Sport

Segir Dort­mund yfir­leitt vinna Bayern á heima­velli og vonast til að það haldi á­fram á þriðju­daginn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Manuel er hér lengst til hægri að fagna sigrinum gegn Schalke um síðustu helgi.
Manuel er hér lengst til hægri að fagna sigrinum gegn Schalke um síðustu helgi. vísir/getty

Manuel Akanji, varnarmaður Dortmund, reiknar með að Dortmund hafi betur gegn Bayern Munchen á heimavelli á þriðjudaginn er liðin mætast í toppslag í þýsku úrvalsdeildinni.

Dortmund hefur byrjað vel eftir að boltinn fór aftur að rúlla eftir kórónuveiruna og unnið tvo örugga sigra í fyrstu tveimur leikjunum en á þriðjudaginn er það risa leikur gegn erkifjéndunum í Bayern.

„Ég vonast til þess að við vinnum. Á mínum tíma hjá Dortmund höfum við alltaf tapað á útivelli en unnið á heimavelli og því vil ég halda áfram að vinna á heimavelli,“ sagði Akanji við heimasíðu félagsins.

Hann viðurkennir að leikur liðsins gegn Wolfsburg um helgina hafi ekki verið sá besti á leiktíðinni.

„Þetta var mikil vinna og við vörðumst lengi vel í leiknum, því var mikilvægt að skora þetta annað mark í leiknum. Við pössuðum ekki nægilega vel upp á boltann og gerðum annað hvort mistök þegar við vorum að byggja upp spilið eða töpuðum seinni boltunum. Það gerist stundum,“ sagði Akanji.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×