Bruninn á Bræðraborgarstíg Páll Baldvin Baldvinsson skrifar 26. júní 2020 10:30 Nú berast þær fréttir að bruninn á Bræðraborgarstíg 1 hafi verið mannskæður, þrír eru látnir og tveir eru í gjörgæslu. Líka að 73 einstaklingar hafi verið með skráð lögheimili í húsinu. Ekki hefur enn verið greint frá hver var eigandi hússins, einungis að það hafi verið "skráð" á starfsmannaleigu, né hver eigandasaga þess var hin síðari ár. Einnig er komið fram að Efling hefur haft áhyggjur af ástandi þessa húsnæðis sem mannabústaðar. Fréttir morgunsins kalla á ítarlega rannsókn á hvernig það gat gerst að þessi eldgildra var liðin í skjóli og á ábyrgð opinberra aðila sem eiga að bera ábyrgð á eftirliti með þessháttar húsnæði: slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og eldvarnaeftirliti, og öðrum bærum aðilum sveitarfélagsins. Við sem eigum oft leið hjá þessu húsi vitum að það hefur um áratuga skeið búið við skelfilegt viðhald eigenda. Þar var um langt skeið rekið dagheimili en því lokað um síðir. Húsið var forskalað og fyrir tveim árum datt stór fláki af forskalningunni af suðurgaflinum og skein í ryðgað bárujárnið undir. Á lóðina sunnanmegin safnaðist reglulega drasl af ýmsu tagi og almannarómur kenndi um leigjendum með tilheyrandi skvettu af útlendingahatri. Þess gætti líka í fyrstu fréttum af brunanum í gær þegar tveir eða þrír þeirra sem komust úr brennandi húsinu voru handteknir og fluttir fáklæddir í járnum og í öllum ummælum lögreglu og slökkviliðs gætti ómannúðlegs tóns gagnvart þeim sem komust úr bálinu. Þá vekur líka athygli að hér brann til kaldra kola bygging sem var 114 áragömul sem var samofin sögu og lífi Vesturbæinga í meira en heila öld. Hús var reist 1906 af Otta Guðmundssyni en frá 1910 var það í eigu Sveins Hjartarsonar bakarameistara sem rak á jarðhæð hússins bakarí sem við hann var kennt. Sveinn var framfaramaður um margt, einn stofnenda Rúgbrauðsgerðarinnar, sultugerðar bakara og Alifuglabús bakara. Að honum stóðu sterkir stofnar frá Steinum á Bráðræðisholti og Ártúni á Kjalarnesi. Steinunn kona hans var fædd í Hlíðarhúsum og er talin fyrst kvenna á Íslandi til að læra á bíl. Af þeim kom mikill fjöldi afkomenda og er það fólk þekkt fyrir hlut sinn í skáksögu Íslands og kvenleggurinn rómaður fyrir fríðleik sinn. Húsið varð fyrir miklum skemmdum þegar neðsta hæðin var rofin með nútímalegum gluggum og austan við það reis steinhús, eitt þeirra húsa við Vesturgötuna sem þurfti að lúta smekkleysi byggingaraðila og veiklyndi byggingarnefndar Reykjavíkur sem alltaf og ævinlega lætur formprýði eldri húsa víkja fyrir hentugleika eignaraðila og lætur ljótleikann njóta réttar.Nú munu eigendur þessa smánarbletts taka til hendinni, rífa steinbygginguna og reisa nýbyggingu sem teygir sig frá auðu lóðinni að sunnan austur á Vesturgötu svo enn skal reynt á smekkleysi byggingarvalda í Reykjavík. Það verður stríð að berja græðgisöflin sem kaupa lóð eða byggingarrétt til að reisa þar hús sem er í flukti við röðina á Vesturgötunni en ekki háhýsin sem standa neðst á Bræðraborgarstíg. En hitt er þó mikilvægast að fram fari opinber rannsókn á því ástandi sem húsið var í hvað varðar brunavarnir og brunaleiðir, hvert ástand var á þeim og hvernig eftirliti með þeim var háttað, hver bar ábyrgð á því, hver var ábyrgð þeirra sem húsinu réðu og skráðu þar til heimilis 73 einstaklinga. Sú langvinna vanræksla sem þarna viðgekkst kostaði á endanum þrjú mannslíf og er því í raun verkefni lögreglunnar að taka það allt til rannsóknar. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bruni á Bræðraborgarstíg Páll Baldvin Baldvinsson Mest lesið Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Nú berast þær fréttir að bruninn á Bræðraborgarstíg 1 hafi verið mannskæður, þrír eru látnir og tveir eru í gjörgæslu. Líka að 73 einstaklingar hafi verið með skráð lögheimili í húsinu. Ekki hefur enn verið greint frá hver var eigandi hússins, einungis að það hafi verið "skráð" á starfsmannaleigu, né hver eigandasaga þess var hin síðari ár. Einnig er komið fram að Efling hefur haft áhyggjur af ástandi þessa húsnæðis sem mannabústaðar. Fréttir morgunsins kalla á ítarlega rannsókn á hvernig það gat gerst að þessi eldgildra var liðin í skjóli og á ábyrgð opinberra aðila sem eiga að bera ábyrgð á eftirliti með þessháttar húsnæði: slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og eldvarnaeftirliti, og öðrum bærum aðilum sveitarfélagsins. Við sem eigum oft leið hjá þessu húsi vitum að það hefur um áratuga skeið búið við skelfilegt viðhald eigenda. Þar var um langt skeið rekið dagheimili en því lokað um síðir. Húsið var forskalað og fyrir tveim árum datt stór fláki af forskalningunni af suðurgaflinum og skein í ryðgað bárujárnið undir. Á lóðina sunnanmegin safnaðist reglulega drasl af ýmsu tagi og almannarómur kenndi um leigjendum með tilheyrandi skvettu af útlendingahatri. Þess gætti líka í fyrstu fréttum af brunanum í gær þegar tveir eða þrír þeirra sem komust úr brennandi húsinu voru handteknir og fluttir fáklæddir í járnum og í öllum ummælum lögreglu og slökkviliðs gætti ómannúðlegs tóns gagnvart þeim sem komust úr bálinu. Þá vekur líka athygli að hér brann til kaldra kola bygging sem var 114 áragömul sem var samofin sögu og lífi Vesturbæinga í meira en heila öld. Hús var reist 1906 af Otta Guðmundssyni en frá 1910 var það í eigu Sveins Hjartarsonar bakarameistara sem rak á jarðhæð hússins bakarí sem við hann var kennt. Sveinn var framfaramaður um margt, einn stofnenda Rúgbrauðsgerðarinnar, sultugerðar bakara og Alifuglabús bakara. Að honum stóðu sterkir stofnar frá Steinum á Bráðræðisholti og Ártúni á Kjalarnesi. Steinunn kona hans var fædd í Hlíðarhúsum og er talin fyrst kvenna á Íslandi til að læra á bíl. Af þeim kom mikill fjöldi afkomenda og er það fólk þekkt fyrir hlut sinn í skáksögu Íslands og kvenleggurinn rómaður fyrir fríðleik sinn. Húsið varð fyrir miklum skemmdum þegar neðsta hæðin var rofin með nútímalegum gluggum og austan við það reis steinhús, eitt þeirra húsa við Vesturgötuna sem þurfti að lúta smekkleysi byggingaraðila og veiklyndi byggingarnefndar Reykjavíkur sem alltaf og ævinlega lætur formprýði eldri húsa víkja fyrir hentugleika eignaraðila og lætur ljótleikann njóta réttar.Nú munu eigendur þessa smánarbletts taka til hendinni, rífa steinbygginguna og reisa nýbyggingu sem teygir sig frá auðu lóðinni að sunnan austur á Vesturgötu svo enn skal reynt á smekkleysi byggingarvalda í Reykjavík. Það verður stríð að berja græðgisöflin sem kaupa lóð eða byggingarrétt til að reisa þar hús sem er í flukti við röðina á Vesturgötunni en ekki háhýsin sem standa neðst á Bræðraborgarstíg. En hitt er þó mikilvægast að fram fari opinber rannsókn á því ástandi sem húsið var í hvað varðar brunavarnir og brunaleiðir, hvert ástand var á þeim og hvernig eftirliti með þeim var háttað, hver bar ábyrgð á því, hver var ábyrgð þeirra sem húsinu réðu og skráðu þar til heimilis 73 einstaklinga. Sú langvinna vanræksla sem þarna viðgekkst kostaði á endanum þrjú mannslíf og er því í raun verkefni lögreglunnar að taka það allt til rannsóknar. Höfundur er rithöfundur.
Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun