Ræður fólkið eða flokkurinn? Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson skrifar 7. júlí 2020 08:00 Það ættu í sjálfu sér ekki að vera nein tíðindi að Sjálfstæðisflokkurinn hafi metnað til að einkavæða opinbera innviði. Það er heldur ekkert sérstaklega óvænt að „fordæmalausar aðstæður“ skulu vera notaðar til þess að svala þessum metnaði. Eigum við að segja að þetta sé eftir bókinni þegar kemur að flokknum. Þetta er í eðli hans. Um sístætt eðli má einnig lesa í dæmisögunni um skjaldbökuna og sporðdrekann. Þrátt fyrir fögur fyrirheit og loforð gat sporðdrekinn ekki annað en stungið skjaldbökuna þegar að bakkanum kom, eftir að hafa þegið ferð yfir sundið á baki skjaldbökunnar. Það er í eðli hans. Sýndarlýðræði bæjarstjórans Það sem er rislítið í þessu öllu er að kannast ekki við þennan metnað, já eða boða ekki þessa hugmyndafræði, í samtali við kjósendur. Í aðdraganda kosninga þykist flokkurinn standa fyrir velferð, gagnsæi og heiðarleg vinnubrögð. Sem er auðvitað ekki skrítið; eftir þessu er ítrekað kallað af hálfu kjósenda. Svo. Það þarf að láta til skrarar skríða þegar meirihlutanum er náð. Eða eins og bæjarstjóri Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði ræddi í morgunútvarpi Rásar 2, föstudaginn 2. júlí og gæti útlagst svona: við erum með meirihluta, við náum því fram sem við viljum. Þarna lýsir bæjarstjórinn þeirri sannfæringu sinni að samráð við bæjarfulltrúa hafi ekki verið nauðsynlegt í aðdraganda þess að Kvika banki var fenginn til að halda utan um einkavæðingu eignarhluta Hafnarfjarðarbæjar. Bæjarstjórinn var búinn að telja sig öruggan með puttunum. Samtal við bæjarbúa er óþarft, samtal við bæjarfulltrúa er óþarft – það eina sem þarf er einfaldur meirihluti til að staðfesta það sem löngu er búið að ákveða. Einhverjum gæti hér flogið í hug orðið sýndarlýðræði. Áhugasamir eru hvattir til að hlusta á viðtalið. Það er merkilegt að hlusta á bæjarstjórann lýsa því einlægt og umbúðalaust þegar hún fékk óvænta hugmynd í miðju COVID – kannski væri bara sniðugt að selja. Svo var farið af stað. Einhvern veginn er þessi lýsing bæjarstjórans hin fullkomna játning á lýðræðisfúski. Bæjarstjóri er leiðtogi allra bæjarbúa Í einfaldri framsetningu er málið svona: einkavæðing eignarhlutar bæjarbúa í HS Veitum er stórpólítískt hagsmunamál allra Hafnfirðinga sem fékk enga umræðu í aðdraganda kosninga. Því hafa kjörnir fulltrúar hvorki umboð né upplýsta umræðu frá íbúum Hafnarfjarðar til að selja hlutinn. Það er þarna sem bæjarstjóri Sjálfstæðismanna misnotar lýðræðið í stað þess að virða það og virkja. Kjörinn fulltrúi í Hafnarfirði er rödd fólksins í Hafnarfirði, framkvæmir vilja þess og ber fram upplýsta og vel ígrundaða framtíðarsýn kjósenda. Komi upp mál á kjörtímabilinu sem enga umræðu fékk í aðdraganda kosninga, og er eins umdeilt og fyrirhuguð einkavæðing HS Veitna, er það siðferðisleg skylda stjórnenda að spyrja bæjarbúa álits áður en ákvörðun er tekin. Sveitarfélög eru samsett af fólki – ekki stjórnmálaflokkum. Í því ljósi skal skoða þá grundvallarreglu að bæjarstjóri er ekki flokksfyrirliði sem vann innanfélagsmót. Bæjarstjóri er leiðtogi allra íbúa sveitarfélagsins. Hafnfirðingum er bent á að nú stendur yfir undirskriftasöfnun til að knýja fram íbúakosningu um fyrirhugaða sölu á hlut bæjarbúa í HS Veitum. Höfundur er áhugamaður um íbúalýðræði í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson Hafnarfjörður Mest lesið Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Sjá meira
Það ættu í sjálfu sér ekki að vera nein tíðindi að Sjálfstæðisflokkurinn hafi metnað til að einkavæða opinbera innviði. Það er heldur ekkert sérstaklega óvænt að „fordæmalausar aðstæður“ skulu vera notaðar til þess að svala þessum metnaði. Eigum við að segja að þetta sé eftir bókinni þegar kemur að flokknum. Þetta er í eðli hans. Um sístætt eðli má einnig lesa í dæmisögunni um skjaldbökuna og sporðdrekann. Þrátt fyrir fögur fyrirheit og loforð gat sporðdrekinn ekki annað en stungið skjaldbökuna þegar að bakkanum kom, eftir að hafa þegið ferð yfir sundið á baki skjaldbökunnar. Það er í eðli hans. Sýndarlýðræði bæjarstjórans Það sem er rislítið í þessu öllu er að kannast ekki við þennan metnað, já eða boða ekki þessa hugmyndafræði, í samtali við kjósendur. Í aðdraganda kosninga þykist flokkurinn standa fyrir velferð, gagnsæi og heiðarleg vinnubrögð. Sem er auðvitað ekki skrítið; eftir þessu er ítrekað kallað af hálfu kjósenda. Svo. Það þarf að láta til skrarar skríða þegar meirihlutanum er náð. Eða eins og bæjarstjóri Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði ræddi í morgunútvarpi Rásar 2, föstudaginn 2. júlí og gæti útlagst svona: við erum með meirihluta, við náum því fram sem við viljum. Þarna lýsir bæjarstjórinn þeirri sannfæringu sinni að samráð við bæjarfulltrúa hafi ekki verið nauðsynlegt í aðdraganda þess að Kvika banki var fenginn til að halda utan um einkavæðingu eignarhluta Hafnarfjarðarbæjar. Bæjarstjórinn var búinn að telja sig öruggan með puttunum. Samtal við bæjarbúa er óþarft, samtal við bæjarfulltrúa er óþarft – það eina sem þarf er einfaldur meirihluti til að staðfesta það sem löngu er búið að ákveða. Einhverjum gæti hér flogið í hug orðið sýndarlýðræði. Áhugasamir eru hvattir til að hlusta á viðtalið. Það er merkilegt að hlusta á bæjarstjórann lýsa því einlægt og umbúðalaust þegar hún fékk óvænta hugmynd í miðju COVID – kannski væri bara sniðugt að selja. Svo var farið af stað. Einhvern veginn er þessi lýsing bæjarstjórans hin fullkomna játning á lýðræðisfúski. Bæjarstjóri er leiðtogi allra bæjarbúa Í einfaldri framsetningu er málið svona: einkavæðing eignarhlutar bæjarbúa í HS Veitum er stórpólítískt hagsmunamál allra Hafnfirðinga sem fékk enga umræðu í aðdraganda kosninga. Því hafa kjörnir fulltrúar hvorki umboð né upplýsta umræðu frá íbúum Hafnarfjarðar til að selja hlutinn. Það er þarna sem bæjarstjóri Sjálfstæðismanna misnotar lýðræðið í stað þess að virða það og virkja. Kjörinn fulltrúi í Hafnarfirði er rödd fólksins í Hafnarfirði, framkvæmir vilja þess og ber fram upplýsta og vel ígrundaða framtíðarsýn kjósenda. Komi upp mál á kjörtímabilinu sem enga umræðu fékk í aðdraganda kosninga, og er eins umdeilt og fyrirhuguð einkavæðing HS Veitna, er það siðferðisleg skylda stjórnenda að spyrja bæjarbúa álits áður en ákvörðun er tekin. Sveitarfélög eru samsett af fólki – ekki stjórnmálaflokkum. Í því ljósi skal skoða þá grundvallarreglu að bæjarstjóri er ekki flokksfyrirliði sem vann innanfélagsmót. Bæjarstjóri er leiðtogi allra íbúa sveitarfélagsins. Hafnfirðingum er bent á að nú stendur yfir undirskriftasöfnun til að knýja fram íbúakosningu um fyrirhugaða sölu á hlut bæjarbúa í HS Veitum. Höfundur er áhugamaður um íbúalýðræði í Hafnarfirði.
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun