Faraldurinn hafði áhrif á allan tónlistariðnaðinn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. júlí 2020 12:21 María og Sigtryggur fóru yfir áhrif kórónuveirufaraldursins á tónlistariðnaðinn hér á landi. Aðsend/ÚTÓN María Rut Reynisdóttir, verkefnastjóri Tónlistarborgarinnar Reykjavíkur, og Sigtryggur Baldursson framkvæmdastjóri Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar (ÚTÓN), segja faraldur kórónuveirunnar og samkomubannið sem fylgdi í kjölfarið hafa haft gríðarleg áhrif á tónlistariðnað á Íslandi. Úrræði til stuðnings geiranum hverfist oft aðallega um tónlistarfólk, á meðan aðrir einstaklingar og minni fyrirtæki innan iðnaðarins sitji eftir. Á dögunum kom út skýrsla um áhrif Covid-19 á íslenskan tónlistariðnað. Þetta kom fram í máli þeirra í Bítínu á Bylgjunni í morgun. María segir ástandið hafa haft áhrif á allan iðnaðinn, en sérstaklega tónleikahald. „Þetta var skellur fyrir tónlistarlífið, það bara lokaði allt á einu bretti. Þá erum við einkum og sér í lagi að tala um tónleikahald, sem hefur á undanförnum árum orðið megintekjulind tónlistarfólks. Við ákváðum að kortleggja þetta aðeins, þessi áhrif, og reyna að greina helstu áskoranir og reyna að búa til hlaðborð af tillögum um hvernig væri hægt að styðja betur við íslenskt tónlistarlíf á þessum tímum,“ sagði María. Hún segir eðlilegt að talað hafi verið um áhrif faraldursins á tónlistarfólk hér á landi. Hins vegar sé minna talað um fyrirtæki og einstaklinga sem starfa á bak við tjöldin, fyrir og með tónlistarfólkinu. „Við erum líka að tala um, einkum og sér í lagi lifandi tónlistarflutning og alla sem starfa þar, og einnig önnur fyrirtæki í umgjörðinni eins og hljóðver, hljómplötuverslanir, umboðsskrifstofur, bókunarskrifstofur. Þetta hefur áhrif á allt.“ Stórt tónlistarhagkerfi Sigtryggur segir að í skýrslunni sé einnig dregið fram að hagkerfið sem hverfist í kring um tónlist á Íslandi sé nokkuð umfangsmikið. „Það eru hljóðkerfaleigur og alls konar umhverfi í kring um þetta, sem almenningur er ekkert meðvitaður um, eðlilega. Sem verður fyrir alveg gríðarlegu tjóni og þetta er alveg ótrúlega mikið af fólki sem starfar í geiranum sem verður fyrir miklu tjóni. Styrkjakerfið á Íslandi, sem hverfist í kring um tónlist, er rosalega miðað að tónlistarfólkinu sjálfu og þeim sem framkvæma músíkina.“ Þess vegna hafi litlum fyrirtækjum og öðrum sem starfa umhverfis tónlist hér á landi reynst erfitt að fá stuðning frá hinu opinbera. María bendir á að stuðningur við tónlistarhátíðir, og tekur Iceland Airwaves sem dæmi, sé góð fjárfesting sem skili sér margfalt til baka, þar sem fjöldi erlendra ferðamanna sæki hátíðina almennt. Erlendir ferðamenn eru fyrirferðarmiklir á Iceland Airwaves. Gjaldþrota tónleikastaðir „Það hafa nú þegar orðið gjaldþrot, ef við tölum um tónleikastaði,“ segir María og tekur undir þau sjónarmið að þau úrræði sem fram hafa komið, tónlistariðnaðinum til handa, snúi meira að listsköpun og tónlistarfólki heldur en öðrum innan bransans. Hins vegar sé aðeins brotabrot af fólki innan iðnaðarins sem fái stuðning. „Við verðum eiginlega að horfa á tónlistina sem atvinnugrein. Þá er hún líka svolítið sérstök. Þetta eru oft lítil fyrirtæki, þetta eru einstaklingar sem eru í rekstri á eigin kennitölu, fólk er í einhverri samsettri vinnu og er launþegar og verktakar. Þessi úrræði, eins og atvinnuleysisbætur, hlutabætur og lokunarstyrkir eiga mjög illa við. Þú getur til dæmis ekki sótt um bætur bæði sem verktaki og launþegi. Það eru alls konar praktísk mál sem þarf að leysa en svo þarf líka að skoða hvernig er hægt að koma neyðarpakka til þessara fyrirtækja og aðila sem eru að starfa í þessum iðnaði.“ Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
María Rut Reynisdóttir, verkefnastjóri Tónlistarborgarinnar Reykjavíkur, og Sigtryggur Baldursson framkvæmdastjóri Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar (ÚTÓN), segja faraldur kórónuveirunnar og samkomubannið sem fylgdi í kjölfarið hafa haft gríðarleg áhrif á tónlistariðnað á Íslandi. Úrræði til stuðnings geiranum hverfist oft aðallega um tónlistarfólk, á meðan aðrir einstaklingar og minni fyrirtæki innan iðnaðarins sitji eftir. Á dögunum kom út skýrsla um áhrif Covid-19 á íslenskan tónlistariðnað. Þetta kom fram í máli þeirra í Bítínu á Bylgjunni í morgun. María segir ástandið hafa haft áhrif á allan iðnaðinn, en sérstaklega tónleikahald. „Þetta var skellur fyrir tónlistarlífið, það bara lokaði allt á einu bretti. Þá erum við einkum og sér í lagi að tala um tónleikahald, sem hefur á undanförnum árum orðið megintekjulind tónlistarfólks. Við ákváðum að kortleggja þetta aðeins, þessi áhrif, og reyna að greina helstu áskoranir og reyna að búa til hlaðborð af tillögum um hvernig væri hægt að styðja betur við íslenskt tónlistarlíf á þessum tímum,“ sagði María. Hún segir eðlilegt að talað hafi verið um áhrif faraldursins á tónlistarfólk hér á landi. Hins vegar sé minna talað um fyrirtæki og einstaklinga sem starfa á bak við tjöldin, fyrir og með tónlistarfólkinu. „Við erum líka að tala um, einkum og sér í lagi lifandi tónlistarflutning og alla sem starfa þar, og einnig önnur fyrirtæki í umgjörðinni eins og hljóðver, hljómplötuverslanir, umboðsskrifstofur, bókunarskrifstofur. Þetta hefur áhrif á allt.“ Stórt tónlistarhagkerfi Sigtryggur segir að í skýrslunni sé einnig dregið fram að hagkerfið sem hverfist í kring um tónlist á Íslandi sé nokkuð umfangsmikið. „Það eru hljóðkerfaleigur og alls konar umhverfi í kring um þetta, sem almenningur er ekkert meðvitaður um, eðlilega. Sem verður fyrir alveg gríðarlegu tjóni og þetta er alveg ótrúlega mikið af fólki sem starfar í geiranum sem verður fyrir miklu tjóni. Styrkjakerfið á Íslandi, sem hverfist í kring um tónlist, er rosalega miðað að tónlistarfólkinu sjálfu og þeim sem framkvæma músíkina.“ Þess vegna hafi litlum fyrirtækjum og öðrum sem starfa umhverfis tónlist hér á landi reynst erfitt að fá stuðning frá hinu opinbera. María bendir á að stuðningur við tónlistarhátíðir, og tekur Iceland Airwaves sem dæmi, sé góð fjárfesting sem skili sér margfalt til baka, þar sem fjöldi erlendra ferðamanna sæki hátíðina almennt. Erlendir ferðamenn eru fyrirferðarmiklir á Iceland Airwaves. Gjaldþrota tónleikastaðir „Það hafa nú þegar orðið gjaldþrot, ef við tölum um tónleikastaði,“ segir María og tekur undir þau sjónarmið að þau úrræði sem fram hafa komið, tónlistariðnaðinum til handa, snúi meira að listsköpun og tónlistarfólki heldur en öðrum innan bransans. Hins vegar sé aðeins brotabrot af fólki innan iðnaðarins sem fái stuðning. „Við verðum eiginlega að horfa á tónlistina sem atvinnugrein. Þá er hún líka svolítið sérstök. Þetta eru oft lítil fyrirtæki, þetta eru einstaklingar sem eru í rekstri á eigin kennitölu, fólk er í einhverri samsettri vinnu og er launþegar og verktakar. Þessi úrræði, eins og atvinnuleysisbætur, hlutabætur og lokunarstyrkir eiga mjög illa við. Þú getur til dæmis ekki sótt um bætur bæði sem verktaki og launþegi. Það eru alls konar praktísk mál sem þarf að leysa en svo þarf líka að skoða hvernig er hægt að koma neyðarpakka til þessara fyrirtækja og aðila sem eru að starfa í þessum iðnaði.“
Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira