Sameinað sveitarfélag – lífsgæði og menntun Kristjana Sigurðardóttir skrifar 27. júlí 2020 08:36 Gott samfélag grundvallast af lífsgæðum og velferð íbúanna. Hvort tveggja er mikilvæg forsenda hamingju og þroska og lykillinn að því að mannauður geti dafnað og eflst. Öflugir og skapandi leik- og grunnskólar styrkja og bæta lífskjör einstaklinga í nýju sameinuðu sveitarfélagi. Slíkt menntakerfi er meðal þess sem gerir samfélag eftirsóknarvert til búsetu. Ábyrg og metnaðarfull menntastefna, sem unnin er í samstarfi við þá sem hlut eiga að máli leggur grunn að framsækinni menntastarfsemi fyrir börnin í sveitarfélaginu. Uppbyggilegt og metnaðarfullt starf í menntastofnunum er forsenda félagslegs réttlætis og jöfnuðar í samfélaginu. Þar eiga öll börn að geta notið sín, vaxið og dafnað. Mikilvægt er að tryggja börnum og foreldum í hinu nýja sveitarfélagi þá sérfræðiþjónustu sem nauðsynleg er. Það verður m.a. gert með endurskoðun á fyrirkomulagi þeirrar þjónustu þannig að fjármunir nýtist sem best. Þá er einnig mikilvægt að móttaka barna af erlendum uppruna sé með þeim hætti að bæði þau og fjölskyldur þeirra aðlagist samfélaginu eins og best verður á kosið og á sem þægilegastan hátt. Það er samfélagsleg skylda okkar að reyna að mæta nýbúum með opnum örmum, skilningi og án allra fordóma burtséð frá ólíkum bakgrunni, annarri menningu og tungumálafærni. Ef þessum málum er ekki sinnt og þau ekki tekin föstum tökum strax í upphafi er alltaf hætta á félagslegri einangrun þessara hópa. Það er hagur samfélagsins að allir, bæði stórir sem smáir geti dafnað og vaxið, finni fyrir öryggi og líði vel í sínu umhverfi. Þetta verður einungis gert með markvissum aðgerðum sem þegar hefur verið lagður grunnur að. Í hinu nýja víðáttumikla sveitarfélagi, er forgangsmál að efla til muna fjarkennslubúnað til að tryggja jafnvægi í kennslu þannig að nemendur, burtséð frá staðsetningu hafi framúrskarandi og óhindrað aðgengi að viðeigandi menntun og kennsluúrræðum. Því fylgir að tryggja hið fyrsta snjalltækjavæðingu menntastofnana og viðeigandi þjálfun starfsfólks. Án góðs starfsfólks virka innviðirnir ekki sem skyldi.Styðja þarf við starfsfólk leik- og grunnskóla og gera þeim kleift að vaxa og styrkjast í sínu starfi og stuðla þannig að frumkvæði, nýsköpun og starfsánægju. Með öflugu starfi mannauðsstjóra við hið nýja sameinaða sveitarfélag, er hægt að auka þjónustu við þennan mikilvæga hóp starfsmanna. Nauðsynlegt er að horfa til þess að íbúar sveitarfélagsins geti stundað framhaldsnám, þ.á m. háskólanám á sínu heimasvæði. Uppbygging háskólastarfs og símenntunar í sveitarfélaginu styrkir stöðu og lífskjör einstaklinga í sveitarfélaginu og stuðlar að því að fólk sjái tækifæri í því að setjast að á svæðinu og byggja upp sína framtíð. Með nýju öflugu sveitarfélagi aukast til muna möguleikar á uppbyggingu slíkrar starfsemi. Framtíð sveitarfélagsins, og landshlutans alls, felst í því að við hlúum vel að mennta- og fræðslumálum. Öflugt leik- og grunnskólastarf er lykillinn að því að hið nýja sameinaða sveitarfélag vaxi og dafni. Uppbygging þekkingarsamfélags á Austurlandi er lykilforsenda öflugs og blómlegs mannlífs. Höfundur er bæjarfulltrúi á Fljótsdalshéraði og skipar 2. sæti Austurlistans í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Gott samfélag grundvallast af lífsgæðum og velferð íbúanna. Hvort tveggja er mikilvæg forsenda hamingju og þroska og lykillinn að því að mannauður geti dafnað og eflst. Öflugir og skapandi leik- og grunnskólar styrkja og bæta lífskjör einstaklinga í nýju sameinuðu sveitarfélagi. Slíkt menntakerfi er meðal þess sem gerir samfélag eftirsóknarvert til búsetu. Ábyrg og metnaðarfull menntastefna, sem unnin er í samstarfi við þá sem hlut eiga að máli leggur grunn að framsækinni menntastarfsemi fyrir börnin í sveitarfélaginu. Uppbyggilegt og metnaðarfullt starf í menntastofnunum er forsenda félagslegs réttlætis og jöfnuðar í samfélaginu. Þar eiga öll börn að geta notið sín, vaxið og dafnað. Mikilvægt er að tryggja börnum og foreldum í hinu nýja sveitarfélagi þá sérfræðiþjónustu sem nauðsynleg er. Það verður m.a. gert með endurskoðun á fyrirkomulagi þeirrar þjónustu þannig að fjármunir nýtist sem best. Þá er einnig mikilvægt að móttaka barna af erlendum uppruna sé með þeim hætti að bæði þau og fjölskyldur þeirra aðlagist samfélaginu eins og best verður á kosið og á sem þægilegastan hátt. Það er samfélagsleg skylda okkar að reyna að mæta nýbúum með opnum örmum, skilningi og án allra fordóma burtséð frá ólíkum bakgrunni, annarri menningu og tungumálafærni. Ef þessum málum er ekki sinnt og þau ekki tekin föstum tökum strax í upphafi er alltaf hætta á félagslegri einangrun þessara hópa. Það er hagur samfélagsins að allir, bæði stórir sem smáir geti dafnað og vaxið, finni fyrir öryggi og líði vel í sínu umhverfi. Þetta verður einungis gert með markvissum aðgerðum sem þegar hefur verið lagður grunnur að. Í hinu nýja víðáttumikla sveitarfélagi, er forgangsmál að efla til muna fjarkennslubúnað til að tryggja jafnvægi í kennslu þannig að nemendur, burtséð frá staðsetningu hafi framúrskarandi og óhindrað aðgengi að viðeigandi menntun og kennsluúrræðum. Því fylgir að tryggja hið fyrsta snjalltækjavæðingu menntastofnana og viðeigandi þjálfun starfsfólks. Án góðs starfsfólks virka innviðirnir ekki sem skyldi.Styðja þarf við starfsfólk leik- og grunnskóla og gera þeim kleift að vaxa og styrkjast í sínu starfi og stuðla þannig að frumkvæði, nýsköpun og starfsánægju. Með öflugu starfi mannauðsstjóra við hið nýja sameinaða sveitarfélag, er hægt að auka þjónustu við þennan mikilvæga hóp starfsmanna. Nauðsynlegt er að horfa til þess að íbúar sveitarfélagsins geti stundað framhaldsnám, þ.á m. háskólanám á sínu heimasvæði. Uppbygging háskólastarfs og símenntunar í sveitarfélaginu styrkir stöðu og lífskjör einstaklinga í sveitarfélaginu og stuðlar að því að fólk sjái tækifæri í því að setjast að á svæðinu og byggja upp sína framtíð. Með nýju öflugu sveitarfélagi aukast til muna möguleikar á uppbyggingu slíkrar starfsemi. Framtíð sveitarfélagsins, og landshlutans alls, felst í því að við hlúum vel að mennta- og fræðslumálum. Öflugt leik- og grunnskólastarf er lykillinn að því að hið nýja sameinaða sveitarfélag vaxi og dafni. Uppbygging þekkingarsamfélags á Austurlandi er lykilforsenda öflugs og blómlegs mannlífs. Höfundur er bæjarfulltrúi á Fljótsdalshéraði og skipar 2. sæti Austurlistans í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun