Öflugur málsvari í 75 ár villist af leið Þröstur Friðfinnsson skrifar 10. júlí 2020 08:45 Í nýliðnum mánuði varð okkar kæra Samband íslenskra sveitarfélaga 75 ára. Formaður okkar, Aldís Hafsteinsdóttir, ritaði af því tilefni ágæta grein á heimasíðu sambandsins. Þar ræðir hún m.a. mikilvægi þess að sveitarfélögin eigi sér sameiginlegan málsvara. Málsvara sem komið geti fram fyrir hönd allra sveitarfélaga. Þetta er hárrétt hjá formanninum, það er sveitarfélögunum gríðarlega mikils virði að eiga öflugan sameiginlegan málsvara. Af þessu tilefni er ágætt að velta aðeins fyrir sér hlutverki og störfum sambandsins. Því miður hefur núverandi stjórn undir dyggri forystu Aldísar, villst nokkuð af leið í hagsmunagæslunni. Samband íslenskra sveitarfélaga er félag með frjálsri aðild. Því ber að gæta hagsmuna aðildarfélaga sinna og þá þeirra allra, eins og kemur fram í grein formannsins. Sambandið er ekki stjórnsýslustofnun og ekki stjórnsýslustig, en nokkuð hefur borið á að menn teldu sambandið hafa slíka stjórnsýslulega stöðu. Það er afar mikilvægt að stjórnarmenn séu meðvitaðir um þessi atriði og vinni samkvæmt þeim, vinni samkvæmt samþykktum þess félags sem þeir eru kjörnir til að stýra. Stjórn sambandsins skipa nú eingögnu fulltrúar frá 20 stærstu sveitarfélögunum. Nokkuð hefur borið á gagnrýni á aðferð við stjórnarkjör, einkum vegna þess að fulltrúar gömlu stjórnmálaflokkanna eigi einir aðgang að stjórn. Ekki síður er það bagalegt að rödd minni sveitarfélaga heyrist ekki þar inni. Þau telja þó meira en helming aðildarfélaga að fjölda til. Þegar stjórn fellur síðan í þá gryfju að fara harkalega fram gegn hagsmunum og vilja verulegs hluta aðildarfélaga sinna, er illa fyrir henni og sambandinu komið. Það stenst engan veginn að fulltrúar stærri sveitarfélaga vinni opinberlega í nafni sambandsins að því að leggja niður eða innlima minni sveitarfélög. Og það þvert gegn vilja íbúa þeirra og kjörinna fulltrúa. Þegar stjórnin og sambandið tekur sér þannig stöðu við hlið ráðherra gegn verulegum hluta sinna aðildarfélaga, er farið þvert gegn samþykktum sambandsins og því góða starfi til 75 ára sem formaðurinn fjallar svo fjálglega um. Minni sveitarfélög eiga hér engar varnir, enga kæruleið, engan málsvara í stjórn. Í raun er merkilegt að þau hafi ekki þegar yfirgefið sambandið í hóp. Sýnir það vel góðan hug þeirra til sambandsins og nokkra bjartsýni þeirra á breytingar. En ef ekkert breytist hlýtur þó að koma að því að það gerist. Ábyrgð stjórnarmanna sem vinna þannig gegn vilja og hagsmunum sinna félagsmanna er mikil. Sama gildir um fulltrúa stóru sveitarfélaganna sem greiddu atkvæði á aukalandsþingi s.l. haust. Þar var farið á svig við eðlileg vinnubrögð í frjálsu félagi. Til frekari útskýringa mætti taka tvö dæmi; Það má vel færa rök fyrir því að hagkvæmt gæti verið að sameina sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu í eitt. Ef fulltrúar landsbyggðar og Reykjavíkur samþykktu í skjóli meirihlutavalds á landsþingi tillögu um slíkt, myndu þá fulltrúar Garðabæjar sætta sig við það og að stjórn fylgdi slíkri tillögu fast eftir? Þrátt fyrir eindregna andstöðu íbúa Garðabæjar sem yrðu sviptir sínum lýðræðislega rétti til að ráða sínum ráðum sjálfir? Einnig má alveg færa rök fyrir því að mesta ójafnvægi á sveitarstjórnarstiginu sé stærð Reykjavíkur. Segjum að fulltrúar annarra sveitarfélaga samþykktu á landsþingi, gegn harðri andstöðu fulltrúa Reykjavíkur, tillögu um að Reykjavík skyldi skipt upp í 5 sveitarfélög. Eða jafnvel í fleiri hluta sem yrðu þá sameinaðir nágrannasveitarfélögum. Myndu fulltrúar Reykjavíkur telja það eðlileg vinnubrögð og sætta sig við að stjórn fylgdi slíkum tillögum fast eftir sem stefnu sambandsins? Auðvitað vita íbúarnir sjálfir hvað er þeim fyrir bestu, lýðræðið endar ekki við einhverja tölu. Lýðræði, íbúalýðræði og sjálfstjórnarréttur eru grunnstef í stefnu sambandsins. Að vanvirða þann rétt íbúa stórs hluta aðildarfélaga þess er engum til sóma. Um leið og ég óska Sambandi íslenskra sveitarfélaga til hamingu með árin 75, leyfi ég mér að ala þá von í brjósti að það beri gæfu til að komast aftur á sína fyrri braut. Að vera öflugur málsvari allra sveitarfélaga í landinu, stórra sem smárra. Höfundur er sveitarstjóri Grýtubakkahrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í nýliðnum mánuði varð okkar kæra Samband íslenskra sveitarfélaga 75 ára. Formaður okkar, Aldís Hafsteinsdóttir, ritaði af því tilefni ágæta grein á heimasíðu sambandsins. Þar ræðir hún m.a. mikilvægi þess að sveitarfélögin eigi sér sameiginlegan málsvara. Málsvara sem komið geti fram fyrir hönd allra sveitarfélaga. Þetta er hárrétt hjá formanninum, það er sveitarfélögunum gríðarlega mikils virði að eiga öflugan sameiginlegan málsvara. Af þessu tilefni er ágætt að velta aðeins fyrir sér hlutverki og störfum sambandsins. Því miður hefur núverandi stjórn undir dyggri forystu Aldísar, villst nokkuð af leið í hagsmunagæslunni. Samband íslenskra sveitarfélaga er félag með frjálsri aðild. Því ber að gæta hagsmuna aðildarfélaga sinna og þá þeirra allra, eins og kemur fram í grein formannsins. Sambandið er ekki stjórnsýslustofnun og ekki stjórnsýslustig, en nokkuð hefur borið á að menn teldu sambandið hafa slíka stjórnsýslulega stöðu. Það er afar mikilvægt að stjórnarmenn séu meðvitaðir um þessi atriði og vinni samkvæmt þeim, vinni samkvæmt samþykktum þess félags sem þeir eru kjörnir til að stýra. Stjórn sambandsins skipa nú eingögnu fulltrúar frá 20 stærstu sveitarfélögunum. Nokkuð hefur borið á gagnrýni á aðferð við stjórnarkjör, einkum vegna þess að fulltrúar gömlu stjórnmálaflokkanna eigi einir aðgang að stjórn. Ekki síður er það bagalegt að rödd minni sveitarfélaga heyrist ekki þar inni. Þau telja þó meira en helming aðildarfélaga að fjölda til. Þegar stjórn fellur síðan í þá gryfju að fara harkalega fram gegn hagsmunum og vilja verulegs hluta aðildarfélaga sinna, er illa fyrir henni og sambandinu komið. Það stenst engan veginn að fulltrúar stærri sveitarfélaga vinni opinberlega í nafni sambandsins að því að leggja niður eða innlima minni sveitarfélög. Og það þvert gegn vilja íbúa þeirra og kjörinna fulltrúa. Þegar stjórnin og sambandið tekur sér þannig stöðu við hlið ráðherra gegn verulegum hluta sinna aðildarfélaga, er farið þvert gegn samþykktum sambandsins og því góða starfi til 75 ára sem formaðurinn fjallar svo fjálglega um. Minni sveitarfélög eiga hér engar varnir, enga kæruleið, engan málsvara í stjórn. Í raun er merkilegt að þau hafi ekki þegar yfirgefið sambandið í hóp. Sýnir það vel góðan hug þeirra til sambandsins og nokkra bjartsýni þeirra á breytingar. En ef ekkert breytist hlýtur þó að koma að því að það gerist. Ábyrgð stjórnarmanna sem vinna þannig gegn vilja og hagsmunum sinna félagsmanna er mikil. Sama gildir um fulltrúa stóru sveitarfélaganna sem greiddu atkvæði á aukalandsþingi s.l. haust. Þar var farið á svig við eðlileg vinnubrögð í frjálsu félagi. Til frekari útskýringa mætti taka tvö dæmi; Það má vel færa rök fyrir því að hagkvæmt gæti verið að sameina sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu í eitt. Ef fulltrúar landsbyggðar og Reykjavíkur samþykktu í skjóli meirihlutavalds á landsþingi tillögu um slíkt, myndu þá fulltrúar Garðabæjar sætta sig við það og að stjórn fylgdi slíkri tillögu fast eftir? Þrátt fyrir eindregna andstöðu íbúa Garðabæjar sem yrðu sviptir sínum lýðræðislega rétti til að ráða sínum ráðum sjálfir? Einnig má alveg færa rök fyrir því að mesta ójafnvægi á sveitarstjórnarstiginu sé stærð Reykjavíkur. Segjum að fulltrúar annarra sveitarfélaga samþykktu á landsþingi, gegn harðri andstöðu fulltrúa Reykjavíkur, tillögu um að Reykjavík skyldi skipt upp í 5 sveitarfélög. Eða jafnvel í fleiri hluta sem yrðu þá sameinaðir nágrannasveitarfélögum. Myndu fulltrúar Reykjavíkur telja það eðlileg vinnubrögð og sætta sig við að stjórn fylgdi slíkum tillögum fast eftir sem stefnu sambandsins? Auðvitað vita íbúarnir sjálfir hvað er þeim fyrir bestu, lýðræðið endar ekki við einhverja tölu. Lýðræði, íbúalýðræði og sjálfstjórnarréttur eru grunnstef í stefnu sambandsins. Að vanvirða þann rétt íbúa stórs hluta aðildarfélaga þess er engum til sóma. Um leið og ég óska Sambandi íslenskra sveitarfélaga til hamingu með árin 75, leyfi ég mér að ala þá von í brjósti að það beri gæfu til að komast aftur á sína fyrri braut. Að vera öflugur málsvari allra sveitarfélaga í landinu, stórra sem smárra. Höfundur er sveitarstjóri Grýtubakkahrepps.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun