Jón Axel fékk boð á mót fyrir þá bestu sem eykur möguleikana á að komast að í NBA Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. mars 2020 11:00 Jón Axel er að klára sitt fjórða og síðasta tímabil með Davidson-háskólanum. vísir/Getty Jón Axel Guðmundsson, leikmaður Davidson, hefur fengið boð um að taka þátt í Portsmouth Invitational Tournament (PIT), móti í Portsmouth í Virginíu fyrir bestu leikmenn á síðasta ári í bandaríska háskólakörfuboltanum. Þangað mæta útsendarar liða í NBA-deildinni og frá liðum í Evrópu og fylgjast grannt með. Mótið fer fram í næsta mánuði og því nánast engar líkur á því að Jón Axel leiki með Grindavík í úrslitakeppni Domino's deildarinnar í vor. „Ég fékk boð um að fara í PIT og ætla að taka þátt í því þar sem það er gríðarlegt tækifæri fyrir mig að sýna mig fyrir útsendurum liða í NBA og bestum deildum í Evrópu,“ sagði Jón Axel í samtali við Vísi. Góð frammistaða á PIT eykur líkur leikmanna að komast á samning hjá liðum í NBA. Meðal leikmanna sem hafa tekið þátt í PIT og svo átt farsælan feril í NBA má nefna Scottie Pippen, John Stockton, Dennis Rodman, Rick Barry og Tim Hardaway. Mótið hefur verið haldið árlega síðan 1953. Fimmtíu af 64 á samning í NBA „Þangað er 64 bestu leikmönnum á elsta ári í Bandaríkjunum boðið. Svo skipt í lið og spilað mót fyrir framan rúmlega 50 NBA njósnara og áhorfendur. Þannig að það er gríðarlega mikilvægt fyrir framtíði mína að einblína á það og standa mig vel þar,“ sagði Jón Axel og benti á að af 64 leikmönnum sem tóku þátt á PIT í fyrra séu 50 á samning hjá liðum í NBA. Jón Axel segir það mikla viðurkenningu fyrir sig að fá boð í PIT. „Það þýðir að sért einn af bestu leikmönnum á elsta ári í Bandaríkjunum og þeim finnst þú eiga tækifæri á að komast í NBA eða í topp deild í Evrópu. Það verður gaman að spila með fleiri leikmönnum sem eru að reyna það sama og ég,“ sagði Jón Axel. „Þetta gefur mér bara meira áhorf frá NBA-njósnurum og tækifæri til að sýna hvað ég get inni á vellinum og utan hans. Því þjálfararnir eru bara einhverjir þjalfarar sem eru með NBA- sambönd og eru að sjá hvað þú getur, hvernig er að þjálfa þig og hvernig leiðtogi þú ert.“ Jón Axel hafði gefið í skyn að hann gæti leikið með Grindavík í úrslitakeppni Domino's deildarinnar en nú er afar ólíklegt að af því verði. Verð að horfa til framtíðar „Þetta er 15.-19. apríl, þannig ég efast um að ég kæmist heim í úrslitakeppnina. Ég elska Grindavík og það kitlar ógeðslega mikið að koma heim og hjálpa liðinu. Grindavík er með titilslið án mín, þannig ég myndi bara hjálpa til með það,“ sagði Jón Axel. „En ég verð að horfa til framtíðar og gera það sem er best fyrir mig. Það er að undirbúa mig fyrir nýliðavalið í NBA og þetta mót. Svo í maí byrja æfingar hjá einhverjum NBA liðum.“ Grindvíkingurinn ætlar sér að fara í nýliðaval NBA-deildarinnar í sumar. „Já, það er klárlega markmið fyrir mig og hvort sem ég verð valinn eða ekki er markmiðið mitt bara að sanna mig og fá gott orðspor svo ég fái samning á næsta ári. Að vera valinn gefur þér ekkert 100%, þannig markmiðið mitt er bara að sanna mig fyrir valið og í sumardeildinni og finna mína leið inn í deildina,“ sagði Jón Axel að lokum. Bandaríski háskólakörfuboltinn NBA Tengdar fréttir Jón Axel gæti klárað tímabilið með Grindavík Jón Axel Guðmundsson, leikmaður Davidson í bandaríska háskólaboltanumm, gæti klárað tímabilið með Grindavík en þetta staðfestir hann í samtali við Karfan.is. 10. mars 2020 18:56 Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
Jón Axel Guðmundsson, leikmaður Davidson, hefur fengið boð um að taka þátt í Portsmouth Invitational Tournament (PIT), móti í Portsmouth í Virginíu fyrir bestu leikmenn á síðasta ári í bandaríska háskólakörfuboltanum. Þangað mæta útsendarar liða í NBA-deildinni og frá liðum í Evrópu og fylgjast grannt með. Mótið fer fram í næsta mánuði og því nánast engar líkur á því að Jón Axel leiki með Grindavík í úrslitakeppni Domino's deildarinnar í vor. „Ég fékk boð um að fara í PIT og ætla að taka þátt í því þar sem það er gríðarlegt tækifæri fyrir mig að sýna mig fyrir útsendurum liða í NBA og bestum deildum í Evrópu,“ sagði Jón Axel í samtali við Vísi. Góð frammistaða á PIT eykur líkur leikmanna að komast á samning hjá liðum í NBA. Meðal leikmanna sem hafa tekið þátt í PIT og svo átt farsælan feril í NBA má nefna Scottie Pippen, John Stockton, Dennis Rodman, Rick Barry og Tim Hardaway. Mótið hefur verið haldið árlega síðan 1953. Fimmtíu af 64 á samning í NBA „Þangað er 64 bestu leikmönnum á elsta ári í Bandaríkjunum boðið. Svo skipt í lið og spilað mót fyrir framan rúmlega 50 NBA njósnara og áhorfendur. Þannig að það er gríðarlega mikilvægt fyrir framtíði mína að einblína á það og standa mig vel þar,“ sagði Jón Axel og benti á að af 64 leikmönnum sem tóku þátt á PIT í fyrra séu 50 á samning hjá liðum í NBA. Jón Axel segir það mikla viðurkenningu fyrir sig að fá boð í PIT. „Það þýðir að sért einn af bestu leikmönnum á elsta ári í Bandaríkjunum og þeim finnst þú eiga tækifæri á að komast í NBA eða í topp deild í Evrópu. Það verður gaman að spila með fleiri leikmönnum sem eru að reyna það sama og ég,“ sagði Jón Axel. „Þetta gefur mér bara meira áhorf frá NBA-njósnurum og tækifæri til að sýna hvað ég get inni á vellinum og utan hans. Því þjálfararnir eru bara einhverjir þjalfarar sem eru með NBA- sambönd og eru að sjá hvað þú getur, hvernig er að þjálfa þig og hvernig leiðtogi þú ert.“ Jón Axel hafði gefið í skyn að hann gæti leikið með Grindavík í úrslitakeppni Domino's deildarinnar en nú er afar ólíklegt að af því verði. Verð að horfa til framtíðar „Þetta er 15.-19. apríl, þannig ég efast um að ég kæmist heim í úrslitakeppnina. Ég elska Grindavík og það kitlar ógeðslega mikið að koma heim og hjálpa liðinu. Grindavík er með titilslið án mín, þannig ég myndi bara hjálpa til með það,“ sagði Jón Axel. „En ég verð að horfa til framtíðar og gera það sem er best fyrir mig. Það er að undirbúa mig fyrir nýliðavalið í NBA og þetta mót. Svo í maí byrja æfingar hjá einhverjum NBA liðum.“ Grindvíkingurinn ætlar sér að fara í nýliðaval NBA-deildarinnar í sumar. „Já, það er klárlega markmið fyrir mig og hvort sem ég verð valinn eða ekki er markmiðið mitt bara að sanna mig og fá gott orðspor svo ég fái samning á næsta ári. Að vera valinn gefur þér ekkert 100%, þannig markmiðið mitt er bara að sanna mig fyrir valið og í sumardeildinni og finna mína leið inn í deildina,“ sagði Jón Axel að lokum.
Bandaríski háskólakörfuboltinn NBA Tengdar fréttir Jón Axel gæti klárað tímabilið með Grindavík Jón Axel Guðmundsson, leikmaður Davidson í bandaríska háskólaboltanumm, gæti klárað tímabilið með Grindavík en þetta staðfestir hann í samtali við Karfan.is. 10. mars 2020 18:56 Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
Jón Axel gæti klárað tímabilið með Grindavík Jón Axel Guðmundsson, leikmaður Davidson í bandaríska háskólaboltanumm, gæti klárað tímabilið með Grindavík en þetta staðfestir hann í samtali við Karfan.is. 10. mars 2020 18:56