Handbolti

Hetjan úr bikarúrslitaleiknum áfram hjá ÍBV

Sindri Sverrisson skrifar
Petar Jokanovic verður áfram í ÍBV.
Petar Jokanovic verður áfram í ÍBV. mynd/@ibvhandbolti

Markvörðurinn Petar Jokanovic hefur skrifað undir nýjan samning til eins árs við handknattleiksdeild ÍBV.

Jokanovic kom til ÍBV fyrir síðustu leiktíð og varð bikarmeistari með liðinu. Hann átti stórleik í bikarúrslitaleiknum gegn Stjörnunni, varði 40% skota sem hann fékk á sig og var valinn maður leiksins.

Eftir því sem fram kemur á Facebook-síðu ÍBV er Jokanovic mjög ánægður með lífið í Vestmannaeyjum og hann ákvað því að taka annað tímabil með liðinu. Síðasta tímabil varð styttra en ella vegna kórónuveirufaraldursins en ÍBV hafnaði í 7. sæti Olís-deildarinnar.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.