Sport

Gunnar langar að berjast á bardagaeyjunni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gunnar Nelson hefur ekki keppt síðan í lok september á síðasta ári.
Gunnar Nelson hefur ekki keppt síðan í lok september á síðasta ári. vísir/vilhelm

Næsti bardagi Gunnars Nelson á ferlinum átti að vera í Dublin í ágúst. Vegna kórónuveirufaraldursins verður ekkert af honum og Gunnar veit ekki hvenær hann berst næst.

Gunnar segist vera spenntur fyrir að berjast á bardagaeyjunni sem Dana White, forseta UFC, dreymir um að koma á laggirnar. 

White hefur þó ekki enn sagt hvar þessi eyja er og enn ríkir mikil óvissa um þessi áform hans. Gunnar segir að þau séu samt heillandi.

„Það er búið að lofa ýmsu en það kemur í ljós hvað verður. Þetta er svolítið spennandi,“ sagði Gunnar í Sportinu í dag.

„Ég væri mjög spenntur fyrir að taka þátt í þessu og langar að prófa að keppa í þessum aðstæðum, sem eru bara eins og bardagi í æfingasalnum. Það yrði gaman að vera partur af þessari sögu, að berjast á þessum tíma. Ég er spenntur fyrir þessum hráa „gym“ fílingi,“ bætti Gunnar við.

Í síðasta bardaga sínum, í september í fyrra, tapaði Gunnar fyrir Gilbert Burns í Kaupmannahöfn.

Klippa: Sportið í dag - Gunnar Nelson vill berjast á bardagaeyjunni

Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.