Körfubolti

Svali um Jordan og þáttaröðina: „Hann breytti íþróttum“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Svali Björgvinsson í settinu í gær.
Svali Björgvinsson í settinu í gær. vísir/s2s

Þáttaröðin um Michael Jordan, The Last Dance, hefur vakið afar mikla athygli en mörg hundruð manns hefur horft á þáttaröðina á Netflix. Svali Björgvinsson, körfuboltaspekingur, segir að körfuboltagoðsögnin hafi breytt leiknum.

Svali var í stólnum hjá Kjartani Atla og Henry Birgi í gær þar sem hann fór yfir bæði persónuna Michael Jordan sem og Chicago Bulls-liðið sem hann lék í á þessum tíma.

„Þetta er magnað sjónvarpsefni. Ég er búinn að bíða eftir þessu og það er allt við þetta. Tímasetningin og að koma með þetta inn í COVID. Þú gætir ekkert skrifað betra handrit. Þetta er frábært sjónvarpsefni og ég var í gærkvöldi að horfa á þetta með syni mínum sem er fimmtán ára,“ sagði Svali um þættina.

„Það eru þvílík forréttindi að sitja hérna og tala um og ræða um efni sem ég fylgdist með algjörlega í þaula á sínum tíma en nú erum við báðir að ræða um þetta af sama áhuga. Þá getum við rætt um körfubolta, lífið og lífsgildi. Þetta sameinar bara okkur tvö og fleiri. Algjörlega geggjaðir þættir.“

„Ef einhver veit ekki um hvað við erum að tala bið ég viðkomandi að hringja í mig á eftir og ég vil hitta viðkomandi. Ég hef aldrei hitt man neins staðar sem hefur sagt: Nú kýlirðu mig bara kaldann. Athyglin sem hann og þetta lið fékk var ótrúlegt. Það var miðaldrafólk sem hafði ekki áhuga á íþróttinni sem vakti á nóttinni út af þessum ótrúlega þokka sem hann hafði á körfuboltavellinum. Hann breytti íþróttum.“

Klippa: Sportið í dag - Svali ræðir Jordan

Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×