Körfubolti

Finnur byrjar gegn deildar­meisturunum og stór­leikur í Kefla­vík

Anton Ingi Leifsson skrifar
finnur freyr valur

KKÍ birti í dag fyrstu drög að leikjaniðurröðun fyrir Dominos-deildir karla og kvenna en ljóst er að það eru nokkrir mjög svo áhugaverðir leikir í fyrstu umferðunum.

Finnur Freyr Stefánsson sem tók við liði Vals í síðasta mánuði fær verðugt verkefni í fyrstu umferðinni því hann mætir þar fyrrum meðþjálfara sínum hjá íslenska landsliðinu, Arnari Guðjónssyni, og hans lærisveinum í Stjörnunni.

Darri Freyr Atlason reynir að gera KR að meisturum sjöunda tímabilið í röð en hann fær einnig stórt próf strax í fyrstu umferðinni er Njarðvík mætir í heimsókn í DHL-höllina. Drögin að Dominos-deild karla má sjá hér.

Í kvennaflokki byrja deilarmeistarar Vals á útivelli gegn Breiðabliki og í Keflavík er stórleikur þar sem KR kemur í heimsókn. Haukar fá svo tækifæri til að hefna ófaranna úr undanúrslitum Geysis-bikarsins gegn Skallagrími. Drögin að Dominos-deild kvenna má sjá hér.

Í frétt KKÍ segir að vonast eftir að dagskrá fyrstu deildanna muni liggja fyrir öðru hvoru megin við næstu helgi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.