Körfubolti

Flottustu tilþrif Tryggva í vetur | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tryggvi Snær Hlinason hefur leikið á Spáni undanfarin þrjú ár.
Tryggvi Snær Hlinason hefur leikið á Spáni undanfarin þrjú ár. vísir/bára

Tryggvi Snær Hlinason hefur átt góða spretti á sínu fyrsta tímabili hjá spænska körfuboltaliðinu Casademont Zaragoza.

Hann hefur leikið alla 23 leiki Zaragoza í spænsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili og skorað 4,5 stig og tekið 2,3 fráköst að meðaltali.

Zaragoza birti í dag myndband með flottustu tilþrifum Tryggva á tímabilinu á Twitter. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.

Farin verður nokkuð sérstök leið til að klára tímabilið í spænsku úrvalsdeildinni. Liðunum sem voru í tólf efstu sætunum þegar keppni var hætt vegna kórónuveirufaraldursins verður skipt í tvo sex liða riðla.

Liðin mætast innbyrðis og tvö efstu liðin í hvorum riðli fara í undanúrslit. Sigurvegararnir mætast svo í úrslitum um spænska meistaratitilinn. Allir 33 leikirnir í þessari sérstöku úrslitakeppni fara fram í Valencia.

Tryggvi og félagar í Zaragoza voru í 3. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar þegar keppni var hætt. Þeir verða í riðli með Real Madrid, MoraBanc Andorra, Valencia Basket, San Pablo Burgos og Herbalife Gran Canaria. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×