Viðskipti innlent

75 hótel lokuð á Íslandi í apríl

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Icelandair hótelið Reykjavík Natura.
Icelandair hótelið Reykjavík Natura. vísir/vilhelm

Framboð gistirýmis minnkaði um næstum helming í apríl, samanborið við sama mánuð í fyrra. Skýrist það ekki síst af því að mörg hótel tóku þá ákvörðun í mars að loka tímabundið, bæði vegna fækkunar ferðamanna og þrengra samkomubanns, en samkvæmt tölum Hagstofunnar voru 75 hótel lokuð í apríl. Fyrir vikið fækkaði opnum hótelherbergjum í landinu um 44,6 prósent.

Greiddar gistinætur ferðamanna á öllum gististöðum voru næstum 21 þúsund í apríl en þær voru um 520 þúsund í sama mánuði árið áður. Það gerir um 96 prósent samdrátt. Samdrátturinn er enn meiri þegar aðeins er litið til hótelgesta en þeim fækkaði um 97 prósent samaborið við apríl í fyrra.

Um 68 prósent gistinátta voru skráðar á Íslendinga, eða rétt rúmlega 14 þúsund, en um 32 prósent á erlenda gesti sem gerir um 6.600 nætur. Gistinætur á hótelum og gistiheimilum voru um 13.500, þar af 9.200 á hótelum. Gistinætur á öðrum tegundum gististaða voru um 7.300.

Herbergjanýting á hótelum í apríl í ár var 3,5 prósent og dróst saman um 45,7 prósentustig frá fyrra ári.

Hagstofan


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Engar hækkanir skráðar í dag

Mesta lækkun dagsins


Engar lækkanir skráðar í dag
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.