Mikilvægt að nýta hverja mínútu á þingi en útiloka fund á morgun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. júní 2020 11:32 Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir ekki koma til greina að fundað verði á Alþingi á morgun. Vísir/Vilhelm Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir ekki veita af því að nýta hverja einustu mínútu sem hægt sé að nýta fyrir Alþingi að koma saman. Það sé sérstaklega þarf vegna faraldursins, sem frestaði verulega störfum þingsins. Þing kemur saman í dag og hófst þingfundur klukkan 10:30. Stefnt er að því að ljúka störfum þingsins fyrir lok næstu viku. „Það veitir bara ekkert af tímanum, að nýta hann til fulls. Við erum enn auðvitað að reyna að stefna á þinglok í síðari hluta næstu viku og þá þarf að nýta hverja stund, bæði fyrir fundarhöld í salnum og líka hafa nefndirnar unnið af kappi og eru nú svona að sjá til lands og munu flestar ljúka afgreiðslu mála á helginni eða í byrjun næstu viku,“ segir Steingrímur í samtali við fréttastofu. Hann segir ekki koma til greina að fundað verði á morgun, sunnudag. „Hér er ekki fundað á sunnudögum en við getum lent inni í aðfaranótt sunnudags ef því er að skipta en það eru engin fordæmi hreinlega um það að fundur sé settur á sunnudegi á Alþingi.“ Mikinn tíma hefur tekið að ræða samgöngumál á Alþingi undanfarið. Steingrímur segist ekki áhyggjufullur um að of langan tíma muni taka að ljúka umræðu um þau mál. Það verði hins vegar bara að koma í ljós. „Auðvitað er þetta mjög stór pakki, þessi samgöngumál. Þetta eru sennilega stærstu einstöku málin sem eru hér undir í þinglokunum. Þetta eru gríðarlega miklar framkvæmdir og ýmis nýbreytni í þessu, það er verið að ráðstafa þarna og setja í farveg ráðstöfun mikilla viðbótarfjármuna sem hefur verið í tveimur umferðum bætt inn í samgöngumálin.“ „Þetta er ramminn utan um mjög miklar ráðstafanir og framkvæmdir þannig að þetta eru stór mál og ekkert við það að athuga að það séu talsverðar umræður. Svo verður bara hver að meta það fyrir sig þegar þær fara að taka á sig svolítið annan svip og bara einn flokkur er eftir í þeim.“ Vika er til stefnu ef áætlun Alþingis á að standast og segir Steingrímur að stjórnarandstaðan muni vonandi fá tækifæri til að koma sínum málum á framfæri fyrir þinglok samkvæmt samningi. „Þau samtöl hafa nú öll verið í gangi og ég vona bara og hvet til þess að þau haldi áfram og já, þar er auðvitað líka verið að tala um það að mæta óskum stjórnarandstöðunnar um afgreiðslu á einhverjum þingmannamálum. Eða þingflokkanna, því það mundi taka til þingmannamála úr stjórnarliðinu líka.“ „Svo kannski aðalátökin um það hvaða málum komi til greina að fresta. Það er nú oft það sem ekki síst er tekist á um,“ segir Steingrímur. Til greina gæti komið segir Steingrímur að þingið komi saman eftir forsetakosningar ef þess þarf. „Helst þarf það að vera hluti af samkomulagi um það hvernig þetta allt saman gengur upp. Síðan er að sjálfsögðu gert ráð fyrir því að þing komi aftur saman undir haustið.“ Alþingi Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir ekki veita af því að nýta hverja einustu mínútu sem hægt sé að nýta fyrir Alþingi að koma saman. Það sé sérstaklega þarf vegna faraldursins, sem frestaði verulega störfum þingsins. Þing kemur saman í dag og hófst þingfundur klukkan 10:30. Stefnt er að því að ljúka störfum þingsins fyrir lok næstu viku. „Það veitir bara ekkert af tímanum, að nýta hann til fulls. Við erum enn auðvitað að reyna að stefna á þinglok í síðari hluta næstu viku og þá þarf að nýta hverja stund, bæði fyrir fundarhöld í salnum og líka hafa nefndirnar unnið af kappi og eru nú svona að sjá til lands og munu flestar ljúka afgreiðslu mála á helginni eða í byrjun næstu viku,“ segir Steingrímur í samtali við fréttastofu. Hann segir ekki koma til greina að fundað verði á morgun, sunnudag. „Hér er ekki fundað á sunnudögum en við getum lent inni í aðfaranótt sunnudags ef því er að skipta en það eru engin fordæmi hreinlega um það að fundur sé settur á sunnudegi á Alþingi.“ Mikinn tíma hefur tekið að ræða samgöngumál á Alþingi undanfarið. Steingrímur segist ekki áhyggjufullur um að of langan tíma muni taka að ljúka umræðu um þau mál. Það verði hins vegar bara að koma í ljós. „Auðvitað er þetta mjög stór pakki, þessi samgöngumál. Þetta eru sennilega stærstu einstöku málin sem eru hér undir í þinglokunum. Þetta eru gríðarlega miklar framkvæmdir og ýmis nýbreytni í þessu, það er verið að ráðstafa þarna og setja í farveg ráðstöfun mikilla viðbótarfjármuna sem hefur verið í tveimur umferðum bætt inn í samgöngumálin.“ „Þetta er ramminn utan um mjög miklar ráðstafanir og framkvæmdir þannig að þetta eru stór mál og ekkert við það að athuga að það séu talsverðar umræður. Svo verður bara hver að meta það fyrir sig þegar þær fara að taka á sig svolítið annan svip og bara einn flokkur er eftir í þeim.“ Vika er til stefnu ef áætlun Alþingis á að standast og segir Steingrímur að stjórnarandstaðan muni vonandi fá tækifæri til að koma sínum málum á framfæri fyrir þinglok samkvæmt samningi. „Þau samtöl hafa nú öll verið í gangi og ég vona bara og hvet til þess að þau haldi áfram og já, þar er auðvitað líka verið að tala um það að mæta óskum stjórnarandstöðunnar um afgreiðslu á einhverjum þingmannamálum. Eða þingflokkanna, því það mundi taka til þingmannamála úr stjórnarliðinu líka.“ „Svo kannski aðalátökin um það hvaða málum komi til greina að fresta. Það er nú oft það sem ekki síst er tekist á um,“ segir Steingrímur. Til greina gæti komið segir Steingrímur að þingið komi saman eftir forsetakosningar ef þess þarf. „Helst þarf það að vera hluti af samkomulagi um það hvernig þetta allt saman gengur upp. Síðan er að sjálfsögðu gert ráð fyrir því að þing komi aftur saman undir haustið.“
Alþingi Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira