Vísar því á bug að fimm milljarða framkvæmd Sorpu sé byggð á úreltri tækni Birgir Olgeirsson skrifar 27. maí 2020 20:00 Helgi Þór Ingason, framkvæmdastjóri Sorpu. Framkvæmdastjóri Sorpu vísar því á bug að ný 5 milljarða gas- og jarðgerðarstöð sé byggð á úreltri tækni. Starfsemi stöðvarinnar feli í sér byltingu í umhverfismálum hér á landi. Gas- og jarðgerðarstöðin Gaja í Álfsnesi verður tekin í notkun 16. júní næstkomandi. Helgi Þór Ingason, framkvæmdastjóri Sorpu, segir hana marka byltingu í umhverfismálum á Íslandi. „Þegar við verðum farin að vinna hér í þessari stöð þá jafngildir það að taka 40 þúsund bensín- og dísilbíla úr umferð. Þetta hefur gríðarleg áhrif á kolefnisbúskapinn á okkar landi,“ segir Helgi Þór. Í stöðinni verður heimilissorpi breytt í metangas og moltu. „Urðun á ársvísu er um 140 þúsund tonn. En við erum að stíga risastór skref fari þessi urðun á næstu árum í 20 þúsund tonn eða minna,“ segir Helgi Þór. Hann segir þá sem fara með stjórnvölinn á höfuðborgarsvæðinu hafa sýnt mikla framsýni þegar þeir ákváðu fyrir tíu árum að hætta urðun á sorpi. Stöðin sé risastórt skref í því ferli. En það að reisa þessa stöð hefur reynst stormasamt ferli. Stjórn Sorpu ákvað að leysa Björn H. Halldórsson, þáverandi framkvæmdastjóra Sorpu, frá störfum í janúar. Það var gert eftir að rekstur Sorpu hafði farið 1,4 milljarða króna fram úr áætlun. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu sem standa að rekstri Sorpu þurftu að samþykkja 990 milljóna króna lán til Sorpu svo hægt yrði að ljúka framkvæmdum við gas- og jarðgerðarstöðina. Heildarkostnaðurinn við að reisa þessa stöð stendur nú í 5,3 milljörðum króna. Stundin fjallaði um stöðina í síðasta tölublaði en þar var því haldið fram að tæknin sem hún byggir á sé úrelt. Var vísað til þess að sambærileg stöð í Noregi, sem byggir á sömu dönsku tækninni, hafi verið lokuð fimm árum eftir að hún var tekin í notkun árið 2006 og aldrei komist almennilega í gagnið. Helgi Þór vísar því á bug að tæknin sé barns síns tíma. „Það sem skiptir máli er að velja bestu fáanlegu tæknina. Þessi tækni sem við veðjum á er kölluð þurrgerjun. Í grunninn hefur þessi tækni ekki breyst um árabil. Það skiptir ekki máli ef tæknin er tíu ára eða tuttugu ára gömul. Hún er sú besta sem fáanleg er. Það á við um þessa tækni sem við höfum valið hér. Hún er viðeigandi og hentar og hún er frekar í sókn heldur en hitt á heimsvísu,“ segir Helgi. Í Stundinni er því haldið fram að moltan sem framleiða á í stöðunni muni ekki standast gæðakröfur né Evrópustaðla. Helgi segir moltuna uppfylla öll ákvæði samkvæmt starfsleyfi. „Við munum uppfylla þau ákvæði og framleið moltu sem er nýtanleg sem við munum sjá á mörgum sviðum. Við erum að þróa markaðinn og höfum fulla trú á þessari notkun. Það eru margir sem sýna henni áhuga og verður ekki vandamál að koma henni í notkun á höfuðborgarsvæðinu og suðvesturhorninu.“ Þá er því haldið fram að ekki sé eftirspurn hér á landi eftir öllu því metangasi sem á að framleiða í stöðinni. „Metangas er samvara, þetta er eldsneyti. Það eru fjölda margir sem hafa áhuga á þessu eldsneyti. Við erum að vinna kappsamlega að finna markaði. Bara núna á áðan var fólk að tala við okkur um möguleg kaup á metani. Við erum að vinna að ýmsum möguleikum og útfærslum í því sambandi. Við erum í stakk búin að tilkynna góða niðurstöðu úr því á næstu mánuðum. Þetta metan verður selt á næstu mánuðum, engin spurning,“ segir Helgi Þór. Sorpa Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Sjá meira
Framkvæmdastjóri Sorpu vísar því á bug að ný 5 milljarða gas- og jarðgerðarstöð sé byggð á úreltri tækni. Starfsemi stöðvarinnar feli í sér byltingu í umhverfismálum hér á landi. Gas- og jarðgerðarstöðin Gaja í Álfsnesi verður tekin í notkun 16. júní næstkomandi. Helgi Þór Ingason, framkvæmdastjóri Sorpu, segir hana marka byltingu í umhverfismálum á Íslandi. „Þegar við verðum farin að vinna hér í þessari stöð þá jafngildir það að taka 40 þúsund bensín- og dísilbíla úr umferð. Þetta hefur gríðarleg áhrif á kolefnisbúskapinn á okkar landi,“ segir Helgi Þór. Í stöðinni verður heimilissorpi breytt í metangas og moltu. „Urðun á ársvísu er um 140 þúsund tonn. En við erum að stíga risastór skref fari þessi urðun á næstu árum í 20 þúsund tonn eða minna,“ segir Helgi Þór. Hann segir þá sem fara með stjórnvölinn á höfuðborgarsvæðinu hafa sýnt mikla framsýni þegar þeir ákváðu fyrir tíu árum að hætta urðun á sorpi. Stöðin sé risastórt skref í því ferli. En það að reisa þessa stöð hefur reynst stormasamt ferli. Stjórn Sorpu ákvað að leysa Björn H. Halldórsson, þáverandi framkvæmdastjóra Sorpu, frá störfum í janúar. Það var gert eftir að rekstur Sorpu hafði farið 1,4 milljarða króna fram úr áætlun. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu sem standa að rekstri Sorpu þurftu að samþykkja 990 milljóna króna lán til Sorpu svo hægt yrði að ljúka framkvæmdum við gas- og jarðgerðarstöðina. Heildarkostnaðurinn við að reisa þessa stöð stendur nú í 5,3 milljörðum króna. Stundin fjallaði um stöðina í síðasta tölublaði en þar var því haldið fram að tæknin sem hún byggir á sé úrelt. Var vísað til þess að sambærileg stöð í Noregi, sem byggir á sömu dönsku tækninni, hafi verið lokuð fimm árum eftir að hún var tekin í notkun árið 2006 og aldrei komist almennilega í gagnið. Helgi Þór vísar því á bug að tæknin sé barns síns tíma. „Það sem skiptir máli er að velja bestu fáanlegu tæknina. Þessi tækni sem við veðjum á er kölluð þurrgerjun. Í grunninn hefur þessi tækni ekki breyst um árabil. Það skiptir ekki máli ef tæknin er tíu ára eða tuttugu ára gömul. Hún er sú besta sem fáanleg er. Það á við um þessa tækni sem við höfum valið hér. Hún er viðeigandi og hentar og hún er frekar í sókn heldur en hitt á heimsvísu,“ segir Helgi. Í Stundinni er því haldið fram að moltan sem framleiða á í stöðunni muni ekki standast gæðakröfur né Evrópustaðla. Helgi segir moltuna uppfylla öll ákvæði samkvæmt starfsleyfi. „Við munum uppfylla þau ákvæði og framleið moltu sem er nýtanleg sem við munum sjá á mörgum sviðum. Við erum að þróa markaðinn og höfum fulla trú á þessari notkun. Það eru margir sem sýna henni áhuga og verður ekki vandamál að koma henni í notkun á höfuðborgarsvæðinu og suðvesturhorninu.“ Þá er því haldið fram að ekki sé eftirspurn hér á landi eftir öllu því metangasi sem á að framleiða í stöðinni. „Metangas er samvara, þetta er eldsneyti. Það eru fjölda margir sem hafa áhuga á þessu eldsneyti. Við erum að vinna kappsamlega að finna markaði. Bara núna á áðan var fólk að tala við okkur um möguleg kaup á metani. Við erum að vinna að ýmsum möguleikum og útfærslum í því sambandi. Við erum í stakk búin að tilkynna góða niðurstöðu úr því á næstu mánuðum. Þetta metan verður selt á næstu mánuðum, engin spurning,“ segir Helgi Þór.
Sorpa Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Sjá meira