Körfubolti

Kristjana að­stoðar Borce með karlana

Anton Ingi Leifsson skrifar
Frá undirskriftinni í gær.
Frá undirskriftinni í gær. mynd/ír

Kristjana Eir Jónsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá ÍR og mun því aðstoða Borce Ilievski næsta vetur.

Í yfirlýsingu frá ÍR segir að Kristjana sé ein efnilegasti þjálfari landsins en þrátt fyrir ungan aldur hefur hún mikla reynslu af þjálfun og er hún þjálfari U16-ára landsliðs kvenna.

Kristjana mun ekki bara þjálfa meistaraflokk karla hjá félaginu heldur einnig mun hún sinna þjálfun drengjaflokks hjá félaginu.

Kristjana er því annar kvenkyns aðstoðarþjálfarinn sem mun þjálfa í Dominos-deild karla næsta vetur en Danielle Rodriguez er aðstoðarþjálfari Stjörnunnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.