalaga og sjái þannig landið í skýrara ljósi. „Úti á landi“ er innihaldslaus frasi sem gerir lítið annað en að steypa stærstum hluta landsins í sama mót. Það skaut því óneitanlega skökku við þegar félags- og barnamálaráðherra fór mikinn á dögunum í umræðu um staðsetningu opinberra starfa sem hann hyggst að eigin sögn ætla að flytja í auknum mæli „út á land“. Í kjölfarið spratt upp talsverð umræða um landsbyggðina, suðvesturhornið og höfuðborgarsvæðið sem ráðherranum tókst nokkuð listilega að stýra í þann farveg að um væri að ræða andstæð öfl í baráttu um sneið af köku sem væri við það klárast. Slík umræða gagnast auðvitað engum nema þeim sem vilja slá ódýrar pólitískar keilur og sundra samheldinni þjóð. Ásamt því að vinna bug á Covid 19 farsóttinni er stærsta verkefni stjórnvalda að snúa við halla ríkissjóðs til að tryggja áframhaldandi lífsgæði um land allt. Það verður ekki gert nema með stórauknum útflutningstekjum. Tækifærin í þeim efnum má finna víðsvegar um landið, en til að virkja þau þarf raunverulegt pólitískt þor í stað handahófskenndra keilukasta. Stærsta áskorunin er að hugsa nógu og stórt. Til að sýna gott fordæmi læt ég hér fylgja eina stóra en einfalda hugmynd sem tilvalið væri að hrinda í framkvæmd. Á Þingeyri í Dýrafirði er besta flugvallarstæði á Vestfjörðum. Líkt og margir aðrir flugvellir vítt og breitt um landið hefur hann verið vanræktur af eiganda sínum en með stórauknu fiskeldi og nýjum Dýrafjarðargöngum opnast ný tækifæri fyrir flugvöllinn. Með réttri uppbyggingu og tengingum við Keflavíkurflugvöll væri hægt að lenda fraktflugvélum á Þingeyrarvelli og gera þannig Þingeyri að alþjóðlegri flutningamiðstöð fyrir ferskt sjávarfang hvaðanæva á Vestfjörðum. Yfir sláturtíðina gæti fullrekjanlegt Vestfirskt fjallalamb einnig fylgt með. Virðisaukningin yrði mikil því ferskari vara gefur hærri verð og hærri verð skapa fleiri störf ráðherrum og öðrum Íslendingum til heilla. Sambærileg tækifæri má finna um allt land ef okkur sem þjóð auðnast að fanga styrkleika hverrar sveitar og hvers fjarðar í stað þess að skilgreina öll svæði utan höfuðborgarsvæðisins sem „úti á landi“. Höfundur er skipulagsfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Íslendingar hafa verið duglegri en nokkru sinni fyrr að ferðast um Ísland í sumar. Þetta bera tölur frá hótelum og tjaldsvæðum vítt og breitt um landið glögglega vitni. Í efnahagslegu samhengi hefur fámenn þjóð á ferðalagi ekki mikið að segja í samanburði við tvær milljónir erlendra gesta en ef til vill verður ávinningurinn annar. Ferðalög færa fólki gjarnan aukna víðsýni og gildir þá einu hvort ferðast er innan- eða utanlands. Á Íslandi hefur lengi tíðkast sá hvimleiði siður að tala um landsbyggðina í eintölu líkt hún sé einsleitt mengi. Það endurspeglar vitaskuld ekki veruleikann eins og hann er. Réttara er að tala um landsbyggðirnar í fleirtölu því sveitarfélögin vítt og breitt um landið eru jafn ólík og þau eru mörg. Eftir því sem fleiri ferðast um landið má leiða að því líkur að fleiri átti sig á mismunandi einkennum og styrkleikum ólíkra byggðalaga og sjái þannig landið í skýrara ljósi. „Úti á landi“ er innihaldslaus frasi sem gerir lítið annað en að steypa stærstum hluta landsins í sama mót. Það skaut því óneitanlega skökku við þegar félags- og barnamálaráðherra fór mikinn á dögunum í umræðu um staðsetningu opinberra starfa sem hann hyggst að eigin sögn ætla að flytja í auknum mæli „út á land“. Í kjölfarið spratt upp talsverð umræða um landsbyggðina, suðvesturhornið og höfuðborgarsvæðið sem ráðherranum tókst nokkuð listilega að stýra í þann farveg að um væri að ræða andstæð öfl í baráttu um sneið af köku sem væri við það klárast. Slík umræða gagnast auðvitað engum nema þeim sem vilja slá ódýrar pólitískar keilur og sundra samheldinni þjóð. Ásamt því að vinna bug á Covid 19 farsóttinni er stærsta verkefni stjórnvalda að snúa við halla ríkissjóðs til að tryggja áframhaldandi lífsgæði um land allt. Það verður ekki gert nema með stórauknum útflutningstekjum. Tækifærin í þeim efnum má finna víðsvegar um landið, en til að virkja þau þarf raunverulegt pólitískt þor í stað handahófskenndra keilukasta. Stærsta áskorunin er að hugsa nógu og stórt. Til að sýna gott fordæmi læt ég hér fylgja eina stóra en einfalda hugmynd sem tilvalið væri að hrinda í framkvæmd. Á Þingeyri í Dýrafirði er besta flugvallarstæði á Vestfjörðum. Líkt og margir aðrir flugvellir vítt og breitt um landið hefur hann verið vanræktur af eiganda sínum en með stórauknu fiskeldi og nýjum Dýrafjarðargöngum opnast ný tækifæri fyrir flugvöllinn. Með réttri uppbyggingu og tengingum við Keflavíkurflugvöll væri hægt að lenda fraktflugvélum á Þingeyrarvelli og gera þannig Þingeyri að alþjóðlegri flutningamiðstöð fyrir ferskt sjávarfang hvaðanæva á Vestfjörðum. Yfir sláturtíðina gæti fullrekjanlegt Vestfirskt fjallalamb einnig fylgt með. Virðisaukningin yrði mikil því ferskari vara gefur hærri verð og hærri verð skapa fleiri störf ráðherrum og öðrum Íslendingum til heilla. Sambærileg tækifæri má finna um allt land ef okkur sem þjóð auðnast að fanga styrkleika hverrar sveitar og hvers fjarðar í stað þess að skilgreina öll svæði utan höfuðborgarsvæðisins sem „úti á landi“. Höfundur er skipulagsfræðingur.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar