Loftslagsváin - hvert er hlutverk almennings Böðvar Jónsson skrifar 16. júlí 2020 15:57 Stóru málin sem mannkynið á við að stríða um þessar mundir má lækna með einu og sama lyfinu, samstilltu átaki í einingu allra þjóða. Þetta á við um heimsfaraldurinn sem Covid 19 veiran býður upp á, faraldur sem ekki sér fyrir endann á. Fjölmiðlar greina daglega frá stöðunni ekki bara hér á landi heldur vítt um heimsbyggðina. Við þessar aðstæður er kannski ekki að undra þótt annað stórmál falli í skuggann, en sem ekki er síður knýjandi að takast á við. Þetta er loftslagsváin og hlýnun jarðar. Þrátt fyrir lát á fréttum og upplýsingagjöf mallar þessi vandi eins og djúpstæð sýking í líkama heimsins. Við vorum svo lánssöm að um margra mánaða skeið hélt ung sænsk stúlka með einstæðum hætti og hugrekki athygli okkar vakandi varðandi þetta mál. Hún minnti okkur á stúlkuna í sögu H.C. Andersen um nýju fötin keisarans þegar í ljós kom að þrátt fyrir sáttmála og hástemmdar yfirlýsingar þjóðarleiðtoga um aðgerðir og stefnumarkanir þá stóðu þeir eins og keisarinn forðum naktir og klæðlausir frammi fyrir mannkyninu þegar kom að efnd loforðanna um lausn vandans. Enn og aftur er eining lyfið og lausnarorðið. Við sem erum nógu gömul munum þá tíma þegar íslendingar keyrðu um á gömlum og slitnum bílum en þá þurfti oft að kalla til hóp til að ýta í gang. Þá réðist árangurinn af því að vera samtaka og að allir ýttu í sömu átt. Í bókinni „Persuit of HOPE, A guide for the seeker“, talar vistfræðingurinn Arthur Lyon Dahl til okkar sem einstaklinga sem byggja þennan heim og bendir okkur á leiðir til að leggja af mörkum sem einstaklingar eða hópar með samstillt markmið gegn ýmsum meinsemdum vestræns neyslusamfélags. Að talað sé til okkar, íbúa heimsins, sem einstaklinga í þeim tilgangi að samstilla kraftana til að takast á við aðsteðjandi vanda er ekki nýtt, slíkt gerðist 1992 í tengslum við Heimsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Ríó um sjálfbæra þróun. Þá varð til Dagskrá 21 sem var framkvæmdaáætlun um málefni ráðstefnunnar, undirrituð af fulltrúum 179 þjóða. Samþykktinni var ætlað að vekja þjóðir heims til vitundar um að vinna að sjálfbærri þróun á heimsvísu. Þegar ljóst varð að Dagskrá 21 væri ekki nægilega mótuð fyrir hvert samfélag var samin Staðardagskrá 21 sem sveitarstjórnir gátu stuðst við. Þannig var stefnt að því að ná til grasrótarinnar. Á þessum tíma urðu til einkunnarorðin: Hugsaðu hnattrænt framkvæmdu heima. (Think globally act locally.) Ráðstefnan í Ríó átti sína „Gretu Thunberg“ en hún hét annað, hún hét Severn Cullis-Suzuki. Tólf ára flutti hún ræðu yfir leiðtogum þjóðanna í Ríó. Ræðuna má enn finna á netinu. Sjálfur er ég þeirrar skoðunar að það verði ekki leiðtogar þjóðanna sem leysi þau heimsvíðu knýjandi verkefni sem við blasa. Meðal þeirra er óeiningin og togstreitan um auð og völd of rótgróin. Þetta eru mest rígfullorðnir karlmenn fastir í gömlum tíma og gömlum stjórnarháttum en undantekninguna sem sannar regluna má finna í kvenleiðtoga á suðurhveli jarðar. Við blasir að grasrót mannkynsins verði að koma til skjalanna því stóru ráðstefnurnar og sáttmálarnir sem leiðtogarnir hafa undirritað við hátíðlegar athafnir hafa einfaldlega ekki skilað þeim árangri sem við þegnarnir ætlumst til. Einmitt í dag birta fjölmiðlar frétt frá grasrótinni. Greta Thunberg ásamt fjölda aðgerðasinna senda leiðtogum heimsins opið bréf, þar sem kallað er eftir því að þeir fari að líta á loftslagsvandann sem alvöru ógn við mannkynið. Í tengslum við fréttina er almenningi boðið upp á að undirrita bréfið. Höfundur er lyfjafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Böðvar Jónsson Mest lesið Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Stóru málin sem mannkynið á við að stríða um þessar mundir má lækna með einu og sama lyfinu, samstilltu átaki í einingu allra þjóða. Þetta á við um heimsfaraldurinn sem Covid 19 veiran býður upp á, faraldur sem ekki sér fyrir endann á. Fjölmiðlar greina daglega frá stöðunni ekki bara hér á landi heldur vítt um heimsbyggðina. Við þessar aðstæður er kannski ekki að undra þótt annað stórmál falli í skuggann, en sem ekki er síður knýjandi að takast á við. Þetta er loftslagsváin og hlýnun jarðar. Þrátt fyrir lát á fréttum og upplýsingagjöf mallar þessi vandi eins og djúpstæð sýking í líkama heimsins. Við vorum svo lánssöm að um margra mánaða skeið hélt ung sænsk stúlka með einstæðum hætti og hugrekki athygli okkar vakandi varðandi þetta mál. Hún minnti okkur á stúlkuna í sögu H.C. Andersen um nýju fötin keisarans þegar í ljós kom að þrátt fyrir sáttmála og hástemmdar yfirlýsingar þjóðarleiðtoga um aðgerðir og stefnumarkanir þá stóðu þeir eins og keisarinn forðum naktir og klæðlausir frammi fyrir mannkyninu þegar kom að efnd loforðanna um lausn vandans. Enn og aftur er eining lyfið og lausnarorðið. Við sem erum nógu gömul munum þá tíma þegar íslendingar keyrðu um á gömlum og slitnum bílum en þá þurfti oft að kalla til hóp til að ýta í gang. Þá réðist árangurinn af því að vera samtaka og að allir ýttu í sömu átt. Í bókinni „Persuit of HOPE, A guide for the seeker“, talar vistfræðingurinn Arthur Lyon Dahl til okkar sem einstaklinga sem byggja þennan heim og bendir okkur á leiðir til að leggja af mörkum sem einstaklingar eða hópar með samstillt markmið gegn ýmsum meinsemdum vestræns neyslusamfélags. Að talað sé til okkar, íbúa heimsins, sem einstaklinga í þeim tilgangi að samstilla kraftana til að takast á við aðsteðjandi vanda er ekki nýtt, slíkt gerðist 1992 í tengslum við Heimsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Ríó um sjálfbæra þróun. Þá varð til Dagskrá 21 sem var framkvæmdaáætlun um málefni ráðstefnunnar, undirrituð af fulltrúum 179 þjóða. Samþykktinni var ætlað að vekja þjóðir heims til vitundar um að vinna að sjálfbærri þróun á heimsvísu. Þegar ljóst varð að Dagskrá 21 væri ekki nægilega mótuð fyrir hvert samfélag var samin Staðardagskrá 21 sem sveitarstjórnir gátu stuðst við. Þannig var stefnt að því að ná til grasrótarinnar. Á þessum tíma urðu til einkunnarorðin: Hugsaðu hnattrænt framkvæmdu heima. (Think globally act locally.) Ráðstefnan í Ríó átti sína „Gretu Thunberg“ en hún hét annað, hún hét Severn Cullis-Suzuki. Tólf ára flutti hún ræðu yfir leiðtogum þjóðanna í Ríó. Ræðuna má enn finna á netinu. Sjálfur er ég þeirrar skoðunar að það verði ekki leiðtogar þjóðanna sem leysi þau heimsvíðu knýjandi verkefni sem við blasa. Meðal þeirra er óeiningin og togstreitan um auð og völd of rótgróin. Þetta eru mest rígfullorðnir karlmenn fastir í gömlum tíma og gömlum stjórnarháttum en undantekninguna sem sannar regluna má finna í kvenleiðtoga á suðurhveli jarðar. Við blasir að grasrót mannkynsins verði að koma til skjalanna því stóru ráðstefnurnar og sáttmálarnir sem leiðtogarnir hafa undirritað við hátíðlegar athafnir hafa einfaldlega ekki skilað þeim árangri sem við þegnarnir ætlumst til. Einmitt í dag birta fjölmiðlar frétt frá grasrótinni. Greta Thunberg ásamt fjölda aðgerðasinna senda leiðtogum heimsins opið bréf, þar sem kallað er eftir því að þeir fari að líta á loftslagsvandann sem alvöru ógn við mannkynið. Í tengslum við fréttina er almenningi boðið upp á að undirrita bréfið. Höfundur er lyfjafræðingur.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun