Körfubolti

Martin Hermannsson á leið til Valencia á Spáni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Martin færir sig um set til Spánar.
Martin færir sig um set til Spánar. Mike Kireev/Getty Images

Íslenski landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson hefur samið við Valencia á Spáni eftir frábært ár með Alba Berlín í Þýskalandi. Varð Martin lands- og bikarmeistari í ár. Lék hann að meðaltali 25 mínútur í leik, skoraði 10.9 stig og gaf 4.8 stoðsendingar.

Þetta kemur fram á vefsíðunni Eurohoops þar sem segir að báðir aðilar hafi náð samkomulagi og hinn 25 ára Martin muni semja til nokkurra ára við félagið. Það á eftir að gefa út hversu langur samningurinn er. 

Martin er þriðji Íslendingurinn sem mun leika með Valencia en Tryggvi Snær Hlinason var í herbúðum liðsins frá 2017 til 2019 og þá var Jón Arnór Stefánsson hjá Valencia leiktíðina 2015-2016.

Valencia er eitt af stærstu liðum Evrópu og leikur í efstu deild á Spáni. Þá endaði í 10. sæti í EuroLeague í vetur. Það á að gera enn betur og því er Martin fenginn inn. Hann er annar leikmaðurinn sem liðið fær á skömmum tíma en Derrick Williams - sem var valinn annar í nýliðavali NBA-deildarinnar 2011 - mun einnig leika með liðinu á næstu leiktíð.

Haukur Helgi Pálsson samdi í gær við Andorra, sem leikur einnig í spænsku úrvalsdeildinni. Þá er Tryggvi Snær enn í herbúðum Zaragoza.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.