Körfubolti

Flottustu tilþrif Tryggva í vetur | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tryggvi Snær Hlinason hefur leikið á Spáni undanfarin þrjú ár.
Tryggvi Snær Hlinason hefur leikið á Spáni undanfarin þrjú ár. vísir/bára

Tryggvi Snær Hlinason hefur átt góða spretti á sínu fyrsta tímabili hjá spænska körfuboltaliðinu Casademont Zaragoza.

Hann hefur leikið alla 23 leiki Zaragoza í spænsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili og skorað 4,5 stig og tekið 2,3 fráköst að meðaltali.

Zaragoza birti í dag myndband með flottustu tilþrifum Tryggva á tímabilinu á Twitter. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.

Farin verður nokkuð sérstök leið til að klára tímabilið í spænsku úrvalsdeildinni. Liðunum sem voru í tólf efstu sætunum þegar keppni var hætt vegna kórónuveirufaraldursins verður skipt í tvo sex liða riðla.

Liðin mætast innbyrðis og tvö efstu liðin í hvorum riðli fara í undanúrslit. Sigurvegararnir mætast svo í úrslitum um spænska meistaratitilinn. Allir 33 leikirnir í þessari sérstöku úrslitakeppni fara fram í Valencia.

Tryggvi og félagar í Zaragoza voru í 3. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar þegar keppni var hætt. Þeir verða í riðli með Real Madrid, MoraBanc Andorra, Valencia Basket, San Pablo Burgos og Herbalife Gran Canaria. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.