400 tilkynningar vegna skjálftanna í morgun Sylvía Hall skrifar 20. júlí 2020 06:27 Íbúar í Grindavík hafa fundið vel fyrir skjálftunum. Vísir/Vilhelm Um 1.400 jarðskjálftar hafa mælst á Reykjanesi síðasta sólarhring og þar af um sjö hundruð eftir miðnætti. Á tólfta tímanum í gærkvöld varð snarpur jarðskjálfti við Fagradalsfjall og fannst hann mjög víða á suðvesturhorninu að því er segir í athugasemdum jarðvísindamanns hjá Veðurstofu Íslands. Margir eftirskjálftar urðu í kjölfarið, þeir stærstu 3,4 og 3,5 að stærð eftir miðnætti og annar klukkan 05:46 sem var 4,6 að stærð. Eftirskjálftarnir fundust víða á suðvesturhorninu ef marka má tilkynningar til Veðurstofunnar. Um 400 tilkynningar bárust Veðurstofunni frá klukkan fjögur til sex í morgun. Þá var tilkynnt um grjóthrun í Festarfjalli um sex kílómetra suðvestur af upptökum skjálftans en náttúruvársérfræðingur sagði í samtali við Vísi í gærkvöld að það væri viðbúið. Smári Jökull Jónsson, íbúi í Grindavík, sagðist hafa fundið vel fyrir skjálftanum og hann hafi jafnframt varað lengur en margir aðrir skjálftar á svæðinu undanfarið. Skjálftinn hafi „klárlega verið einn af þeim stærri“. „Það er búið að vera mikið af skjálftum hérna síðustu mánuðina en þessi var klárlega einn af þeim stærri. Það hristist allt vel hérna í húsinu. Svo þegar maður heyrir hluti hristast, þá veit maður að skjálftinn er stærri en venjulega,“ sagði Smári í samtali við Vísi eftir skjálftann. Miklar jarðhræringar hafa verið á svæðinu undanfarið en á laugardagsmorgun mældist skjálfti af stærðinni 4,1 um fjóra kílómetra norður af Grindavík. Annar skjálfti varð tveimur mínútum áður og mældist sá 3,2. Skjálftavirknin hefur verið viðvarandi á svæðinu í kringum Grindavík eftir að landris hófst á Reykjanesskaganum í janúar og var lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna þess. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Jörð skalf við Grindavík í morgun Rétt fyrir klukkan sex í morgun varð skjálfti af stærðinni 4,1 um fjóra kílómetra norður af Grindavík. 18. júlí 2020 07:21 Jarðskjálfti á Reykjanesi Jarðskjálfti sem var fimm að stærð varð á Reykjanesi nú á tólfta tímanum, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. 19. júlí 2020 23:47 Stærsti skjálftinn á svæðinu síðan 21. júní Skjálfti að stærð 4,7 mældist tíu kílómetra norðvestur af Gjögurtá klukkan 03:07 í nótt. 19. júlí 2020 07:17 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Um 1.400 jarðskjálftar hafa mælst á Reykjanesi síðasta sólarhring og þar af um sjö hundruð eftir miðnætti. Á tólfta tímanum í gærkvöld varð snarpur jarðskjálfti við Fagradalsfjall og fannst hann mjög víða á suðvesturhorninu að því er segir í athugasemdum jarðvísindamanns hjá Veðurstofu Íslands. Margir eftirskjálftar urðu í kjölfarið, þeir stærstu 3,4 og 3,5 að stærð eftir miðnætti og annar klukkan 05:46 sem var 4,6 að stærð. Eftirskjálftarnir fundust víða á suðvesturhorninu ef marka má tilkynningar til Veðurstofunnar. Um 400 tilkynningar bárust Veðurstofunni frá klukkan fjögur til sex í morgun. Þá var tilkynnt um grjóthrun í Festarfjalli um sex kílómetra suðvestur af upptökum skjálftans en náttúruvársérfræðingur sagði í samtali við Vísi í gærkvöld að það væri viðbúið. Smári Jökull Jónsson, íbúi í Grindavík, sagðist hafa fundið vel fyrir skjálftanum og hann hafi jafnframt varað lengur en margir aðrir skjálftar á svæðinu undanfarið. Skjálftinn hafi „klárlega verið einn af þeim stærri“. „Það er búið að vera mikið af skjálftum hérna síðustu mánuðina en þessi var klárlega einn af þeim stærri. Það hristist allt vel hérna í húsinu. Svo þegar maður heyrir hluti hristast, þá veit maður að skjálftinn er stærri en venjulega,“ sagði Smári í samtali við Vísi eftir skjálftann. Miklar jarðhræringar hafa verið á svæðinu undanfarið en á laugardagsmorgun mældist skjálfti af stærðinni 4,1 um fjóra kílómetra norður af Grindavík. Annar skjálfti varð tveimur mínútum áður og mældist sá 3,2. Skjálftavirknin hefur verið viðvarandi á svæðinu í kringum Grindavík eftir að landris hófst á Reykjanesskaganum í janúar og var lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna þess.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Jörð skalf við Grindavík í morgun Rétt fyrir klukkan sex í morgun varð skjálfti af stærðinni 4,1 um fjóra kílómetra norður af Grindavík. 18. júlí 2020 07:21 Jarðskjálfti á Reykjanesi Jarðskjálfti sem var fimm að stærð varð á Reykjanesi nú á tólfta tímanum, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. 19. júlí 2020 23:47 Stærsti skjálftinn á svæðinu síðan 21. júní Skjálfti að stærð 4,7 mældist tíu kílómetra norðvestur af Gjögurtá klukkan 03:07 í nótt. 19. júlí 2020 07:17 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Jörð skalf við Grindavík í morgun Rétt fyrir klukkan sex í morgun varð skjálfti af stærðinni 4,1 um fjóra kílómetra norður af Grindavík. 18. júlí 2020 07:21
Jarðskjálfti á Reykjanesi Jarðskjálfti sem var fimm að stærð varð á Reykjanesi nú á tólfta tímanum, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. 19. júlí 2020 23:47
Stærsti skjálftinn á svæðinu síðan 21. júní Skjálfti að stærð 4,7 mældist tíu kílómetra norðvestur af Gjögurtá klukkan 03:07 í nótt. 19. júlí 2020 07:17