Kerfi fyrir fólk en ekki fólk fyrir kerfi Diljá Ámundadóttir Zoega skrifar 27. maí 2020 15:40 Kerfið á að vera hannað fyrir fólk. Þessi setning er mikilvæg áminning fyrir okkur sem störfum í stjórnmálum. Þar tökum við ákvarðanir sem hafa víðtæk áhrif á fólk. Alls konar fólk með alls konar þarfir. Það er þetta með fjölbreyttar og ólíkar þarfir einstaklinga sem er okkur í Viðreisn hjartans mál. Þess vegna teljum við að börn eigi rétt á vali um fleiri en eina leið í gegnum skólakerfið. Sérstaklega erum við meðvituð um mikilvægi þess að börn með greiningar og hvers konar fötlun eigi rétt á að velja þá leið sem hentar hverju barni best. Það var einmitt þess vegna sem við í borgarstjórnarflokki Viðreisnar komum að því að gerður var samningur við Arnarskóla fyrir fjögur börn fyrir ári síðan. Arnarskóli er heildstæður skóli fyrir börn með þroskafrávik á grunnskólaaldri, staðsettur í Kópavogi. Nú blasir við að hið meinta kerfi með sínum meintu borgarmörkum sé að gera okkur erfitt fyrir að samningurinn nái til fleiri barna, sem gætu notið sín í betur í Arnarskóla. Stóri hnífurinn í kúnni er að ósamið er við Jöfnunarsjóð sveitarfélaganna til að koma að fjármögnun plássa fyrir reykvísk börn sem telja Arnarskóla geta mætt sínum þörfum best, líkt og Jöfnunarsjóður hefur samið við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Ég er ekki í pólitík til að láta þar við sitja. Ég er í pólitík til að finna leiðir til að losa kúnna frá þessum hníf og berjast fyrir hagsmunum barna. Það mun ég gera í þessu tiltekna máli. Við eigum ekki að þurfa að búa í samfélagi þar sem foreldrar fatlaðra og langveikra barna þurfa ítrekað að koma fram í fjölmiðlum til að lýsa neikvæðum upplifum sínum við kerfið. Kerfið á ekki að búa til tilgangslaus völundarhús og landamæri á kostnað velsæld barna. Við erum fámenn þjóð og því fylgir styrkur. Nýtum styrkinn í stað þess að leyfa kerfinu að bólgna. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í Skóla og frístundaráði í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Félagsmál Diljá Ámundadóttir Zoëga Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Kerfið á að vera hannað fyrir fólk. Þessi setning er mikilvæg áminning fyrir okkur sem störfum í stjórnmálum. Þar tökum við ákvarðanir sem hafa víðtæk áhrif á fólk. Alls konar fólk með alls konar þarfir. Það er þetta með fjölbreyttar og ólíkar þarfir einstaklinga sem er okkur í Viðreisn hjartans mál. Þess vegna teljum við að börn eigi rétt á vali um fleiri en eina leið í gegnum skólakerfið. Sérstaklega erum við meðvituð um mikilvægi þess að börn með greiningar og hvers konar fötlun eigi rétt á að velja þá leið sem hentar hverju barni best. Það var einmitt þess vegna sem við í borgarstjórnarflokki Viðreisnar komum að því að gerður var samningur við Arnarskóla fyrir fjögur börn fyrir ári síðan. Arnarskóli er heildstæður skóli fyrir börn með þroskafrávik á grunnskólaaldri, staðsettur í Kópavogi. Nú blasir við að hið meinta kerfi með sínum meintu borgarmörkum sé að gera okkur erfitt fyrir að samningurinn nái til fleiri barna, sem gætu notið sín í betur í Arnarskóla. Stóri hnífurinn í kúnni er að ósamið er við Jöfnunarsjóð sveitarfélaganna til að koma að fjármögnun plássa fyrir reykvísk börn sem telja Arnarskóla geta mætt sínum þörfum best, líkt og Jöfnunarsjóður hefur samið við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Ég er ekki í pólitík til að láta þar við sitja. Ég er í pólitík til að finna leiðir til að losa kúnna frá þessum hníf og berjast fyrir hagsmunum barna. Það mun ég gera í þessu tiltekna máli. Við eigum ekki að þurfa að búa í samfélagi þar sem foreldrar fatlaðra og langveikra barna þurfa ítrekað að koma fram í fjölmiðlum til að lýsa neikvæðum upplifum sínum við kerfið. Kerfið á ekki að búa til tilgangslaus völundarhús og landamæri á kostnað velsæld barna. Við erum fámenn þjóð og því fylgir styrkur. Nýtum styrkinn í stað þess að leyfa kerfinu að bólgna. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í Skóla og frístundaráði í Reykjavík
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar