Körfubolti

NBA stjörnur mættar til Orlando

Ísak Hallmundarson skrifar
Hvað ætli LeBron James og félagar geri þegar keppni hefst á nýjan leik?
Hvað ætli LeBron James og félagar geri þegar keppni hefst á nýjan leik? getty/Harry How

NBA-deildin mun hefjast aftur þann 30. júlí næstkomandi eftir langa bið. Síðasti leikur deildarinnar var leikinn þann 11. mars áður en deildinni var frestað um ókominn tíma vegna Kórónuveirunnar. 

Þann 4. júní var svo ákveðið að 22 efstu liðin af þeim 30 sem eru hluti af deildinni munu mæta til leiks í Disneylandi í Orlando og klára tímabilið. Átta leikir á hvert lið verða spilaðir til viðbótar í deildarkeppninni og síðan fer úrslitakeppnin sjálf fram.

Liðin og leikmenn sem taka þátt mættu í æfingabúðir í Orlando, sem hafa fengið nafnið Orlando-búbblan, á fimmtudaginn síðasta. 

Hér má síðan sjá stöðuna í deildinni þegar átta umferðir eru eftir. 

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.