Handbolti

Elliði Snær: Petar vann þennan leik fyrir okkur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Elliði var að vanda öflugur í Eyjavörninni.
Elliði var að vanda öflugur í Eyjavörninni. vísir/daníel

„Þessi er geðveikt sætur. Við spiluðum ekki okkar besta leik í dag en þegar á reyndi stóðum við saman og kláruðum leikinn,“ sagði Elliði Snær Viðarsson, leikmaður ÍBV, í samtali við Vísi eftir að hans menn tryggðu sér fjórða bikarmeistaratitilinn í sögu félagsins með sigri á Stjörnunni, 26-24.

Eyjamenn áttu í vandræðum í sókninni en léku sterka og öfluga vörn sem skilaði níu hraðaupphlaupsmörkum.

„Dagur [Arnarsson] var eiginlega ekkert með. Hann er eitthvað slæmur og getur ekki skotið á markið. Fannar [Þór Friðgeirsson] var á annarri löppinni þannig að við þurftum að grípa í plan B. Sem betur fer gekk það í dag,“ sagði Elliði.

Petar Jokanovic var frábær í marki ÍBV og varði 16 skot, eða 40% þeirra skota sem hann fékk á sig.

„Hann sparaði sig á sig á fimmtudaginn en var frábær í dag og vann þennan leik fyrir okkur,“ sagði Elliði um Jokanovic.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×