Lífróður í ólgusjó verkfalla Arnar Pétursson skrifar 17. júlí 2020 11:51 Alvarleg staða ríkir í samgöngumálum okkar Eyjamanna. Herjólfur er okkar þjóðvegur og gegnir lykilhlutverki í samgöngum við Eyjar. Herjólfur er á sama tíma undirstaða ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum og stjórn Herjólfs gerir ráð fyrir ákveðnum fjölda ferðamanna í sínum rekstraráætlunum. Rétt eins og hótel, veitingastaðir, verslanir og önnur fyrirtæki sem hafa lifibrauð sitt af þjónustu við ferðamenn sem heimsækja Vestmannaeyjar rær Herjólfur ohf. lífróður. Forsendur rekstrarins eru brostnar, eigið fé félagsins uppurið og í vor var staðan orðin þannig að án aðkomu Vegagerðarinnar og stuðnings úr neyðarsjóði fjármálaráðuneytisins hefði aldrei verið hægt að halda úti áætlun með sex ferðum daglega í sumar. En félagið lifir ekki af þessa fordæmalausu tíma án frekari stuðnings ríkisvaldsins. Taprekstur á þessu ári verður 350-400 m.kr. ef spár ganga eftir og nauðsynlegt að ríkisvaldið komi með frekari framlög umfram þær 650 m.kr. sem kveðið er á um í þjónustusamningi milli Vestmannaeyjabæjar og Vegagerðarinnar. Ólíkt mörgum öðrum ferðaþjónustufyrirtækjum sem eiga í miklum fjárhagserfiðleikum og hafa flest neyðst til að segja upp starfsfólki, lækka laun eða breyta vinnuskipulagi hefur Herjólfur ohf. ekki gripið til slíkra aðgerða. Í ferðaþjónustunni, sem rær lífróður, er Herjólfur ohf. eina fyrirtæki sem stendur í verkfallsátökum við Sjómannafélag Íslands (SÍ) sem krefst þess að vinnumánuður verði styttur um 25% án launaskerðingar, þ.e. í stað 20 daga verði 15 unnir fyrir sömu laun. Heildarútgjöld Herjólfs ohf. á þessu ári eru áætluð 1.400 m.kr. Stærsti hluti útgjalda eru laun og launatengd gjöld, rúmar 700 m.kr. Krafa SÍ um 15 vinnudaga í stað 20 á sömu launum kostar félagið 175 m.kr. ef gert er ráð fyrir að sama gangi yfir alla starfsmenn um borð. Ef öllum kröfum SÍ yrði mætt yrði útgjaldaaukningin yfir 200 m.kr. Augljóst er að það gengur ekki. Forsendubrest á þjónustusamningi milli Vestmannaeyjabæjar og Vegagerðarinnar, og bætur vegna hans, má ræða við ríkisvaldið en bætur vegna launahækkana langt umfram það sem um hefur samist á almennum vinnumarkaði verða torsóttar. Þjónustuskerðing með fækkun ferða og hækkun fargjalda eru afarkostir sem ekki er hægt að sætta sig við enda er þjóðvegurinn okkar nú þegar lokaður hluta úr sólarhring. Öllum undirmönnum á Herjólfi hefur verið boðinn sambærilegur kjarasamningur og samþykktur hefur verið af sjómannafélaginu Jötni. Allir félagsmenn SÍ hafa fengið greitt samkvæmt þeim samningi og fengið launahækkanir samkvæmt honum. Sá kjarasamningur byggir á Lífskjarasamningnum sem skrifað var undir í apríl 2019. Hann er yfirskrift þeirra fjölmörgu samninga og aðgerða sem aðilar vinnumarkaðarins og stjórnvöld sammæltust um fyrir komandi ár og hefur þegar sannað gildi sitt með því að skapa skilyrði fyrir lægri vöxtum og stöðugu verðlagi . Lífskjarasamningurinn hefur verið samþykktur í langflestum stéttarfélögum, og í öllum félögum verkafólks, með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Hann nær nú til 152 þúsund starfsmanna sem starfa samkvæmt 220 kjarasamningum, þar af 111 þúsund á almennum vinnumarkaði og 41 þúsund hjá ríki og sveitarfélögum. Fimmtudaginn 9. júlí var samninganefnd SÍ boðinn þessi sami kjarasamningur og hún beðin um að kynna hann fyrir sínum félagsmönnum. Því boði var hafnað. Ríkissáttasemjari, sem síðast var í sambandi við deiluaðila í gær (fimmtudaginn 16.07.2020), telur ekki ástæðu til að halda formlega fundi eins og er þar sem SÍ heldur fast í allar sínar kröfur. Þar er efst á blaði krafan um að vinnumánuður verði styttur um 25% án launaskerðingar. Ég hvet félagsmenn SÍ sem starfa á Herjólfi að kynna sér kjarasamninginn sem þeim stendur til boða og er í samræmi við kjarasamning sem þorri launamanna á Íslandi hefur samþykkt. Höfundur er stjórnarformaður Herjólfs ohf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Herjólfur Mest lesið Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Sjá meira
Alvarleg staða ríkir í samgöngumálum okkar Eyjamanna. Herjólfur er okkar þjóðvegur og gegnir lykilhlutverki í samgöngum við Eyjar. Herjólfur er á sama tíma undirstaða ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum og stjórn Herjólfs gerir ráð fyrir ákveðnum fjölda ferðamanna í sínum rekstraráætlunum. Rétt eins og hótel, veitingastaðir, verslanir og önnur fyrirtæki sem hafa lifibrauð sitt af þjónustu við ferðamenn sem heimsækja Vestmannaeyjar rær Herjólfur ohf. lífróður. Forsendur rekstrarins eru brostnar, eigið fé félagsins uppurið og í vor var staðan orðin þannig að án aðkomu Vegagerðarinnar og stuðnings úr neyðarsjóði fjármálaráðuneytisins hefði aldrei verið hægt að halda úti áætlun með sex ferðum daglega í sumar. En félagið lifir ekki af þessa fordæmalausu tíma án frekari stuðnings ríkisvaldsins. Taprekstur á þessu ári verður 350-400 m.kr. ef spár ganga eftir og nauðsynlegt að ríkisvaldið komi með frekari framlög umfram þær 650 m.kr. sem kveðið er á um í þjónustusamningi milli Vestmannaeyjabæjar og Vegagerðarinnar. Ólíkt mörgum öðrum ferðaþjónustufyrirtækjum sem eiga í miklum fjárhagserfiðleikum og hafa flest neyðst til að segja upp starfsfólki, lækka laun eða breyta vinnuskipulagi hefur Herjólfur ohf. ekki gripið til slíkra aðgerða. Í ferðaþjónustunni, sem rær lífróður, er Herjólfur ohf. eina fyrirtæki sem stendur í verkfallsátökum við Sjómannafélag Íslands (SÍ) sem krefst þess að vinnumánuður verði styttur um 25% án launaskerðingar, þ.e. í stað 20 daga verði 15 unnir fyrir sömu laun. Heildarútgjöld Herjólfs ohf. á þessu ári eru áætluð 1.400 m.kr. Stærsti hluti útgjalda eru laun og launatengd gjöld, rúmar 700 m.kr. Krafa SÍ um 15 vinnudaga í stað 20 á sömu launum kostar félagið 175 m.kr. ef gert er ráð fyrir að sama gangi yfir alla starfsmenn um borð. Ef öllum kröfum SÍ yrði mætt yrði útgjaldaaukningin yfir 200 m.kr. Augljóst er að það gengur ekki. Forsendubrest á þjónustusamningi milli Vestmannaeyjabæjar og Vegagerðarinnar, og bætur vegna hans, má ræða við ríkisvaldið en bætur vegna launahækkana langt umfram það sem um hefur samist á almennum vinnumarkaði verða torsóttar. Þjónustuskerðing með fækkun ferða og hækkun fargjalda eru afarkostir sem ekki er hægt að sætta sig við enda er þjóðvegurinn okkar nú þegar lokaður hluta úr sólarhring. Öllum undirmönnum á Herjólfi hefur verið boðinn sambærilegur kjarasamningur og samþykktur hefur verið af sjómannafélaginu Jötni. Allir félagsmenn SÍ hafa fengið greitt samkvæmt þeim samningi og fengið launahækkanir samkvæmt honum. Sá kjarasamningur byggir á Lífskjarasamningnum sem skrifað var undir í apríl 2019. Hann er yfirskrift þeirra fjölmörgu samninga og aðgerða sem aðilar vinnumarkaðarins og stjórnvöld sammæltust um fyrir komandi ár og hefur þegar sannað gildi sitt með því að skapa skilyrði fyrir lægri vöxtum og stöðugu verðlagi . Lífskjarasamningurinn hefur verið samþykktur í langflestum stéttarfélögum, og í öllum félögum verkafólks, með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Hann nær nú til 152 þúsund starfsmanna sem starfa samkvæmt 220 kjarasamningum, þar af 111 þúsund á almennum vinnumarkaði og 41 þúsund hjá ríki og sveitarfélögum. Fimmtudaginn 9. júlí var samninganefnd SÍ boðinn þessi sami kjarasamningur og hún beðin um að kynna hann fyrir sínum félagsmönnum. Því boði var hafnað. Ríkissáttasemjari, sem síðast var í sambandi við deiluaðila í gær (fimmtudaginn 16.07.2020), telur ekki ástæðu til að halda formlega fundi eins og er þar sem SÍ heldur fast í allar sínar kröfur. Þar er efst á blaði krafan um að vinnumánuður verði styttur um 25% án launaskerðingar. Ég hvet félagsmenn SÍ sem starfa á Herjólfi að kynna sér kjarasamninginn sem þeim stendur til boða og er í samræmi við kjarasamning sem þorri launamanna á Íslandi hefur samþykkt. Höfundur er stjórnarformaður Herjólfs ohf.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar