Handbolti

Vill víkka sjóndeildarhring landsliðsins og boðar leikmenn til æfinga

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ásdís Guðmundsdóttir, leikmaður KA/Þór, er boðuð til æfinga.
Ásdís Guðmundsdóttir, leikmaður KA/Þór, er boðuð til æfinga. Vísir/Daniel Thor

Arnar Pétursson, A-landsliðsþjálfari kvenna hefur valið 21 leikmann til æfinga með B-landsliði Íslands 24. - 27. júní nk. Þetta kom fram í fréttatilkynningu frá handknattleikssambandi Íslands fyrr í dag.

Í liðinu er blanda af eldri leikmönnum sem verið nálægt eða í kringum A landslið auk leikmanna sem hafa staðið sig vel með yngri landsliðunum undanfarin ár.

„Við viljum kynnast fleiri leikmönnum og víkka sjóndeildarhringinn áður en við veljum næsta hóp, það er töluverður tími núna í næsta verkefni og því rétt að gefa fleirum tækifæri á að mæta á æfingar hjá okkur,“ sagði Arnar um hópinn.

Arnari til halds og trausts er Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals og aðstoðarþjálfari íslenska liðsins.

Hópurinn

Alexandra Líf Arnarsdóttir, HK

Ásdís Guðmundsdóttir, KA/Þór

Ásdís Þóra Ágústsdóttir, Valur

Berta Rut Harðardóttir, Haukar

Elín Rósa Magnúsdóttir, Valur

Eva Dís Sigurðardóttir, Afturelding

Harpa María Friðgeirsdóttir, Fram

Harpa Valey Gylfadóttir, ÍBV

Hulda Dís Þrastardóttir, Selfoss

Ída Bjarklind Magnúsdóttir, Stjarnan

Jónína Hlín Hansdóttir, Fram

Karen Tinna Demian, Stjarnan

Katla María Magnúsdóttir, Stjarnan

Kristrún Steinþórsdóttir, Fram

Lena Margrét Valdimarsdóttir, Fram

Ragnhildur Edda Þórðardóttir, Valur

Rakel Sara Elvarsdóttir, KA/Þór

Saga Sif Gísladóttir, Haukar

Sara Sif Helgadóttir, Fram

Tinna Sól Björgvinsdóttir, HK

Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir, HKAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.